Okursíða Dr. Gunna (á netinu síðan 21. sept 2007) - Endilega reyndu að hemja þig þegar þú kommentar. Fólk hefur misþykkan skráp.
fimmtudagur, 31. maí 2012
Laukur: 500% dýrari í neti en í lausu
Í Krónuni er kílóverð á 3 stk af venjulegum lauk í neti ekki uppgefið, hvorki í verðskanna, sem birti bara stykkjaverð, né á kassa (hélt reyndar að það væri skylda að gefa upp, hvar er Neytendastofa?). Verðið reyndist vel yfir 500 kr/kg (249 kr fyrir 3 lauka sem voru rúm 400 grömm). Laukur í lausu kostar ca. 80 kr/kg (þegar hann fæst). Hér munar BARA rúmlega 500%... Í Bónus er reyndar oftast hægt að velja ódýrari laukinn lausan í kassa, bara að passa vel að tína draslið frá, en í Krónunni er svarið að ÞVÍ MIÐUR eigum við ekki ópakkaðan lauk. Ætli þetta sé pakkað á tunglinu?
Kv, Auður
Uppþvottavél: 8 lítil plasthjól 1/10 af verðinu
Nokkur hjól eru týnd á grindinni og þau sem eru eftir eru illa farin.
Það eru lítið plast hjól, 4 í eftri grind og 4 aðeins stærri í neðri grind.
Eftir smá leit, komst ég að því að Rafha er að flytja inn og þjónusta mína tegund af uppþvottavél, Zanussi.
Ég bjallaði í þá og þeir staðfestu að þeir ættu þessi hjól á lager þar sem það væru nánast alltaf eins hjól í öllum Zanussi uppþvottarvélum ( í raun eru þó ofstast eins í öllum tegundum)
Þeir gátu ekki gefið upp nákæmt verð í gegnum síma en það besta sem þeir gátu sagt mér var 9.000 til 10.000 fyrir þessi 8 hjól.
Þetta gerir 1/10 af verði vélar ef hún er keypt ný, þá er miðað við ódýrustu Zanussi vélina sem þeir bjóða upp á.
Eftir smá leit þá fundust sömu hjól á eBay á ISK 2.683 m/ sendingargjaldi (á eftir að bæta við tolli) og espares.co.uk á nokkuð hærra verði en þó ekki jafn hátt og hér heima eða ISK 6.975
föstudagur, 25. maí 2012
Undarlegur afsláttur í World Class
Ég var að skrá mig á Crossfit námskeið (4 vikur) hjá World class þar sem ég
er nú þegar viðskiptavinur. Almennt verð á þetta námskeið er 21.900 kr. Ég
fæ 5.280 kr í afslátt vegna þess að ég er með ótímabundin samning við
stöðina og borga 6.149 kr á mánuði í áskrift.
Þar sem ég borga alltaf 6.149 kr á mánuði er ég að borga 22.769 kr sem er
869 kr meira en þeir sem eru ekki viðskiptavinir World class...
Kv. Agnes
fimmtudagur, 24. maí 2012
Rangar verðmerkingar í Krónunni
Er allur þjófnaður í matvöruverslunum tilkynntur til lögreglu? nefnist athyglisverð grein eftir Stefán Hrafn Jónsson í Fréttablaðinu í dag. Þar fjallar hann um rangar verðmerkingar í matvöruverslunum. Hann tekur Krónuna sérstaklega fyrir og rangt verð á kalkúna. Krónan hefur oft legið undir ámæli hér vegna akkúrats þessa, að geta ekki verðmerkt almennilega. Ég skil nú bara ekki afhverju verslunin tekur sig ekki bara saman í andlitinu með þetta. Er svona erfitt að hafa verðmerkingar í lagi?
