þriðjudagur, 19. október 2010

Brjáluð verð á minniskortum

Ég hef verið að bera saman verð á minniskortum í myndavélar og fleiri tæki,
svokölluð "compact-flash" kort, bæði hér á íslandi og á netinu. Verðið hér á klakanum er BRJÁLÆÐI!
16GB kort með les/skrifhraða upp á 30mb/sek eru frá 23.000 til 28.000 krónur.
Nákvæmlega sömu kort eru nú seld á 50 DOLLARA erlendis sem gerir sirka 6.000 kall!
Neytendur (og sérstaklega smásöluverslanir) mega endilega átta sig á því að
verð á geymslumiðlum hefur allt að helmingast miðað við stærð á tveimur árum eða svo.
Jón G

14 ummæli:

  1. Ég fór nú á fyrstu vefverslun sem mér datt í hug og sá samskonar kort á 17.900kr

    SvaraEyða
  2. Það má vara sig á svokölluðum fraud kortum en mjög mikið er af þeim í umferð. Það eru kort sem eru merkt einhverju þekktu vönduðu merki en eru ódýr. Eru jú jafn stór og geyma jafn mikið en ekki eins hröð. Mjög algengt á ebay til dæmis. Bara til að hafa í huga.

    SvaraEyða
  3. haegt ad fa enn odyrari kort en 50 dollara. m.a. hja amazon.com, ekkert feik i gangi thar.

    SvaraEyða
  4. 16GB kort kosta um 12.000 íslenskar í Danmörku

    SvaraEyða
  5. Mæli með að fólk kaupi myndavélar, minniskort og svoleiðis dót á netinu frá USA. Alltaf 30-60% ódýrara t.d. á BHphoto og Adorama.

    SvaraEyða
  6. Fólk á að versla ALLT í USA, föt, tölvudót og fl. Munar helming heimkomið eftir að búið er að greiða flutningskostnað og VSK.

    SvaraEyða
  7. Ok, verð að skjóta inní þetta þar sem ég er ljósmyndari.

    Minniskort og minniskort er ekki það sama. Ódýr kort eru miklu gjarnari á að bila og jafnvel eyðileggjast. Dýrari kort eru betri - það þekki ég af eigin raun.

    Ég get keypt kort á netinu á 50$ en ég myndi ekki treysta þeim. Frekar eyði ég pening í "brand" kort sem eru með sögu og bila ekki.

    Það er helv. dýrt og pirrandi að taka fullt af myndum og svo er kortið ónýtt.

    Tek það fram að sum "no name" kort eru fín og virka alveg en dýrari "brand" kort eru öruggari. Þannig er það bara.

    Kveðja,
    Hilmar Þór

    SvaraEyða
  8. Dýrasta kortið (16 GB og 60MB/s) í netbúð hér í Noregi er á 660 Nok. það er ScanDisk kort, sem er mjög gott og viðurkennt merki. 660 Nok er ca.12.700 Isk

    http://www.24hshop.no/nb-NO/minnekort/compact-flash-cfcf-ultracf-extreme--c-574-1.aspx

    kv
    S.B.Birnir

    SvaraEyða
  9. Ég hef yfirleitt verslað minniskort frá http://www.memoryc.com. Þetta er búð í írlandi og þeir selja öll helstu merkin og vörurnar eru fljótar að berast til Íslands. Munar yfirleitt um helming á verði frá þeim vs innilendir aðilar.
    Rugluð álagning á þessu alls staðar hér.

    SvaraEyða
  10. Transcend 32GB kostar 72€ hjá amazon.de

    SvaraEyða
  11. Hluti af ástæðunni eru þessi STEF gjöld sem hreinlega færa verslun frá landinu.

    SvaraEyða
  12. Scan Disk og Kingston 16gb kosta um $35 á Amazon.com

    SvaraEyða
  13. Í Noregi, einu dýrasta landi í heimi kosta þessi kort um kr. 17.000,-

    http://www.elkjop.no/product/foto-video/minnekort/SAN16GBCFEXT/sandisk-16-gb-extreme-cf-minnekort

    SvaraEyða
  14. Þessir eru með fín verð á kortum
    http://budin.is/flokkur/myndavelar-og-tengt/minniskort

    SvaraEyða