miðvikudagur, 4. nóvember 2009

Gostengt neytendaráð

Hver kannast ekki við að eiga ekki annarra kosta völ en að hella niður
heilu lítrunum af goslausu kóki, þar sem það er algjörlega ódrykkjarhæft
án goss?
Gott ráð við því er að kaupa nýtt kók og blanda 50 / 50 við gamla kókið.
Maður við finnur varla mun!
Friðrik Árni

13 ummæli:

  1. Hvernig væri bara að kaupa gosið í minni umbúðum og drekka dótið!

    SvaraEyða
  2. Minni umbúðir kosta yfirleitt nánast sama og stórar
    Einu sinni var til svona pumpa sem maður gat pumpað með í flöskuna og þá hélst gosið betur, veit einhver hvar slíkt fæst í dag?
    Annars er líka gott ráð að drekka ekki gos..

    SvaraEyða
  3. Þetta er afbragðsráð, hefur lengi verið notað á mínu heimili

    SvaraEyða
  4. Uuuuugh - hvað gerir fólk ekki til að spara einhverjar krónur....
    Spurning um að kaupa bara litlar dósir?

    SvaraEyða
  5. sem markaðsmaður þá held ég að það sé rétt move hjá coke og pepsi að skipta út 2L flöskunum fyrir 1,5L flöskur og lækka verðið. flestir eru að spara þessa dagana og drekka minna gos sem þýðir að 2L flöskurnar eru of stórar.

    SvaraEyða
  6. Bíddu nú við mér persónulega finnst ótrúlega lítill verðmunur á 0,5l,1l og 2l gosi munar kannski svona 30-40 kr á milli flösku stærða.

    SvaraEyða
  7. Sá í einhverjum amerískum kellinga/kokkaþætti (Rachel Ray eða Martha Stewart eða eitthvað í þá áttina, man það ekki, þónokkuð langt síðan ég sá þetta) að hálfar gosflöskur geymast betur ef þú kreistir þær þannig að borðið á flöskunni sé alveg upp við stút áður en þú lokar þeim .. hef ekki prófað þetta sjálfur, en ákvað að fleygja þessu hér fram svona fyrst menn eru að spá í svona lagað.

    SvaraEyða
  8. Það getur vel virkað. Ég átti einmitt svona spes tappa sem maður skrúfaði á flöskurnar og pumpaði loftinu út. Flaskan klesstist ekki saman en það varð mikill þrýstingur í flöskunni og hún varð grjóthörð. Mér fannst þetta ekkert virka neitt svakalega vel en þó kannski eitthvað.

    SvaraEyða
  9. Ehm, ef það varð mikill þrýstingur í flöskunni var það væntanlega loftþrýstingur því ef þú "pumpar loftinu út" þá fellur flaskan saman. Því finnst mér líklegra að loftinu hafi verið pumpað inn :)

    SvaraEyða
  10. Hér í Noregi eru 1,5lítra flöskur og finnst mér það betra en heima. Maður er ekki að hella niður jafn miklu af "ónýtu" gosi.

    SvaraEyða
  11. ég kreisti bara flöskurnar eins og e-r sagði hér fyrir ofan... það virkar augljóslega þar sem minna loft er til mettunar.

    SvaraEyða
  12. Eitt ráð sem hefur reynst mér vel er að passa að geyma flöskuna upprétta í ísskápnum. Ef flaskan er látin liggja þá er flöturinn á gosinu sjálfu mun meiri en ef hún er látin standa þá minnkar flöturinn umtalsvert.

    SvaraEyða
  13. Ég hef í mörg ár keypt 2ja lítra flöskur. Fyrrverandi starfsmaður gosdrykkjaverksmiðju kenndi mér ráðið með að kreista flöskuna eins og einhver lýsti hér ofar. Það þýðir samt ekki að kreista hana og láta hana svo liggja í ísskápnum, þá kemst loft í hana aftur. Flaskan verður að standa.

    SvaraEyða