þriðjudagur, 22. febrúar 2011

Ótrúlegt verð á skrifblokkum hérlendis

Ég fór um bæinn í leit minni að skrifblokk til þess að glósa í, á fundum, í vinnunni, í skólanum, almennar hugmyndir o.s.frv. Krafan var skrifblokk A5 að stærð, helst með bókamerki og teygju utanum til að geta haldið henni lokaðri.

- A4 Smáratorgi átti ekki mikið úrval, ekkert sem passaði almennilega við mínar kröfur. En það sem var í áttina að því var í lágum gæðum og ekki ódýrt eða yfirleitt á verðbilinu 2-4 þús. pr.stk.
- Office One í Smáralind áttu lítið af svona skrifblokkum, og engin passaði almennilega heldur þar. En þær voru aðeins skaplegri í verði á um 2-3þús. pr.stk. og einnig í aðeins betri gæðum.
- Eymundsson í Smáralind átti nokkrar og fann ég strax blokkina sem ég var að leita að. Heitir hún Moleskine og er í góðum gæðum, með vasa aftast til að geyma smá aukaefni, teygju og bókamerki. Allt var frábært, nema verðið. Hún kostaði tæplega 6 þús kr. Mér fannst það frekar dýrt, svo ég dró upp símann minn og notaði forrit til að skanna strikamerkið á bókinni og leita á vefsíðum að verðinu. Fyrsta sem kom upp var $11 fyrir bókina, og það bara í smásölu á netinu. Heldur mikill verðmunur svo ég fór bara heim...
Þegar ég kom heim, fór ég á netið og fann bókina á Amazon, pantaði 2stk þar með hraðsendingu hingað heim á 4400kr. Geri ég ráð fyrir því að þurfa að borga VSK af bókinni þegar hún kemur hingað, en ég fæ þá 2 bækur á svipuðu verði og stök bók er á hjá Eymundsson.
Nánar um bókina sem ég pantaði á Amazon ($9.64) - http://www.amazon.com/Moleskine-Ruled-Notebook-Large/dp/8883701127/ref=sr_1_1?ie=UTF8&qid=1298381935&sr=8-1
- 2stk með expedited shipment hingað heim kostuðu tæpa $38
- Á genginu 117 gerir það 4446 kr.

Lærdómur minn af þessu var sá að bera saman verð á vörum hérlendis og erlendis mun oftar með þessu forriti, því það borgar sig greinilega. En fyrir vörur sem maður hefur möguleika á að bíða aðeins eftir og fyrir svona mikinn sparnað bíð ég glaður í viku eftir að fá bækurnar.

Sigurður Bjarnason

19 ummæli:

  1. Kostar hingað komin með tollmerðargjaldi a.m.k. 6.270. kr með 25.5% vaski en 5.350 með 7% virðisaukaskatti. Að ári liðnu verðurðu að velja svona bækur bara á netinu og enginn banki býður þér að skoða sýnishorn hjá sér en versla vöruna annars staðar.
    Öll verslun er að færast á netið hingað utan hvað hægt verður að kaupa Euroshop pasta í Bónus og Krónunni. Það er auðvitað talsverður kostnaður fólginn í því að halda úti búð í Smáralind með fjórum í vinnu en öfugt við netbúð þarf engan front og aðeins er keypt eftir myndum og lagerinn geymdur í jarðgöngum í New York.
    Verst bara að ekki skuli vera hægt að kaupa alla þjónustu og allar vörur í gegnum netið. Þá fyrst yrði Ísland byggilegt og þá yrðu heldur engar verslanir neins staðar bara íbúðir og nokkur mötuneyti. Svo hittumst við bara í kirkjum á sunnudögum, já og kannski í Bowling.

    SvaraEyða
  2. Þ.e. netbúð þarf engann front en sendir þér bara myndir í Símann og þú velur svo bara eftir myndum líkt og tíðkast nú á Svalbarði og Jan Mayen.

    SvaraEyða
  3. ja ætli það sé bara ekki framtíðin á Íslandi, smásölu og þjónustu verslun legst niður þar sem öll sala mun fara fram í gegnum netið og stóru verða bara stærri, ef fólki fannst Baugur eða Bónus/Hagkaup vera stórt fyrirtæki þá er það náttúrulega bara tittlingaskítur miðaða við Walmart eða Amazon eða hvað þessar stærstu amerísku keðjur heita.

