Nokkur hjól eru týnd á grindinni og þau sem eru eftir eru illa farin.
Það eru lítið plast hjól, 4 í eftri grind og 4 aðeins stærri í neðri grind.
Eftir smá leit, komst ég að því að Rafha er að flytja inn og þjónusta mína tegund af uppþvottavél, Zanussi.
Ég bjallaði í þá og þeir staðfestu að þeir ættu þessi hjól á lager þar sem það væru nánast alltaf eins hjól í öllum Zanussi uppþvottarvélum ( í raun eru þó ofstast eins í öllum tegundum)
Þeir gátu ekki gefið upp nákæmt verð í gegnum síma en það besta sem þeir gátu sagt mér var 9.000 til 10.000 fyrir þessi 8 hjól.
Þetta gerir 1/10 af verði vélar ef hún er keypt ný, þá er miðað við ódýrustu Zanussi vélina sem þeir bjóða upp á.
Eftir smá leit þá fundust sömu hjól á eBay á ISK 2.683 m/ sendingargjaldi (á eftir að bæta við tolli) og espares.co.uk á nokkuð hærra verði en þó ekki jafn hátt og hér heima eða ISK 6.975