En allavega. Grein Stefáns er hér.
mánudagur, 21. maí 2012
Bílabón: N1/Bónus
Fór í Bónus um helgina að versla í matinn eins og venjulega. Rakst þar á bílabón. Þetta er Sonax bón alveg eins og ég hafði keypt í N1 fyrir nokkru og mundi að mér þótti það ansi dýrt í N1 eins og reyndar allt annað þar. Sonax bón í Bónus 250 ml 690 kr Sonax bón í N1 250 ml 1610 kr Ég bara spyr: Má þetta alveg??? Kv, Viktor
sunnudagur, 20. maí 2012
Sextíma okurgrill
Við hjónin keyptum okkur grill hjá Húsasmiðjunni, sem er vart frásögu færandi. Nema þegar búið var að greiða fyrir grillið var okkur afhentur ferkantaður kassi sem innihélt ósamansett grill. Skemmst er frá að segja að það tók mig 6 tíma að púsla þessu saman. Þegar Húsasmiðjan auglýsir grillin þá eru þau samansett á öllum myndum og eins er sýningargrill samansett í verslun. Hvergi er nefnt að grillið fáist aðeins í ferköntuðum kassa með hundruðum aukahluta sem þurfi að púsla saman á 6 tímum. Mín meining er að verið sé að okra á grillum ef þau eru seld á einhvers konar framleiðslustigi en auglýst sem heill og samansettur hlutur. Kveðja, Gunnar
fimmtudagur, 17. maí 2012
Líf og sjúkdómatryggingar
Tryggingafélögin auglýsa grimmt þessa stundina og eru stöðugt að minna okkur sem yngri eru á mikilvægi þess að vera líf og sjúkdómatryggð. Ég er búinn að sækja um líf og sjúkdómatryggingu hjá öllum tryggingafélögunum og fæ allsstaðar neitun á þeim forsendum að ég sé of þungur. Ástæðan sem ég fæ þegar ég leita skýringa er að það sé of mikil áhætta fólgin í því að tryggja mig þar sem ég gæti hvenær sem er fengið sykursýki, heilablóðfall, hjartaáfall og fleiri heilsutengda sjúkdóma. Bíddu nú aðeins við, eru tryggingafélögin með þessu að gefa þau skilaboð að feitir einstaklingar séu í meiri áhættuhóp en annað fólk á að fá hjarta og æðasjúkdóma ásamt ýmsum öðrum kvillum? Hvað með þá sem reykja? Hvað með þá sem eru sykursjúkir eða berjast við sambærilega sjúkdóma? Getur verið að þeir fái sínar tryggingar þegjandi og hljóðalaust en af því að þú ert feitur þá máttu éta það sem úti frýs? Kv. Einn ósáttur
þriðjudagur, 8. maí 2012
Verð á hjólum: Ísl/Danmörk
Ég var að skoða verð á reiðhjólum, og fór inn á orninn.is. Þar fann ég ágætis hjól: Trek 4900 Disc. Það kostar 200.000 kr - http://orninn.is/V%C3%B6rur/Rei%C3%B0hj%C3%B3l/Fjallahj%C3%B3l/Herrar/TREK_4900_Disc
Fyrir einstaka forvitni langaði mig að vita hvað þetta hjól kostar úti. Trek halda sjálfir út ágætis verðmiðunarsíðu fyrir hjólin sín, ég ákvað að skoða hvað þetta sama hjól kostar í Mekka hjólreiðamannsins, Danmörku: http://www.trekbikes.com/dk/da/bikes/mountain/sport/4_series/4900_disc/# Jú, 5.990 DKR. Sem er uþb. 132.000 IKR. Sem sagt, það munar 68.000 eða 66%. (Bæði verðin innihalda VSK, 25% í Danmörku, og 25.5% hér) (Síðan leggst reyndar 10% tollur á reiðhjól hér, þannig að það ætti að kosta um 145.000)
Ég trúði þessu ekki, þannig að ég fann 2 verslanir í Kaupmannahöfn, og verðið stenst. 5990 í báðum verslunum. Prófaði aðra vinsæla verslun, Markið. Fann ágætis hjól, Scott Scale 80 Disc. Það kostar 170.000 þar: http://markid.is/?item=842&v=item&category-group=hjol Í random búð í Danmörku er þetta sama hjól á 5.500 danskar (ca. 134.000 með 10% tolli) http://cykelexperten.dk/cms/modules/shop/public_product_view.php?slang=1&path=71,232&id=4623
Aðeins skárra, en samt töluverður munur.