    En miðað við umræðuna á þessum vef, sem einu sinni var Okursíða þar sem fólk bar saman vörur hjá fyrirtækjum innanlands sem er fullkomlega eðlilegt og Þarft hérlendis er fólk farið að bera saman í síauknum mæli verð hér vs stórar keðjur útí heimi sem er bara einfaldlega fullkomlega ósamanburðar hæft þar sem forsendurnar fyrir samanburðinum eru bara ekki til staðar.!

    í landi þar sem ríkir atvinnuleisi hvað gerist ef allir sem vinna í þjónustu,sölu og verslunarstörfum missa vinnuna sína?? það allavega lagar ekki kreppuna eða ástandið í þjóðfélaginu, hvað hafa mörg fyrirtæki,iðnaðarmenn,smiðir ofl atvinnu beint og óbeint af verslun og þjónustu hérlendis?

    sér fólk virkilega aldrei lengra en nefið á sér og hugsar bara ég en aldrei í Örlítið víðara samhengi??'
    Kv Óli

    SvaraEyða
  4. Fyrirtæki flytur inn vöru í hundraða ef ekki þúsunda tali sem er versluð í heildsölu líkleg af framleiðanda og flutti inn á sem ódýrastan hátt. Síða selur það fyrirtæki 1stk af þeirri vöru á meira en kostar að versla sér 2stk í smásölu og flytja heim með jahh mesta mögulega kostnaði.
    Það er bara ekkert eðlilegt við það, þannig rekstrarmódel er bara eitthvað ruglað, hvað hefur bókabúð að gera í Kringluna? Eitt dýrasta verslunarhúsnæði á landinu, það er ekkert mál að vera með bókabúð á öðrum boðlegum stað og minni rekstrarkostnað. Ég hef engan áhuga á að borga stórfé svo illa rekin bókabúð getið haldið áfram að vera illa rekin.

    SvaraEyða
  5. Það er bara ekki markaður lengur fyrir bókabúðir. Stórmarkaðir selja íslenskar bækur fyrir jólin og bókabúðir líka en á öðrum árstímum selja þær blóm og minjagripi. Nú eru eftir 3 s.k. bókabúðir í miðbænum, tvær til þrjár í Kringlu, ein í Smáralind og ein í Kópavogi og Bóksala Stúdenta. Þetta eru búðir sem mögulega selja bækur allt árið. Sættið ykkur bara við það að hér verður aðeins verslun á ferðamannatímanum og svo tómar götur og tóm íbúðarhverfi á vetrum. Að síðustu vona ég að nafnlaus hér fyrir ofan opni bókabúð á öðrum og boðlegri stað fyrst það er ekkert mál. Hann væri þá kraftaverkamaður og gæti tekið að sér að bjóða hér upp á verslunarflóru. Við íbúarnir yrðum ánægðir en því miður því nú fást engin lán lengur til að halda uppi rekstri á Íslandi. Reksturinn verður bara að fara á hausinn en Moleskin fæst þó áfram á Amazon í tveimur eintökum á um 3000 kr hingað komin. Það hjálpar okkur að sitja hér föst og reddar öllum verslunarþörfum.

    SvaraEyða
  6. "Við íbúarnir yrðum ánægðir en því miður því nú fást engin lán lengur til að halda uppi rekstri á Íslandi."
    Akkúrat þessi setning svarar þessu alveg, flest öllu stærri fyrirtæki í dag eru að drukkna í skuldum vegna of mikilla lána, þau fá ekki að fara á hausinn og enda í höndum bankanna. Síðan borga bankarnir undir þessi fyrirtæki meðan þau eru í harðri samkeppni við minni einkaaðila sem eru að reyna gera nýja hluti. Undirbjóða í vöruflokkum sem einhver samkeppni er ennþá í og okurálagning er lögð á restina bara til að bankarnir geti fengið sitt og á meðan fer fólk meira og meira að versla bara af netinu frekar en að láta bjóða sér þetta! Sama liðið er áfram látið reka þessi fyrirtæki og kom þeim á hausinn. Frjáls samkeppni er drepin af bönkunum, engin endurnýjun verður. Okkar hagkerfi á að vera kapitalískt, eða s.s hinir hæfustu lifa af. Málið er hinsvegar bara að það er akkúrat öfugt, hinir óhæfu sem keyra fyrirtæki sín í skuldafen og eru of stórir til að falla lifa af, því bankarnir halda þeim í gangi og drepa allt í leiðinni sem á að heita samkeppni og frjáls markaður.

