Okursíða Dr. Gunna (á netinu síðan 21. sept 2007) - Endilega reyndu að hemja þig þegar þú kommentar. Fólk hefur misþykkan skráp.
Sýnir færslur með efnisorðinu World Class. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu World Class. Sýna allar færslur
föstudagur, 25. maí 2012
Undarlegur afsláttur í World Class
Ég var að skrá mig á Crossfit námskeið (4 vikur) hjá World class þar sem ég
er nú þegar viðskiptavinur. Almennt verð á þetta námskeið er 21.900 kr. Ég
fæ 5.280 kr í afslátt vegna þess að ég er með ótímabundin samning við
stöðina og borga 6.149 kr á mánuði í áskrift.
Þar sem ég borga alltaf 6.149 kr á mánuði er ég að borga 22.769 kr sem er
869 kr meira en þeir sem eru ekki viðskiptavinir World class...
Kv. Agnes
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)