Sýnir færslur með efnisorðinu World Class. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu World Class. Sýna allar færslur

föstudagur, 25. maí 2012

Undarlegur afsláttur í World Class


Ég var að skrá mig á Crossfit námskeið (4 vikur) hjá World class þar sem ég
er nú þegar viðskiptavinur. Almennt verð á þetta námskeið er 21.900 kr. Ég
fæ 5.280 kr í afslátt vegna þess að ég er með ótímabundin samning við
stöðina og borga 6.149 kr á mánuði í áskrift.
Þar sem ég borga alltaf 6.149 kr á mánuði er ég að borga 22.769 kr sem er
869 kr meira en þeir sem eru ekki viðskiptavinir World class...
Kv. Agnes