laugardagur, 4. desember 2010

Soda stream-hylki - mikil hækkun

Ég fór í Krónuna í dag, 3. desember og keypti mér nýtt kolsýruhylki í Sódastream tækið mitt. Ég fékk 594 krónur fyrir tóma hylkið og borgaði 3.354 krónur fyrir nýja kolsýruhylkið. Ég á ekki orð yfir álagningunni. Fyrir um það bil tveim mánuðum borgaði ég um það bil 1.800 krónur fyrir sama hylkið.
Kveðja,
Guðrún Sólveig Högnadóttir

10 ummæli:

  1. Mörg fyrirtæki gera út á að selja vöruna ódýrt og ná síðan verðinu upp með þjónstuþættinum. Ég keypti eitt sinn ódýran prentara þar sem prenthylkin fylgdu með. Síðar þegar kom að því að endurnýja hylkin kom í ljós að þau voru nánast jafn dýr og nýr prentari með hylkjum.

    SvaraEyða
  2. Ég er löngu búin að leggja mínu sódastream tæki, miklu ódýrara að kaupa Kristal úr lágvöruverslunum. Asnalegt en satt!

    SvaraEyða
  3. Vá!!!!!!!!!!!! Ég er ekki að fara að kaupa ný hylki! Þetta er klikkun. Hefur einhver hringt í umboðið og spurt??

    SvaraEyða
  4. ég hringdi í Vífilfell. Þetta er einhvað rugl. Það kostar um 1800 eins og áður frá þeim

    SvaraEyða
  5. Kostar entha i kringum 1800 i Nóatúni, þetta hafa verid einhver mistök hja krónunni.

    SvaraEyða
  6. Já, hlýtur að vera.
    Ég vinn í Elko og þá er nýtt hylki á rétt undir 2.000kr

    SvaraEyða
  7. Það eru til tvær týpur af soda-stream hylkjum... Ég veðja á að þeir hafi tekið við hylkinu sem "gömlu týpunni" en rukkað þig um "nýju". Það eru stærri hylki og kosta um 4000 :)

    SvaraEyða
  8. Athugasemd Þórunnar er eitthvað mesta bull sem ég hef heyrt. Elko selur hylki á 4000 kr. og með hylkinu má gera 60 lítra. Það eru 67 kr./lítrinn, eða 33,5 kr. fyrir hálfan lítra.

    SvaraEyða
  9. Ég vinn í Elko og get sagt ykkur að það eru tvær stærðir til af sodastream hylkjum. Gamla er mun minna og kostar því minna en nýja hylkið er 60L og kostar nýtt 4200 kr (í elko) og þú færð 2000 kr í skilagjald. Áfyllingin er því aðeins 2200kr :)

    SvaraEyða
  10. Hvar er hægt að fá gömlu Héðins af hylkjum??

    SvaraEyða