mánudagur, 21. júní 2010

Naut eða gömul belja?

Ég er nú bara aðeins að velta vöngum yfir því hvort verið sé að segja viðskiptavinum ósatt eða hvort þetta skipti engu máli. En það er alltaf talað um að t.d. hamborgarar séu gerðir úr nautahakki, nautagúllas er til líka, nautalundir og alltaf eitthvað nauta nauta.
Ég þekki það nú ekki hvort það sé einhver munur á bragðinu en eflaust ekki því það sem ég er að reyna að segja að þegar maður borgað nautakjöt þá veit maður í raun aldrei hvort maður sé í raun að borða nautakjöt eða gamla belju.
Þetta er nú bara svona stutt pæling hjá mér, er í lagi að kalla allt nautakjöt bara nautakjöt þegar það er alveg pottþétt að það er mun líklegra að maður sé að borða gamla belju heldur en naut.
Bara stutt pæling um kjötiðnaðinn...
G. Á.

11 ummæli:

  1. Góð grein í sunnduagsblaði Moggans 13.júní um mat í grunnskólaum þar sem t.d. kjötbollurnar eru gerðar úr 3 mismunandi tegundum af kjöti og fiskibollurnar ekki einu sinni úr ýsu/þorski heldur úr svokölluðum marningi. Það eru að ég held ekki búnar að koma fram óhyggjandi sannanir fyrir því að nauthakk hér á landi sé 100% var líka einhverjar ásakanir sem gengu um þetta í vetur að mig minnir frekar en í fyrra.
    Svo er líka eitthvað mikið að þegar nefndarmenn frá lýðheilsustöð segja að sér myndi finnast allt í lagi að það væri bara saltkjöt í öll mál í grunnskólum landsins. Förum fram á úttekt á þessum málum!!!!!!!!!!!

    SvaraEyða
  2. samanber konur eru menn, þá eru beljur líka naut(gripir)...

    SvaraEyða
  3. Þá þekkja fáir mun á ungnautahakki ( víða selt sem nautahakk ) og nautahakki en hann er stór.

    SvaraEyða
  4. "Þá þekkja fáir mun á ungnautahakki ( víða selt sem nautahakk ) og nautahakki en hann er stór." Gaman væri að vita í hverju munurinn sé fólginn

    SvaraEyða
  5. Það er auðvitað selt nautakjöt og svo kýrkjöt sem er allt annar handleggur og fellur þá undir það sem fólk kallar 'gamla belju'.
    Skoðið gamlar matreiðslubækur sem gjarnan kynna fyrir fólki mismunandi vinnsluaðferðum á kjöti og úr hverju hakk og annað er unnið úr. Oft hefur það ekki breyst, aðallega lítillega þá og einnig er hægt að hringja í framleiðslufyrirtæki til að fá frekari upplýsingar um framleiðsluaðferð.

    SvaraEyða
  6. Myndi skella mér í Kjósina í matarbúrið á Hálsi og kaupa þér alvöru nautahakk/hamborgara. Búin að prufa oft sjálf og þetta er bara ekki sambærilegt við það sem fæst í búðunum.

    SvaraEyða
  7. Þú getur líka verið viss um að þú sért að fá 100% naut ef þú versla í B.Jensen á Akureyri. Er hætt að kaupa allt kjöt annarstaðar en þar. Þar er engum aukaefnum bætt við og hakkið er ekki að rýrna óeðlilega mikið við steikingu.

    SvaraEyða
  8. Á mörgum veitingarstöðum ertu að borða hest þegar þú heldur að þú sért að borða naut!!!

    SvaraEyða
  9. Stundum er þetta svokallaða nautakjöt í rauninni hestakjöt...

    SvaraEyða
  10. Skv. þessari könnun er það nú víst óhyggjandi að nautahakk sé 100% naut (hvort sem það er gamalt eða ungt). Hinsvegar er alveg leyfilegt að bæta kartöflutrefjum og vatni í hakkið, en það þarf þá að koma fram á umbúðum. Þannig að það borgar sig að lesa utan á umbúðir.

    http://eyjan.is/2010/03/12/gaedarannsokn-eingongu-nautakjot-i-nautahakki-sojaprotein-ekki-notad-til-ad-drygja-voruna/

    Ungnautahakk er af ungum dýrum en ef um eldri dýr er að ræða þá er það nautgripahakk

    SvaraEyða
  11. Er kjötiðnaðarmaður og hef unnið í þessum bransa í mörg ár lengst af hjá S.S. Þar sem og annar staðar sem ég hef verið er það þannig að ef eitthvað heitir ungnauta- eitthvað, þá er það af ungnauti. Ef að eitthvað heitir nauta, nautgripa eða eitthvað þess háttar getur það verið hvoru tveggja. Annars er kjöt af ungum beljum oft betra en af nautum, sérstaklega af fyrsta kálfs kvígum, það er oft miklu fitusprengdara.

    En síðan hefur maður líka heyrt um fyrirtæki sem að eru að reyna að svindla. Var t.d. að vinna í kjötborði þegar ég var að klára að læra og þá var eitt fyrirtæki sem að sendi mjög oft nautavöðva sem voru greinilega af beljum og það endaði með því að það var hætt að versla við þá. Þá var treyst á það að sá sem verslaði inn fyrir borðið myndi ekki taka eftir þessu.

    SvaraEyða