mánudagur, 11. janúar 2010

Flugeldaokur

Í kringum áramót hef ég haft það að venju að versla alla mína flugelda hjá Flugeldamörkuðum björgunarsveitanna og styrkja gott málefni. Það mun ég eflaust ekki gera aftur. Á þrettándanum kom ég við á einum af sölustöðum þeirra og ætlaði að versla flugelda fyrir kvöldið. Venjulega veita þeir manni ágætan afslátt þennan dag og bjóst ég við því sama þetta árið. Eftir að hafa valið slatta af flugeldum komst ég að því að gefinn væri 10 % afsláttur. Ég spurði hvers vegna ekki væri gefinn meiri afsláttur miðað við að síðustu ár hafi ég fengið margt á hálfvirði. Þá var mér tjáð af sölumanninum að afslátturinn væri svona lítill vegna þess að þeir hefðu nánast ekkert hækkað verðið síðan árið áður (2008). Þetta er lygi. Ég á ennþá bæklinginn sem þeir gáfu út í fyrra sem sýnir úrval og verð á flugeldum. Ég bar saman 2008 og 2009 bæklingana og þetta er niðurstaðan.

Nafn Verð 2008 Verð 2009 Hækkun
Lásbogi 3850 6300 64%
Gun Powder 2900 5400 86%
Gullraketta 2550 5400 112%
Ýlukaka 550 3200 480%

Þetta er aðeins brot til að sýna hækkunina. Ég lét ekki ljúga að mér og fór annað og keypti mér flugelda þetta árið.

Takk fyrir!
Aron

12 ummæli:

  1. Halló þetta snýst um að styrkja björgunarsveitirnar sem eru til taks allan sólarhringinn allt árið og fá ekki nein laun fyrir. Flugeldasalan gaf mjög litlar tekjur í fyrra og finnst mér þetta eiginlega bara ljótt dæmi. Þetta er ekki okur þettar er fjáröflun fyrir björgunarsveitirnar sem eru fyrir alla landsmenn. Alveg sama þótt þú sért bara í Bláfjöllunum og rétt hjá Suðurlandsvegi og ert eitthvað óörruggur um að hafa það að labba þetta kannski pínu slasaður eða þér þykir veðrið vera að byrja að versna áttu undir eins að kalla eftir Björgunarsveitinni. Þetta kalla ég lúxus. Hefðir gott af því að horfa á Hrafnaþing á ÍNN sem var rétt fyrir jól þar sem farið var yfir það hversu mikið björgunarsveitirnar gera og það jafnvel fyrir algjöra kjána. Skammastu þín.

    SvaraEyða
  2. það er ekki málið hérna, heldur að ljúga. Ef honum hefði verið sagt satt hefði hann eflaust keypt flugeldana. Allavegana hefði ég gert það. En að ljúga upp í opið geðið á manni er alger fyrirlitning

    SvaraEyða
  3. Ég vona bara að þið frjósið úti þegar Björgunarsveitin kemur EKKI að ná í ykkur.

    SvaraEyða
  4. Voða tilfinningahiti fylgir alltaf þessari flugeldasölu björgunarsveitanna á hverju ári.

    Ég er sammála höfundi, það er ljótt að plata og það er alveg hægt að okra sig út af markaðinum, sama hve málstaðurinn er góður. Ég hefði líka gengið út hefði ég staðið mann að því að segja mér ósatt.

    Ég keypti hjá björgunarsveitunum og mínu íþróttafélagi þetta árið. Í stuttu máli var gríðarlegur verðmunur á þessum tveimur stöðum, íþróttafélaginu í vil. En þess má svosem líka geta að einnig var gæðamunur á þeim tertum sem ég keypti, björgunarsveitunum í vil.

    SvaraEyða
  5. Maður á að segja kaupa flugelda ekki versla flugelda en já en verðin hafa hækkað hjá þeim mjög og eflaust var drengurinn í afgreiðslunni að koma með einvherja afsökun en vá big deal eða hitt og heldur og maður á að segja kaupa flugelda ekki versla flugelda.

