þriðjudagur, 27. september 2011

Vibram Fivefingers íþróttaskór



Mig langar að benda fólki á að á Ebay er hægt að gera góð kaup í Vibram Fivefingers skónum, hægt að fá þá á sirka 70 dollara (ekkert flutningsgjald). Ég pantaði um daginn, fékk þá á tveim vikum og heildarverðið með tollum og vsk-i kringum 12 þúsund krónur. Borgað með PayPal. Verslunin var sögð staðsett í Hong Kong, en varan kom frá Kína.

Uppgefið verð í Ölpunum (alparnir.is) daginn sem ég pantaði var í kringum 29 þ. kr.

Þetta verð er reyndar einkennilega lágt, sýndist það vera u.þ.b 40 – 60 dollurum lægra en ef pantað er frá verslunum í Bandaríkjunum ... um að gera að nota þetta.

Kveðja, Hlaupari

8 ummæli:

  1. Sá einn í svona skóm á hjóli og sagði að þetta væri æði og að hann hefði meira að segja gengið á Esjuna á þeim.

    Kannski eitthvað sem maður ætti að skoða.

    SvaraEyða
  2. Hvernig getur maður verið viss að þú sért að fá 100% rétta vöru frá ebay? Ég er frekar til að borga aðeins meira og fá 100% vöru og geta þá skilað henni ef það er eitthvað vesen.

    Ég á svona skó sjálfur og eru þeir alger snilld. Mæli eindregið með þessu.

    SvaraEyða
  3. Úff, viðbjóðslega ljótir skór, annars langaði mig að benda á að Hong Kong er í Kína (að vísu sjálfsstjórnarhérað en samt, í Kína!). Er þetta alveg pottþétt ekki eftirlíking? Væri allavega gaman að sjá endinguna, þarf ekkert að vera að eftirlíkingar séu verri (ef þetta er svoleiðis).

    SvaraEyða
  4. Ef seljandinn er búinn að selja milljón hluti og fengið mjög gott feedback þá geturu verið mjög viss um að varan sé 100% rétt

    SvaraEyða
  5. Vill benda þér á að þú varst að borga 12.000 fyrir eftirlíkingu.

    SvaraEyða
  6. Sælir.

    Er búinn að skoða aðeins málið og það er svo sem mögulegt að þetta sé eftirlíking. Bæði umbúðir og skór gefa þó annað til kynna, en hvað veit maður :) Einhverjir Vibram skór eru þó framleidiur í Kína.

    Er hins vegar búinn að hlaupa í þeim síðan ég fékk þá, tvisvar til þrisvar í viku, samtals átta vikur. Búnir að reynast vel, en ég hugsa að maður fari ekki mikið yfir 500-600 km á þeim. Þola vel þvott.

    Aðalátakið hefur verið að skipta um hlaupastíl :)

    Hlaupari

    SvaraEyða
  7. Þarf ekki að vera eftirlíking, því Vibram eru með framleiðsluna í kína.

    SvaraEyða