föstudagur, 15. október 2010

Furðuleg ákvörðun hjá Birtingi

Mig langaði að segja frá frekar furðulegum viðskiptaháttum hjá útgáfufélaginu Birtíngi. Fyrir rúmu ári síðan fóru þeir að gefa út unglingatímaritið Júlíu.
Ég ákvað að vera áskrifandi fyrir dóttur mína. Upphaflega átti blaðið að koma út einu sinni í mánuði, og var tekið út af vísakortinu mínu tæpar 1000 kr mánaðarlega, svo fer ég að taka eftir því að allt í einu er farið að taka út tæpar 2000 kr annanhvern mánuð og tæpar 1000 kr hinn mánuðinn.
Ég hringi að sjálfsögðu í Birtíng og bið um útskýringu á þessu, svarið sem ég fékk var, Útgáfufélagið ÁKVAÐ að fjölga blöðunum úr 12 á ári í 17 og þar af leiðandi hækkar áskiftin, ég sagði þeim að ég hefði ekki skráð mig fyrir því og enn síður verið spurð hvort ég vildi þessa aukningu og hækkun. Sama svar útgáfufélagið ÁKVAÐ þetta.
Ég ÁKVAÐ að sjálfsögðu að segja upp áskrift að blaðinu!
Óskar nafnleyndar

9 ummæli:

  1. Gott hjá þér að segja þessu upp og láta ekki vaða yfir þig ☺

    SvaraEyða
  2. Svona var þetta líka með Gestgjafann. Veit ekki hvernig það er núna.

    SvaraEyða
  3. Þetta er bara sturlun, muna ekki allir eftir því þegar eitt ágætt útgáfufyrirtækið fór á hausinn og seldi innheimtuna á mánaðaráskriftinni til lögfræðinga?

    Smurt var á 1000kr mánaðargjaldið með fleiri þúsundum í alls konar mjög svo virðulegum gjöldum.

    Neytendur á skerinu geta allt eins dundað sér við að spila fjárhættuspil á netinu frekar en að gerast ákrifendur að einhverju tímaritinu!

    Viðbjóður.

    SvaraEyða
  4. Eftir að ég sá þessa færslu fór ég að athuga málið, þeir hjá útgáfufélaginu sögðu mér að þeir hefðu sett tilkynningu um þetta í blaðið.
    Vandin er bara sá að ég er áskrifandi /greiðandi fyrir 13 ára gamla dóttur mína. Ég les ekki unglingablöð, bara nenni því ekki. Hún var upptekin við að skoða myndir og ath hvað væri vinsælast þessa dagana en ekki að lesa einhverjar "tilkynningar" Ég sagði að þeim væri nær að senda greiðanda tilkynningu um þetta, þeir voru sammála enn ..... alltaf kemur enn :/

    SvaraEyða
  5. Já, OMG bara - þvílíkt að láta VAÐA yfir sig! Það er ekki eins og verðið hafi hækkað á hvert blað - þetta eru jú fleiri blöð!!!

    Auðvitað átti að láta greiðanda vita af þessu, en það er nú ekki beint verið að VAÐA yfir konuna fyrir því!

    SvaraEyða
  6. Nafnlaus #5

    Þetta er nánast eins og að borga fyrir epli en fá svo appelsínu og það á töluvert hærra verði og án þess að láta mann vita. Ekki finnst mér það eðlileg viðskipti sko.

    SvaraEyða
  7. Ef ég fer panta 12 stk af einhverju og skuldbind mig til að greiða fyrir 12 stk, er þá í lagi að senda mér 17 og rukka fyrir það NEI NEI NEI það er ekki í lagi

    SvaraEyða
  8. Mér skilst að það þurfi að minnsta kosti munnlega og skriflega beiðni fyrir þessari þjónustu frá þér,svo að þú ættir í rauninni að fá endurgreiddan mismuninn.

    SvaraEyða
  9. Það er skítaslóð eftir Birtíng hvað varðar svona bull. Skítaslóð til nokkurra ára.

    Aldrei nokkurntíma láta ykkur detta í hug að gerast áskrifendur að neinu hjá þeim.

    Þaðan af síður að taka einhverju "kynningartilboði" frá þeim.

    SvaraEyða