miðvikudagur, 10. ágúst 2011

Flott þjónusta hjá Bilaða bílnum

Gamall VW Polo sem við hjónin eigum ofhitnaði í góða veðrinu og eftir smá forkönnun kom í ljós að hringrás í gegnum vatnskassann var lítil sem engin og að viftan fór ekki í gang, s.s. líklega vatnsdæla eða vatnslás (sagði tengdapabbi allavega ;-)

Ég hringdi í ótal verkstæði sem voru öll bókuð og eiginlega flestir dónalegir í símann, var jafnvel boðinn tími eftir 18 daga á einu verkstæðinu með hranalegum orðum "við rukkum tímann ef þú kemur ekki" eins og ég væri að gera símaat.

Einhverstaðar poppaði upp númerið hjá þessum --> Bílaþjónustan Bilaði Bíllinn, Skógarhlíð 10. Ég prófaði að hringja þar sem þeir eru í nágrenni við mig í 105.

Þeir sögðust fara í þetta í hjáverkum, það lægi nokkuð fyrir hvað væri að og þeir væru busy í öðru.

Þá hringja þeir í mig um 20:30 að kvöldi sama dags og segja mér að skipt hafi verið um vatnslás en nú sé bíllinn búinn að vera í gangi í X tíma og viftan fari ekki af stað þó bíllin hitni. Ef þetta sé skynjari þá muni þetta taka allt að tvo daga (í hjáverkum) og mundi kosta <25þ.

Fyrir hádegi daginn eftir er hringt aftur og þá var búið að prófa viftuna, komast að því að hún var OK og finna hvar sambandsleysið var og laga það.

Fyrir þetta borgaði ég 18þ. með nótu og sundurliðun á vinnu og varahlutum (ekkert rugl hjá þessum strákum).

Þetta er í fyrsta sinn sem ég get sagt að ég hafi treyst vinnubrögðum verkstæðis 100%.

Þeir ræddu í upphafi hvað planið væri að gera og áætluðu verðið lauslega, hringdu reglulega og uppfærðu stöðuna, voru svo nokkuð ódýrari en áætlað var og allt að tveim dögum á undan áætlum m.v. svörtustu spá.

Æðisleg þjónusta, það var ekki verið að lofa upp í ermina á sér og allt stóðst sem þeir sögðu.

Bkv.
Kjartan Kjartansson

ps - Ef fólk hefur reynslu af öðrum góðum verkstæðum má það endilega deila henni í kommentakerfinu.
Umsjónarmaður

2 ummæli:

  1. Takk fyrir að koma með svona gott og jákvætt dæmi :)

    SvaraEyða
  2. ég hef fengið frábæra þjónustu hjá bílabúinu. Þeir eru mest með vw, skoda og audi held ég. Ég vil taka fram að ég er ekkert tengdur þeim.
    http://www.facebook.com/profile.php?id=1746716156

    SvaraEyða