þriðjudagur, 28. desember 2010

Græðir Hagkaup á jólagjafaskilum?

Fór og skilaði dóti í Hagkaupum, þann 27. des. s.l. sem barnið mitt
fékk í jólagjöf, sem er nú ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir
að þegar varan er stimpluð inn í kassann kemur upp að ég eigi að fá
3.990 kr. í inneign. Það vildi svo skemmtilega til að verðmiðinn var
enn á dótakassanum (sem er nú iðulega ekki á gjöfum) en þar stóð 5.990
kr. Ég benti á þetta og þetta var leiðrétt eins og skot.
Fór að velta því fyrir mér hvort þetta hafi verið einstakt tilvik eða
hvort þetta sé auðveld leið til að græða?
Það hefur nú ekki alltaf verið talið kurteisi að spyrja hversu dýrar
gjafirnar eru sem maður fær, en það er kannski ekki óvitlaust?
bestu kveðjur og þakkir
:)
Blær

14 ummæli:

  1. Fólk þarf alltaf að vera á varðbergi

    SvaraEyða
  2. Lenti líka í þessu. Fékk inneignarnótu í Hagkaup Skeifunni 26.des, vegna þess að varan var ekki til þar sem þurfti að skipta. Fór daginn eftir í Hagkaup Garðabæ þar sem varan var til og þar var hún þúsund krónum dýrari.

    SvaraEyða
  3. Þeir eru svo "sniðugir" í Hagkaup að það er allt komið á tilboð og útsölur korter í jól og stundum er búið að lækka verð á vörum án þess að það sé auglýst sem tilboð.. þar af leiðandi eru jólagjafirnar minna verðmætar þegar fólk fer að skipta eða skila... Þetta var ekki einstakt tilvik hjá þér vinur, því miður.

    SvaraEyða
  4. Sá þetta gerast í Bónus í kringlunni í dag.

    SvaraEyða
  5. Ég hef lent í þessu og benti á það og þá var það leiðrétt, víðar en í Hagkaup. En þetta virðist vera stundað líka kortér í jól. Tvisvar á síðastliðnum mánuði höfum ég og sonur minn þurft að leiðrétta það sem við erum rukkuð um á kassa því kassaverð er umtalsvert hærra en það sem flíkin er merkt á eða stendur á sýniseintökum inn í búðinni. Þá fer maður að velta því fyrir sér hvort um tilviljun sé að ræða?? Dæmi 1: Langur fimmtudagur og það var 20 % afsláttur á sumu í búðinni öðru ekki. Sonurinn verslaði tvennt, annað á útsölu hitt ekki. Mér fannst upphæðin ótrúlega há svo ég spurði bíddu?? Útsöluflíkin var merkt á 4990 á verðmiða og svo 20 % afsláttur en í kassanum kostaði hún 7990 og 20 % afsláttur af því er aðeins meira en 4990. Hitt dæmið voru inniskór sem áttu að kosta 4490 en kostðu 5.690 á kassa. Borgar sig að reikna í huganum og taka alltaf kassakvittun.

    SvaraEyða
  6. Lenti í sama í Elko - Fyrir Jól 5.490 eftir Jól 4.490.

    SvaraEyða
  7. Án þess að ég sé nokkuð að verja hagkaup neitt þá held ég bara að þetta viðkomandi leikfang hafi bara verið komið á útsölu strax eftir jólin og því búið að lækka verðið á þessu í tölvukerfinu.

    Félagi minn lenti í því að skila tölvuleik einmitt í Hagkaup sem hann hafði fengið í jólgjöf. En það vildi nú bara ekki betur til en svo að þegar hann skilaði leiknum þá hafði hagkaup verið búið að hækka verðið á leiknum og svo þegar leikurinn var bakfærður inní kerfið þá var hann auðvitað dýrari en hann var og sennilega óvart þá fékk hann inneignarnótu sem var hærri en það sem leikurinn kostaði. Já líka verðmerktur svona.

    Þannig ég myndi halda að Hagkaup sé nú ekki að reyna að maka krókinn þegar fólk er að skila heldur hafi þetta tilfelli bara verið þannig að varan hefur verið komin á útsölu og búið að lækka verðið í tölvukerfinu hjá þeim og þessvegna stimplast leikfangið inn ódýrara en það kostaði.

    Fólk hefur semsagt alveg grætt á því þegar vörur eru hækkaða sem er verið að skila en það kvartar bara enginn yfir því hehe :)

    SvaraEyða
  8. Það ætti að banna verslunum að breyta verði frá desember og fram að janúar útsölu.

    Það er svo algengt að verslanir eru stöðugt að breyta verði dagana fyrir jól. Hækka verð á því sem selst vel og lækka verð á því sem dræm sala á.

    Þetta eru viðskiptahættir sem ætti að banna.

    SvaraEyða
  9. Ég er bara innilega þakklát Hagkaup fyrir að gera mér kleift að skila bókum, viskustykkjasetti og alls konar dóti sem ég fékk í jólagjöf en haf engin not fyrir og leyfa mér að versla út á það matvöru. Þetta kemur allavega mínu heimilisbókhaldi mjög til góða.

    SvaraEyða
  10. Viljið þið ekki bara banna afslætti og tilboð almennt svo að allar vörur séu alltaf á sama verði?

    SvaraEyða
  11. Er með annað dæmi sem mér finnst svolítið undarlegt. Fékk fatnað úr versluninni Kultur í Kringlunni. Þar sem ég átti samskonar flík, fór ég og skilaði henni og fékk innleggsnótu sem ég ætlaði að nýta mér seinna en var vel yfirstimpluð um að "mætti ekki nýta á útsölu".
    Eru þetta löglegur verslunarmáti??

    SvaraEyða
  12. Ég lenti í þessu líka í Body shop, fór og skipti vöru sem var verðmerkt undir 3990 og ég sá þessa sömu vöru fyrir jól á því verði í búðinni, en þegar ég kem á kassan segir afgreiðslustúlkan 2990, ég sagði nei það stendur undir 3990, hún segir uu þessi vara fór á tilboð fyrir jól, ég sagði ég kom fyrir jól og þá var hún ekki á tilboði. Þá fer hún eitthvað bakvið að tala við einhvern og kemur svo einhver önnur og segist ætla að gera undanþágu fyrir mig en það sé ekki vaninn þannig ég gat valið mér eitthvað á 3990. Alltof margir að lenda í þessu.

    SvaraEyða
  13. Þegar keyptar eru gjafir er góð regla að borga sérstaklega fyrir hverja gjöf og setja kvittunina með gjöfinni í lokuðu umslagi.

    SvaraEyða
  14. engin lög eða reglur um að það að verslanir verði að skipta vörum..þjónusta sem þeir velja að bjóða upp á..

    SvaraEyða