laugardagur, 18. desember 2010

Okrað á lásaspreyi

Í gærkvöldi sárvantaði mig lásasprey, svona til að sprauta inn í frosinn lás. Ég fór á næstu bensínstöð og það vildi svo til að það var Olís. Fyrir pínulitla pakkningu var ég látinn borga 623 kr.!! Ef mig hefði ekki sárvantað þetta hefði ég hlaupið út með það sama! Það stendur ekki á pakkningunni hversu stór hún er en ég myndi giska á svona ca. 30 ml. Það þýðir að lítraverðið af þessu spreyi er á 20.767 kr.!!! Þetta er svipað lítraverð og á dýrasta koníakinu í Ríkinu. Ég ætla aldrei að stíga fæti inn í Olís aftur, það er ljóst.
Kveðja,
Guðmundur

12 ummæli:

  1. Það sem fólk virðist ekki gera sér grein fyrir er að álagningin á vörum í rekstri, greiðir allan kostnað við rekstur stöðvanna. Laun starfsmanna, reksturinn við bygginguna, tryggingar, skatt upp á 25 prósent af seldri vöru, rafmagn, hita, auglýsingar o.s.frv. Það verður að leggja á vörur til að halda batteríinu gangandi. Það er eins og fólk haldi að öll álagning fari í vasa eigenda. Þetta er svo heimskulegur hugsunarháttur að það nær engri átt. Þessu heldur fólk fram jafnvel þótt það viti að öll verslun í landinu sé á hausnum.

    SvaraEyða
  2. Hr.nafnlaus. Það sem stingur í augu allra sem vilja sjá er óstjórnleg fjárfesting olíufyrirtækjanna undanfarin ár, nýjar stöðvar á með 600m. millibili og ekkert slor heldur húsin. Hverjum er verið að þjóna hér? Og þeir eru farnir að auglýsa sig sem matvörubúðir, kaffihús og fleira. En þær vörur sem viðkoma bílnum eru á okurverði.

    SvaraEyða
  3. Auðvitað þurfa neytendur að borga húsbyggingabrjálæði olíufélaganna í kringum þessar tvær bensíndælur sínar. Gott ráð til neytenda er að kaupa aldrei annað en bensín af olíufélagi. Almennt að versla ekki við fyrirtæki í glæsibyggingum. Það er ábyggilega hægt að fá lásasprey og ýmsar bílvörur í Bónus.

    SvaraEyða
  4. Þú getur reiknað þetta svona fyrir nánast allt. Hvað kostar ml af svitalyktareydi svo ekki se talad um ilmvatn???

    SvaraEyða
  5. Það mætti alveg vera ódýrara, en mér finnst samt ekki alveg hægt að bera saman lítraverðið á öllum vörum til að fá réttan samanburð.
    Það þarf t.d. að selja yfir 30 stk af þessu til að selja einn líter, efa að maður sé að kaupa marga lítra af lásaspreyi á ári.
    Kostar t.d. mjög svipað að pakka einni einingu á 30ml og 1000ml og jafnmikill kostnaður við að selja 1 einingu óháð stærð.

    En þeir voru með það sem þér vantaði þegar þér vantaði það... fíflin þeir.

    SvaraEyða
  6. Herra nafnlaus #3 Hér hveturu fólk til þess að versla bara bensín af glæpaolíufélögunum enda erfitt að kaupa bensín öðruvísi(gætir verslað við Atlantsolíu en samkeppnin og frumkvæðið sem það félag kom með inn á markaðinn er ekki lengur til staðar og virðist manni að þeir séu farnir að taka þátt í bullinu) en á sama tíma bendiru fólki á að versla frekar við annað glæpafyrirtæki í eigu eitt mest hataðra einstaklinga í dag. Hvaða viti borni einstaklingur verslar enn við þá feðga ? Fáránlegt með öllu. Farið frekar og verslið t.d. við Brynju á Laugarvegi og stuðlið að samkeppni!!!!!!

    SvaraEyða
  7. "Hvaða viti borni einstaklingur verslar enn við þá feðga ?"

    Hér ertu væntanlega að meina að þau tugþúsund manns sem versla við Bónus séu ekki viti borin? Þetta kallast hroki vinur minn. Það kostar mig meira að fara í þá ágætu verslun Brynju á Laugarvegi heldur en að skreppa í Bónus. Þá er ég að telja saman tímann sem það tekur mig að keyra þangað, finna stæði o.s.frv á móti því að keyra eða rölta í 5 mínútur í næstu Bónus verslun og ganga frá kaupunum.

    SvaraEyða
  8. Nafnlaus 7!?

    þú ert sem sagt eins og hinir 2007 glæponarnir. þér finnst allt í góðu að styðja drullusokka, bara af því að þú græðir sjálfur á því ... Flottur...virkilega flottur ;)

    SvaraEyða
  9. Svo hefði maður haldið að Atlantsolía gæti gert mun betur þar sem yfirbyggingin er einungis brot af stóru félugunum en svo virðist ekki vera. Að geta einungis boðið nokkrar krónur betur finnst mér lykta af samráði.. En þegar Íslendingar er á annað borð þá má alltaf búast við einhverju mokey buisnessi.

    SvaraEyða
  10. Les enginn fréttir hérna? Bónusfeðgar eiga ekkert í Bónus lengur! JÁJ (eða konan hans) á Stöð 2 og Fréttablaðið, svo ef þið viljið sniðganga glæpahyski sniðgangið þið þá fjölmiðla.

    SvaraEyða
  11. hver á atlantsolíu í dag.

    SvaraEyða
  12. Samráðsmál olíufélaganna er búið velkjast í héraðsdómi í fimm ár, glæpurinn liggur ljós fyrir en ekkert gerist og okrið gengur sinn vanagang.

    SvaraEyða