Í kringum áramót hef ég haft það að venju að versla alla mína flugelda hjá Flugeldamörkuðum björgunarsveitanna og styrkja gott málefni. Það mun ég eflaust ekki gera aftur. Á þrettándanum kom ég við á einum af sölustöðum þeirra og ætlaði að versla flugelda fyrir kvöldið. Venjulega veita þeir manni ágætan afslátt þennan dag og bjóst ég við því sama þetta árið. Eftir að hafa valið slatta af flugeldum komst ég að því að gefinn væri 10 % afsláttur. Ég spurði hvers vegna ekki væri gefinn meiri afsláttur miðað við að síðustu ár hafi ég fengið margt á hálfvirði. Þá var mér tjáð af sölumanninum að afslátturinn væri svona lítill vegna þess að þeir hefðu nánast ekkert hækkað verðið síðan árið áður (2008). Þetta er lygi. Ég á ennþá bæklinginn sem þeir gáfu út í fyrra sem sýnir úrval og verð á flugeldum. Ég bar saman 2008 og 2009 bæklingana og þetta er niðurstaðan.
Nafn Verð 2008 Verð 2009 Hækkun
Lásbogi 3850 6300 64%
Gun Powder 2900 5400 86%
Gullraketta 2550 5400 112%
Ýlukaka 550 3200 480%
Þetta er aðeins brot til að sýna hækkunina. Ég lét ekki ljúga að mér og fór annað og keypti mér flugelda þetta árið.
Takk fyrir!
Aron