laugardagur, 30. janúar 2010

Okur og svívirða við neytendur útaf heimabjórdælum

Mér finnst þetta vera algjört svik. Heimilstæki er búið að vera moka út á útsölu nú í janúar svona bjórdælum http://www.ht.is/index.php?sida=vara&vara=6502. Mér fannst þetta ótrúlega hagstæða tilboð grunsamlegt og ég athugaði málið hjá vínbúðinni ATVR og þeir tjá mér að innflutningsaðilinn á bjórkútunum sé hættur með þetta. Sem er Carlsberg bjór frá Vífilfelli.
Það er örugglega búið að selja fleiri hundruð af svona heimabjórdælum undanfarin ár!
Jonas

5 ummæli:

  1. Þetta er náttúrulega bara svik.
    En hei! Þú fékkst 2 bjórglös á 5000 kall. :-)

    SvaraEyða
  2. mun aldrei versla við heimilistæki aftur!

    SvaraEyða
  3. Og mér sem finnst Carlsberg ekkert spes.

    SvaraEyða
  4. Það voru nú fleiri tegundir (sem betur fer, enda er Carlsberg óþverri) af bjór til í þetta, hvað með þær ?

    SvaraEyða
  5. Við skulum aðeins róa okkur. Samkvæmt heimasíðu vínbúðarinnar er ennþá til Heineken í kútum sem passa í þessar dælur.
    En mér finnst nú heldur dýr bjórinn í þetta, rúmlega 1000 kr líterinn, sem er mun dýrara en í 0,5 lítra dósum.

    SvaraEyða