    SvaraEyða
  6. Ég held að þessi starfsmaður hafi hreinlega misskilið ástæðuna. Hið rétta er að fjáröflunin frá því á áramótunum 2008-9 kom nánast út á sléttu (þ.e. mjög lítill hagnaður).
    Því hafa þeir ljóslega gripið til þess ráðs að hækka verðið í von um arð.
    Ég skil vel reiði Arons en í hans sporum hefði ég þó heldur farið til annarrar björgunarsveitar í stað þess að refsa öllum björgunarsveitum fyrir misskilning eins sjálfboðaliða.
    Þegar valið stendur á milli einkaaðila eða fólks í sjálfboðavinnu sem er tilbúið að aðstoða mig ef ég lendi í ógöngum allan ársins hring þá er valið að mínu mati augljóst. Þrátt fyrir hærra verð.

    SvaraEyða
  7. Ég fór og VERZLAÐI við Björgunarsveitina í mínu sveitarfélagi eins og undanfarin ár. Hef keypt venjulega fyrir 10 - 20 þús. Núna fékk ég eina rakettu og eina köku + stjörnuljós fyrir það. Ef ég hefði þurft sprengja meira hefði ég sótt það annað. Ég veit allt um mikilvægi þess að styrkja björgunarsveitir en þeir eru einfaldlega að verðleggja sig út af markaðnum. Það getur ekki staðist að flugeldasala björgunarsveitana hafi verið á núlli 2008-9..

    SvaraEyða
  8. Verið þið nú alveg rólegir...

    Flugeldar eru mjög dýrir hér á landi, mun dýrari en t.d. í DK.

    Það sem að gerist er að fólk hefur ekki efni á að kaupa það sem því langar til.

    ok það er verið að styrkja gott málefni, sem er gott. En það þarf samt ekki að leggja svona mikið á vöruna...

    Ég er sko alvega sammála því að hækkuninn síðan í fyrr er of mikil, en þetta gerum við Íslendingar! svínum á hvort öðru með fáránlegri álagningu og gamalli vöru.. Svo ætli þetta sé ekki bara í takt við þjóðina ;)

    p.s. intersport ætlar ekki að vera með útsölu í ár... bara selja gömlu vöruna áfram

    SvaraEyða
  9. Ég vil benda á að ég er ekki að benda á okrið í sjálfu sér. Mér fannst sjálfsagt að styrkja björgunarsveitirnar þegar ég keypti fyrir áramótin en lét það vera á þrettándanum þegar því var logið að mér að verðið hafi nánast ekkert hækkað (allt hefur hækkað um 20-480%!). En ég vil einnig benda á komment nr 2, um það snýst málið! Ég vil bara ekki láta ljúga að mér. P.s. ég hef örugglega styrkt björgunarsveitirnar um hundruð þúsunda í gegnum tíðina, ég held ég eigi það inni hjá þeim að vera bjargað ef eitthvað kemur uppá. Takk fyrir :)

    SvaraEyða
  10. Held nú að björgunasveitin komi alveg hvort sem þú hefur keypt flugelda hjá þeim eða ekki :D Sé ekki alveg það neyðarkall... "Hey, bíddu, keyptiru flugelda hjá okkur? Ertu með kvittun? Nei þá komum við ekkert, éttu snjó!"

    SvaraEyða
  11. Þetta voru heldur betur kaldar kveðjur til þeirra :(

    SvaraEyða
  12. Mér finnst þeir sem vilja ekki versla við björgunarsveitirnar ALGJÖRIR KJÁNAR. Það segir í hávamálum að þeir sem eru vitlausir og þegja geta þannig sleppt því að opinbera eigin heimsku, hinir sem opna munninn opinbera hana aftur á móti.

    SvaraEyða