Bestu kveðjur, Jón Ragnarsson
Fyrir einstaka forvitni langaði mig að vita hvað þetta hjól kostar úti. Trek halda sjálfir út ágætis verðmiðunarsíðu fyrir hjólin sín, ég ákvað að skoða hvað þetta sama hjól kostar í Mekka hjólreiðamannsins, Danmörku: http://www.trekbikes.com/dk/da/bikes/mountain/sport/4_series/4900_disc/# Jú, 5.990 DKR. Sem er uþb. 132.000 IKR. Sem sagt, það munar 68.000 eða 66%. (Bæði verðin innihalda VSK, 25% í Danmörku, og 25.5% hér) (Síðan leggst reyndar 10% tollur á reiðhjól hér, þannig að það ætti að kosta um 145.000)
Ég trúði þessu ekki, þannig að ég fann 2 verslanir í Kaupmannahöfn, og verðið stenst. 5990 í báðum verslunum. Prófaði aðra vinsæla verslun, Markið. Fann ágætis hjól, Scott Scale 80 Disc. Það kostar 170.000 þar: http://markid.is/?item=842&v=item&category-group=hjol Í random búð í Danmörku er þetta sama hjól á 5.500 danskar (ca. 134.000 með 10% tolli) http://cykelexperten.dk/cms/modules/shop/public_product_view.php?slang=1&path=71,232&id=4623
Aðeins skárra, en samt töluverður munur.
Bestu kveðjur, Jón Ragnarsson
mánudagur, 7. maí 2012
ViðskiptaVINUR Tals?
Málið er það að ég hef verið viðskiptavinur TALS í langan tíma. En svo gerist það að ég gat ekki greitt reikning frá þeim með eindaga 2. Apríl síðasliðinn. Og ég er ekki enn búin að greiða hann út af ástæðu sem ég ætla ekki að ræða um hér. En viti menn, hvað hefur gerst í dag, 3ja maí. Krafan á hendur mér hefur aukist til mikilla muna, úr kr. 8.516 í 13.782, á aðeins einum mánuði og einum degi til viðbótar. Er einhver að tala um að það sé engin mafía hér. Og hversvegna er þetta gert svona? Jú sett var á sínum tíma reglugerð af manni fólksins sem hafði mikinn jöfnuð í huga. Og samkvæmt þessari reglugerð, sem reyndar var breytt aðeins seinna (en bara pínupons), er uppskriftin af því að ég er að fá svona mikla óávöxtun á skuld mína, og Tal fer eftir henni nákvæmlega, no mercy. En það er hægt að gera aðeins betur en þetta því að ef ég geri skriflegan samning á morgun um greiðslu þá má bæta við 2.700 krónum (íslenskum) til viðbótar. Og þá yrði skuldin aðeins 16.482 en helmingurinn af því er 8.241 sem er aðeins minni en höfuðstóllinn. Ég hef verið viðskiptavinur Tals í allan þennan tíma en í dag var mér tjáð að ekki væri hægt að fella niður innheimtugjöld, ekkert svoleiðis, engin minnkun, engin miskun.
En hver vill vera viðskiptavinur félags sem beytir viðskiptavinum sínum svona þvingunum að það er búið að nærri tvöfalda reikninginn á innan við tveimur mánuðum? Já mér er spurn. Og við erum ekki að tala um að ég hafi keypt eitthvað af þeim einu sinni, nei þetta hefur verið viðvarandi samband. Það sem verra er að ég þarf að vera í viðskiptum við þá út þennan mánuð að því að ég get ekki farið fyrr. En að vera vinur TALs er ekki lengur í myndinni. Og tel ég að það þurfi að endurskoða notkun orðsins „viðskiptavinur“ á viðskipti milli neytenda og margra fyrirtækja því að það er alltaf verið að taka okkur í F****** R********, þurrt. Og þetta var í boði Auðar.
Kveðja, fyrrum vinur
sunnudagur, 6. maí 2012
Glerkrukkur?!
Kaupir einhver tómar glerkrukkur sem eru 20 krónur dýrari en krukkur með einhverju í?
Þessi mynd er fengin af Facebooksíðu Halldórs Högurðar.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)