föstudagur, 27. nóvember 2009

Könnun á verði harðra diska

Ég hef stöku sinnum verið að lesa Okursíðuna og finnst þetta frábært framtak. Nú vill svo til ég var að spá að versla mér harðan disk í tölvuna mína og athugaði verðin á vaktin.is-sem er einn hlekkur á Neytendaslóð. Þar eru verðin reyndar eitthvað gömul og ákvað að gera nýja könnun á verðum 3,5 Sata-2 diskum. Tek fram að þetta er svona óformlegt, enda viðvaningur í þessu á ferð-en ég er búinn að fara nokkrum sinnum yfir þetta og sýnist verð þarna rétt og í lagi. Datt kannski í hug þetta kæmi einhverjum að gagni og það væri mér mikill heiður ef sett yrði ein færsla, eða hlekkur inn á þetta einhvers staðar. Þá vantaði reyndar líka að setja inn buy.is á vaktinni - þetta er síða sem ég var bara rekast á fyrir tilviljun og athugaði hana-vill svo til að póstsending kostar ekkert. En takk fyrir Okursíðuna og gangi henni vel.
Slóð á könnun:
http://arkimedes.org/konnun.htm
M. Ólafsson

5 ummæli:

  1. Vá, brilljant. Takk fyrir það!

    SvaraEyða
  2. Svakalega flott vinna þarna. Ég hef alltaf tékkað svona gb/króna þegar ég kaupi einmitt.

    Varðandi bilanir í hörðum diskum getur fólk gefið sér að einn af hverjum 15 3.5 tommu hörðum diskum bili á ábyrgðartíma. (Hærra ef fólk er mikið að fara með tölvuna á lön).

    Fartölvudiskar bila að sama skapi meira ef fólk er mikið á ferð með tölvuna.

    Aðalmunur milli framleiðanda diska er oftast vinnsluhávaði diskanna. Bilanatíðnin virðist oftast vera nokkuð lík.

    Ef fólk heyrir að vinnsluhlóð harðra diska fer að breytast er best að ná í forrit sem heitir "Ultimate Boot CD" sem er frítt á netinu. Keyrir upp tölvuna af þessum disk og getur þá gert official test frá framleiðendum diskanna. Ef það kemur rauð niðurstaða er diskurinn að bila og fellur undir ábyrgð (ef innan 2 ára).

    Kveðja gamall tölvuverkstæðisnörd.

    SvaraEyða
  3. vaktin.is er líka alveg ágæt fyrir okkur nörrana ;)

    SvaraEyða
  4. Góðar athugasemdir hér, einkum frá 'tölvuverkstæðisnörd'- vildi biðja um leyfi til að vitna í þetta eftir þig en erfitt þar sem 'nafnlaus'- ég skal bara festa tilvitnun á Okursíðuna ef það er í lagi. Við síðustu athugasemd get ég ekki séð að komin verð eftir 29.5, eða jafn mikill fjöldi af diskum þar í samanburði en kannski hef ég ekki kynnt mér nógu náið síðuna

    SvaraEyða
  5. Mátt alveg nota þetta ef þú villt Max. Tölvuverkstæðisnörd.

    SvaraEyða