miðvikudagur, 9. febrúar 2011

Skítlegt viðmót Icelandair

Ég var að bóka mér flug til Evrópu og hugðist nýta mér 25.000 punkta sem ég hafði sankað að mér í gegnum árin. Þá fer ég inná þessa blessuðu Vildarklúbbsíðu þeirra, sem er ein sú ógagnsæjasta sem til er.
Ferðin kostaði 42.000 punkta og það var ekki hægt að setja punktana uppí ferðina.
Þannig að ég kaupi mér 17.000 punkta fyrir 25.500 krónur + 2.000 "millifærslugjald" og panta ferðina í góðri trú um að ég muni nú allavega koma út í hagnaði, þar sem að flugmiðinn kostaði 50.000 krónur.
Þegar ég er búinn að ganga frá pöntuninni fæ ég senda kvittun í pósti þar sem ég er rukkaður um 25.000 krónur, sem eru líklega skattar en hvergi tilgreindir sem slíkir og hvergi kom fram áður en að ég staðfesti pöntunina hversu háir þessir skattar yrðu.
Þannig að ég stend uppi með flugmiða sem er jafn dýr og venjulegur miði en 25.000 punktum fátækari. Þá hringi ég í Icelandair til þess að spyrja út í þessa hluti og þá fæ ég það allra skítlegasta viðmót sem ég hef fengið á allri minni æfi. Kona með hrokafullan tón tjáir mér að hún hefði sko aldrei keypt svona mikið af punktum og að það væri bara heimskulegt. Síðan segir hún að ég hefði vel geta gert mér grein fyrir þessu og svona væri þetta bara.
Nú langaði mig að breyta ferðinni og panta auka miða og hótel, og láta þessar greiðslur ganga uppí. Þá að sjálfsögðu er það ekki hægt, ekki einu sinni að skila þessum punktum sem ég í heimsku minni keypti.
Ég skora á Icelandair að auka gagnsæi í þessu pöntunaferli sínu og birta sundurliðað heildarverð áður en greitt er og leifa fólki að skila þessum blessuðu punktum ef að það hefur keypt þá, því annað er að ég best veit ólöglegt.
Pétur

9 ummæli:

  1. Þegar ég hef keypt vildarferðir þá hef ég alltaf séð sundurliðað hverjir skattarnir eru og kostnaðurinn. Það er líka gott að venja sig á að lesa vel yfir og lesa skilmála áður en bókun er staðfest. Það kemur í veg fyrir svona gremju eftir á.

    Leiðinlegt samt að þú fékkst skítlegt viðmót hjá Icelandair, það er auðviað ekki í lagi.

    SvaraEyða
  2. Nú langaði MIG að breyta ferðinni en ekki MÉR

    SvaraEyða
  3. helvítis þágufallsnöldur er þetta. Má ekki kvarta hér þó maður sé ekki með BA próf í íslensku. Þetta er hárrétt hjá manninum með þessa /&%&%#$# punkta. Það er alltaf eh vesen þegar á að nota þá !

    SvaraEyða
  4. Helvítis þágufallssýki er þetta. Er vandað íslenskt mál nú orðið tabú ?

    SvaraEyða
  5. Ég skal laga þetta greyin mín svo friður ríki amk á þessum bletti í samfélaginu. Pís.

    SvaraEyða
  6. Sæll Dr Gunni
    Þetta er ekkert smá ruglingslegt hjá Icelandair málið var að ég þurfti að fara með bíl til Noregs fyrir stuttu. vegna veðurs þá gefur Norræna ekki upp nema með nokkura daga fyrirvara yfir vetratímann, en farið heim frá Osló aðra
    leiðina var um 95.000 kr samkvæmt verskrá Icelandair (farið út með Norrænu var 57.000 kr, bíll + einn í koju.) fann þa netinu far frá Haugasund til Kopen á 8.000 kr og Express heim á 17.700 kr með öllu. það sem ég vill segja að verðskrá Icelandair er út úr korti og fólk ætti að skoða aðra kosti ef þeir bjóðast, þó að það taki aðeins lengri ferðatíma

    kv

    SvaraEyða
  7. Sjálfur keypti ég mér Jólabréf. Mestu mistök sem ég hef gert. Ég náði aldrei að skrá mig á fimmtudegi né föstudegi út og þá sunnudag heim.
    keypti miðana á 75.000 Kr og þurfti að breyta þeim fyrir 60.000 Kr því dagarnir sem ég vildi sem voru jú þessir hefbundnu utanlandsferða dagarnir voru ekki til. Það var hægt að fá út en þá var ekki hægt að fá heim á sunnudegi og svo öfugt.

    SvaraEyða
  8. Mæli með að fólk noti vefinn www.dohop.is
    Algjör snilldarvefur, hef oft notað hann til að finna odýrar ferðir.

    SvaraEyða
  9. Já þetta var doldið heimskulegt að kaupa 17.000 punkta. Það er getur verið mjög óhagstætt að kaupa sér punkta og ætti þessi möguleiki einungis að notast þegar manni vantar bara 2-3000 punkta upp í ferðina. Betri hefði verið fyrir Pétur að hringja í Icelandair áður en hann keypti punktana.

    Svo skuluð þið ekki ákveða að punktarnir séu svo slæmir. Þeir nefnilega eru ekki alltaf jafn mikils virði.

    Tökum sem dæmi að þið eruð að skoða ferð til Boston fram og til baka. Á ákveðinni dagsetningu kostar ferðin 60000kr. Ef þið notið punktana þá þarf samt sem áður að borga einhvern 20000 í skatta og annað. Ef þið hins vegar veljið aðra dagsetningu þar sem sama ferð kostar 125000 og þið ákveðið að nota punktana þá þurfið þið einungis að borga þennan 20000 kall fyrir miklu dýrari dagsetningu.

    Þarna auka punktarnir verðgildi sitt um 65000 kall.

    Samantekt: Það ætti að forðast eftir fremsta megni að kaupa punkta á ódýrari dagsetningum en það er hægt að gera mjög góð kaup með þeim á fokdýrum dagsetningum. Þetta er alla vega mín reynsla.

    Leiðinlegt að þú fengir slæmt viðmót samt.

    SvaraEyða