laugardagur, 28. febrúar 2009

Loftljós í Ikea

Ég hreinlega mátti til með að hafa samband því að mér ofbauð svo um daginn. Þannig er að reglulega geri ég mér ferð í Ikea sem ekki er frá sögu færandi. Í lok janúar fór ég þangað til að athuga með loftljós handa syni mínum. Ég hafði séð þetta fína ljós sem er eins og ský í laginu á heimasíðu Ikea sem var á kr. 2.490 á útsölu. Ljósið virtist uppselt þannig að ég fór tómhent heim. Fyrir um hálfum mánuði fór ég síðan aftur í Ikea. Þegar ég rölti í gegnum ljósadeildina sé ég barnaljósið sem ég hafði verið að leita að og viti menn þá var það ekki lengur á útsölu og var fullt verð kr. 2990. Ekki keypti ég ljósið í þessari ferð því að þau voru uppseld og aðeins sýniseintakið í loftinu. Í síðustu viku þurfti ég svo að skjótast enn eina ferðina í Ikea. Á leið minni að kössunum ákvað ég að kíkja í afsláttarhornið. Haldið þið ekki að ég sjái blessaða sýnishornið en þá hafði verðið heldur betur breyst því að nú var það merkt á fullu verði kr. 4490 og með afslætti á kr. 4000. Ég gat ekki séð að ljósin væru komin aftur ljósadeildinni eða barnadeildinni þannig að spurningin er hvort þetta sé ekki sama sýnishornið og ég hafði séð viku áður en hafði bara hækkað svona....hmmm.... ég labbaði amk ljóslaus út eina ferðina enn.

Með bestu kveðju,
Elín

Engin ummæli:

Skrifa ummæli