laugardagur, 28. febrúar 2009

Útskriftargjald

Langar að benda á hreint og klárt okur og svívirðu hjá Kreditkorti hf. (Eurocard á Íslandi)
Þau rukka eitthvað sem þau kalla "útskriftargjald". Á nýjasta yfirliti hjá þeim sé ég að þetta gjald hefur hækkað úr krónum 290 í 551 !!! Það er hækkun upp á 90%
Ég hringdi og spurði hvað væri á bakvið þetta gjald og alla þessa hækkun. Fyrst var sagt að þetta væri vegna þjónustu. Ég spurði þá hvaða þjónustu og hvaða liður hennar væri að réttlæta þessa 90% hækkun. Svarið var á þá leið að þetta væri t.d. gerð gíróseðils og þessháttar. Ég sagði þá sem er að þetta væri nú plúskort (fyrirfram greidd kort) þannig ekki væri nú um neina gíróseðla að ræða. Ómögulegt reyndist að fá upp úr manneskjunni hvaða þjónusta það væri sem rukkað er fyrir og hvað þá hvaða liður hennar hefði hækkað svona rosalega að kostnaðarverði hjá þeim að það réttlætti 90% hækkun. Lokasvarið sem ég fékk hjá dömunni í símanum var: Við höfum alveg leyfi til að gera þetta.
Dæmi hver sem vill.
Óskar nafnleyndar

Engin ummæli:

Skrifa ummæli