mánudagur, 7. febrúar 2011

Kókópuffs í 10-11 – minni kassi, sama verð

Er búin að kaupa Kókópuffs soldið mikið undanfarið. Fer alltaf í 10-11 í Engihjalla.
Kókópuffsið var búið svo ég fór útí búð og keypti annan pakka. Ég var ennþá með gamla kassann heima og þá sé ég að Kókópuffsið sem ég var að kaupa er minni kassi. Hann var eitthvað um 650 gr, en er núna orðinn 450 gr. En samt er SAMA VERÐ – 600 kall! Jamm... minnkaðu bara kassann en haltu verðinu – Gott trix!
Stefanía

14 ummæli:

  1. Þetta er nýja aðferðin því íslenska eyðsluklóin er svo vitlaus.

    SvaraEyða
  2. ekki versla í 10-11. mesta okurbúllan sem til er.

    SvaraEyða
  3. ég svelt frekar en að versla við 10-11

    SvaraEyða
  4. Mörg svona dæmi eftir hrun, T.d bollasúpur voru áður 4 í pk, nú bara 3 enn sama verð. Oxpytt var 750 gr enn allt í einu bara 500 gr á sama verði, Við neytendur verðum að vera vakandi, ekki bara á vermiðanum heldur líka magninu

    SvaraEyða
  5. Fólk sem að grenjar yfir okri enn verslar Kókópuffs í 10-11 er bara því miður ekki viðbjargandi.
    HÆTTU AÐ VERSLA VIÐ 10-11 Þeir eru dýrastir í 99% tilvika, verðmerkja ílla, og hafa svipuð gæði í matvöru og þjónustu og bónus

    SvaraEyða
  6. Nafnlaus NR 5 , Ekki garga á fólk sem þú þekkir ekki aðstæður hjá, kannski er hún bíllaus, á ekki annan kost en að versla þar, kannski bara vil hún versla þar, kannski er hún að vinna þannig vinnutíma að þetta er eini kosturinn, sama hvaða vara það er eða verslun þá er gott fyrir okkur neytendur að tala saman um verð og gæði. ÁFRAM DR.GUNNI MEÐ ÞESSA SÍÐU :)

    SvaraEyða
  7. Nafnlaus NR 6 ekki taka æðiskast þó fólki sé bent á að það séu svo vægt sé til orða tekið ömurlegir neytendur. Það er svona fólk sem verslanirnar lifa á.

    SvaraEyða
  8. NR 7 Ekkert æðiskast hér :) Hvar verslar þú ??? ef ég má spyrja ??

    SvaraEyða
  9. Bíllaust fólk getur verslað í Hagkaup eða Nóatúni og fengið sent heim... mun hagstæðara en 10-11.

    SvaraEyða
  10. Ef þú ætlar að fá sent heim þarftu kreditkort eiga ekkert allir þannig eða geta fengið þannig ég get ekki fengið þannig t.d þannig ég get ekki fengið sent heim í hagkaup

    SvaraEyða
  11. Þarft ekkert kreditkort, enda mætirðu á staðinn og verslar upp á "gamla mátann", en í stað þess að labba með pokana út skilurðu þá eftir og færð senda heim seinna um daginn.

    En að upprunalegu dæmisögunni, þá er þetta rosalega algengt, að innflytjendur hafi farið að taka inn minni pakkningar á sama verði frekar en að hækka verðið á gömlu pakkningunni. Doritos pokinn er t.d. 150g í dag, var áður 200g. Rice Crispies og Cocoa Pops minnir mig að hafi farið svona líka, og Ariel þvottaduft virðist aldrei fást í sömu pakkastærð meira en svona 1-2 ár, svo kemur ný stærð..

    SvaraEyða
  12. nr 8 ég versla að sjálfsögðu í Krónunni sem er lang skemmtilegasta lágvöruverðsverslunin og einstaka sinnum í Nóatúni af því ég fæ afslátt þar annars myndi ég ekki versla þar

    SvaraEyða
  13. Þetta er rosa algengt því miður. Skífan rukkar sama verð fyrir 5 laga disk og 14 laga disk þótt hitt sé EP og annað LP. Mosfellsbakarí smækkuðu molana hjá sér en hækkuðu ekki verð os.frv.

    SvaraEyða
  14. Ég versla líka 80% í Bónus/Krónunni. Var bara að benda á að þeir sem eru bíllausir og hafa ekki greiðan aðgang að þessum búðum neyðast ekki til að versla í 10-11, sem selur hluti á 50-100% hærra verði en Hagkaup og Nóatún (þó þær séu vissulega eitthvað dýrari en lágvörubúðir) - kv, #8

    SvaraEyða