þriðjudagur, 15. júní 2010

Soyamjólkin í Bónus

Heilsuhúsið selur soyamjólk natural kr 188, sama soyamjólk í Bónus kr 254.
Heilsuhúsið selur soyamjólk plus calcium á kr 283, sama soyamjólk í Bónus kr 254.
Hvað er á seiði, jú soyamjólk natural er mikið ódýrari í innkaupi og þess vegna ódýrari í Heilsuhúsinu.
Bónus notar hins vegar tækifærið og selur báðar tegundir á sama prís og fær ca kr 66 í bónus fyrir sig af ódýrari vörunni.
Ingibergur Elíasson

2 ummæli:

  1. Þetta er væntanlega Provamel Soya plus calcium ? Hver flytur hana inn ? Gæti útskýrt þetta, eða hvað ?

    SvaraEyða
  2. Ég á barn sem var með mjólkurofnæmi en er vaxið upp úr því nú. Um áramótin 2008 - 2009 var 1 l. af kalkbættri soya-, rice- og haframjólk á nálægt 500 kr á flestum stöðum. Í Heilsuhúsinu var þetta þó dýrast. Staðgengilsmjólk hafði þá hækkað úr 99 kr. um rúm 500% - okur
    Við getum, þrátt fyrri allt glaðst yfir að þetta hafi lækkað en þetta ætti þó ávalt að vera á sama verði og mjólk sé hægt að sýna fram á ofnæmi eða óþol.

    Þess má geta að staðgengill mjólkur er niðurgreiddur til foreldrar barna með ofnæmi til 2 ára aldurs af tryggingastofnun. Allir þurfa að fá kalk, ekki bara til tveggja ara aldurs. - stórfurðulegt.

    SvaraEyða