mánudagur, 7. júní 2010

Næluokur Lyfju

Okkur hjónin vantaði öryggisnælur og fórum í Rúmfatalagerinn á Smáratorgi, en því miður voru þar allar öryggisnælur uppseldar. Fórum við þá í Lyfju í sama húsi og keyptum 12 nælur í kassa. Þetta voru stórar öryggisnælur nr. 4 framleiddar í Þýskalandi og hentuðu okkur vel. Við ákváðum að kaupa einn kassa, en þegar kom að því að borga brá okkur heldur betur. Verðið var 654 krónur eða sem svarar 54 krónum á stykkið. Þetta er okur sem við viljum koma á framfæri.
Guðmundur

3 ummæli:

  1. Haha!!!! Okur í Lyfju er gömul og úldin saga.

    SvaraEyða
  2. Fordizt lìka ad verzla vid okurkarlinn Karl Wernersson, sem rekur Lyf og heilsu, Apòtekarann og Skipholtsapòtek. Gleymum ekki, ad hann drò Lyf og heilsu òlöglega ùt ùr Milestone og stal bòtasjòdi Sjòvàr, sem vid skattgreidendur urdum ad greida. Hann hefur bædi verid dæmdur ì Hæstarètti og Hèradsdòmi fyrir fjàrsvik. auk thess dæmdi Samkeppnisstofnun Lyf og heilsu, à grundvelli òfyrirleitinna tölvupòsta Gudna B. Gudnasonar, framkv.stjòra Lyf og heilsu, sem reyndi ad knèsetja einkarekna apòtekid à Akranesi. Verum samtaka neytendur og snidgöngum fyrirtæki ùtràsarvìkinganna.

    SvaraEyða
  3. Neisko, sá kokkálaði kominn með 3G síma ;)

    SvaraEyða