    SvaraEyða
  7. Já það yrði nú alveg agalegt ef verslanir sem flytja inn erlenda vöru og selja með gífurlegri álagningu færu nú á hausinn. (Líklegast auðveldasta leiðin til að verða ríkur á Íslandi í dag, flytja vöru inn ódýrt og selja hana dýrt og segja fólki svo að sætta sig bara við það)

    SvaraEyða
  8. Ég geri það sama og þú, skanna inn verð í símann minn til að athuga hvað hann kostar erlendis. Ef ég sé að álagningin er fáránlega há, þá kaupi ég ekki vöruna hérlendis, panta hana frekar á Netinu.

    Um daginn skannaði ég inn vöru sem kostaði 3500 á Amazon, en 15þ hérna heima. Ég er alltaf á leiðinni aftur í búðina til að geta póstað þessu formlega hérna inn!

    SvaraEyða
  9. Við þurfum þá að passa okkur að ganga alls ekki í ESB. Með ESB-aðild getum við pantað vörur á netinu frá öllum ESB-ríkjum beint heim að dyrum án VSK-tvísköttunar og tollmeðferðargjalds. Það myndi þýða endalok íslenskrar verslunar miðað við heimsendaspár sumra hérna.

    SvaraEyða
  10. ja við myndum nú vona að EF esb verður að veruleika að skattar,vsk ofl skemtileg mál lagist og geri leikvöllin örlítið jafnari...

    SvaraEyða
  11. Bækur/blokkir nákvæmlega eins og þessar Moleskin fást í Tiger í Smáralind á kr. 300. Svört, með teygju og bókamerki. Þrjú hundruð krónur takk.

    SvaraEyða
  12. Nýjasti nafnlaus.. það er akkúrat svona ábendingar sem við þurfum, ekki endalaust kvabb og spár um heimsendi ef allir fara að panta á netinu.

    Ég keypti mér einmitt ljós á hjólið mitt, fram- og aftur fyrir 1200 kr. í Tiger, og það hefur staðið af sér öll veður (geymi hjólið mitt úti allt árið).

    SvaraEyða
  13. Getið farið í Tiger og keypt svona glósubækur A5 á i kringum 400 kall á eina svoleiðis og hún er mjög fín

    SvaraEyða
  14. Flott ábending, berið saman verð Inannlands það er þó einhver sambærilegur grundvöllur, þetta er eins og þessi vefur á að virka hefði ég talið ef ég get farið í Tiger og keypt mér sömu eðaq sambærilega vöru og sparað mér böns þá brilliant en þessi endalausi samanburður við útlönd er bara rangur á svo marga vegu!

    SvaraEyða
  15. Verð á flestum hlutum er orðið ævintýralegt.

    SvaraEyða
  16. Óli: takk fyrir þitt innlegg í umræðuna, er fullkomlega sammála þér.

    SvaraEyða
  17. Vá hvað ég er farinn að stofna verslun með vörur gæti t.d boðið raftæki 50% ódýrari en á venjulega á íslandi þá verða þeir bara að lækka þekki einn í hong kong og líka einn í danmörku sem eiga heildsölur verslaði mikið við þá fyrir nokkrum árum og svo láta verslunina fara á hausinn eftir ár og opna svo með nýju nafni og það veit enginn að þetta var ég .

    SvaraEyða
  18. Tiger er staðurinn til þess að kaupa skissubækur, þar er hægt að fá stærri bók en A3 á 1600 kr, með þykkum og góðum pappír. Ég er löngu hættur að versla við Eymundsson, eftir að þeir reyndu að selja mér Artline tússpenna á næstum 600 kr.

    -Kolbeinn

    SvaraEyða
  19. Moleskin er frekar þekkt og dýrt merki þegar kemur að skissubókum/minnisbókum en ég er sammála, það keyrir fram úr hófi hvað þær eru dýrar. Þær eru hinsvegar óumdeilanlega góðar ef þér er annt um bækurnar þínar og hvernig pappír er í þeim.

    Ég er sennilega á 8-9 skissubók núna. Að vísu hafa síðustu 3 verið keyptar í útlöndum þar sem ég keypti frábærar "nafnlausar" bækur fyrir 3-4 evrur stykkið.
    Annars hef ég alltaf notað Windsor Newton bækur, miðlungsdýrar og með töluvert betri pappír en Tiger bækurnar sem ég hef aldrei fílað - Pappírinn er eitthvað iffy og hann verpist.

    SvaraEyða