miðvikudagur, 5. janúar 2011

Innleggsnóta eða endurgreiðsla?

Kveikjan af þessum skrifum eru kaup sem ég gerði í ónefndri tækjaverslun
útí Ameríku í sumar. Ég var beðinn um að kaupa ljósgrænan ipod touch af
systur minni. Mér varð á og keypti óvart bláan ipod touch. Þegar ég kom í
búðina sem seldi mér vöruna var mér sagt að því miður ættu þeir ekki til
ljósgrænan ipod. Andskotinn, hugsaði ég með mér. Sit ég þá uppi með 30.000
króna inneignarnótu í einhverri tækjabúð sem ég get ekki notað á næstunni.
(ATH: Þetta var ekki apple store heldur önnur búð).
Þegar ég hafði bitið í vör mína og ætlaði að sætta mig við tapið spurði
afgreiðslumaðurinn hvernig ég vildi fá endurgreiðsluna. Ég var hvummsa og
spurði hvort ég hefði val. Já sagði hann. Þú getur valið hvort þú vilt fá
peninginn til baka, inneignarnótu, aðra vöru eða endurgreitt inná
greiðslukort. Ég valdi peninginn og fór þarna út sæll og glaður.
Þegar ég kom heim ákvað ég að gera smá tilraun. Ég fór í nokkrar verslanir
á höfuðborgarsvæðinu eingöngu í þeim erindagjörðum að versla vörur til að
skila næsta dag. Ég sé ekkert athugavert við þetta, vörurnar voru í
upprunalegum umbúðum og ég var með kvittun með mér í öllum tilvikum.
Niðurstöður voru sláandi. Allar verslanir nema tvær bjóða eingöngu uppá
innleggsnótu. Ég ætla ekki að segja hvaða búðir bjóða uppá innleggsnótu en
þær búðir sem bjóða uppá endurgreiðslu eru verslanir Elko og Toys r us.
(Mér skilst að Ikea geri það líka ef þú ert með kvittun og varan er í
upprunalegum umbúðum)
Hver hefur réttinn hérna? Auðvitað ætti neytandinn að hafa réttinn og
valið um það hvernig hann vill fá endurgreitt ef hann hefur ekki þörf eða
not fyrir vöruna og uppfyllir öll skilyrði fyrir vöruskilum. En því miður
er það ekki svo á Íslandi í dag. Það virðist hafa skapast sú hefð í
íslenskum verslunum að skikka neytendur til að versla við ákveðnar
verslanir einkum ef viðkomandi fær hlutinn að gjöf þá ertu neyddur til að
versla við ákveðið fyrirtæki. Þú átt að hafa val um það hvar þú vilt
versla og hvað þú vilt versla en því miður er það ekki svo á Íslandi í
dag.
Er ekki kominn tími á breytingar?
Nafnleysingi

5 ummæli:

  1. Ég versla mikið í Ellos, og þau hafa alltaf boðið upp á endurgreiðslu, svo framarlega sem ég sé með kvittun og skili innan ákveðins tíma. En það er eina verslunin sem ég man eftir sem endurgreiðir...

    SvaraEyða
  2. Zara endurgreiðir ef nóta fylgir

    SvaraEyða
  3. Verð að segja þér að systir þín er kjáni,hvað munur er á grænum og bláum i-pot ?

    SvaraEyða
  4. Tengi í Kópavogi endurgreiðir líka allt ef það er í upprunalegu standi - sama hver upphæðin er.

    SvaraEyða