laugardagur, 28. febrúar 2009

Lélegt hjá IH

Er ekki vanur að kvarta, bölva yfirleitt smá og er svo búinn að gleyma.
En viðskipti mín við Ingvar Helgason uppá síðkastið bjóða ekki uppá
annað.

Ég hef fjölmörg dæmi um okur, lélega þjónstu og gruna þá um
óheiðarleika. Ég get nefnd eitt dæmi.

Bílinn minn var í viðgerð hjá þeim í síðustu viku.
Ég fer með hann því það kviknaði ljós í mælaborði, Check engine.

Þeir greindu hann fyrir mig ( kostar 13.000 að greina, eitt
tölvuplögg ) og sögðu ástæðuna vera að glóðarkerti og einhver olíu-relay væru ónýt. Þetta gæti kostað mig um 350.000 kr. Svo kom í ljós að þessi relay var í ábyrgð og allt í einu var hægt að
gera þetta á 45.000 kr. Það var fínt og ég tók því.

Degi seinna hringja þeir og segja að bílinn sé ready en nú eru kertin svo öflug að það vantar
nýja rafgeyma i bílinn. Þessi bíll þarf 2 stk. Þeir segjast geta selt mér þá á 66.000 kr. ( hringdi
nokkur símtöl og fékk að lokum 2 stk rafgeyma á 30.000 kr. Smá munur.

Svo ætla ég að keyra bílinn burt af bílastæði Ingvars Helga, þá kemur upp ljós Check Engine,
Viftureyminn vælir og mikil vélarhljóð í bílnum. Ég fer og segi þeim hvað sé í gangi.

Þá fer hann aftur í greiningu og kemur í ljós að TPS rofi sé ástæðan fyrir ljósinu. Degi fyrr var það
Glóðakerti og oliu re-lay. Þeir segja mér að það kosti 60.000 að setja þennan rofa í.
Ég segi þeim þá að gleyma þessu og laga bara viftureym og þessa skruðninga sem voru komnir í
bílinn, þeir gera það, gleymdist víst að ganga almennilega frá.

ég kem svo á Ingvar Helgason til að ná í bílinn, þá ætla þeir að rukka mig aftur fyrir greiningu, og fyrir að laga þessa skruðninga. Ég tek þá ekki í mál og vill bara fara með
þetta lengra, þá segja þeir að ég fái ekki bílinn fyrr en ég borgi. Eftir miklar þreyfingar og leiðindi
þykjast þeir vera miklir höfðingjar og semja um 6000 kr. greiðslu. Ég borga hana þó mér finnist að það sé verið að svíkja mig. Það er alveg greinilegt að þeirra fyrri greining var annað hvort röng eða ekki nógu góð. Þeir segja að þetta sé bölvað ólán, og að bílinn hafi bara bilað aftur út á plani hjá þeim. Trúlegt.

En svo hringdi ég nokkur símtöl og fékk þennan rofa á 15.000 kr. og var sagt að það tæki um 20 min að setja hann í. Ingvar góði ætlaði að rukka 60.000 kr.

Ég hef í nokkur skipti þurft að fara með bílinn á verkstæðið hjá Ingvari Helgasyni, undartekingalaust hef ég þurft að mæta með hann 1-2 aftur til að losna við skruðninga og
óhljóð sem komu með viðgerðinni. Ég fer með bílinn þanngað með smávægilegt kvef en fæ hann til baka með lungnabólgu, berjandi fyrir lífi sínu. En Ingvar virðist þá alltaf eiga rétta
meðalið, það bara kostar slatta.

Ég þekki marga sem hafa þurft að eiga í viðskiptum við Ingvar Helgason. Allir með tölu bera þeim söguna ekki vel.
Egill

1 ummæli:

  1. Ég keypti nýjan bíl þarna fyrir um 2 árum, lenti í algerum skít, var farin að eyða alltof miklum tíma þarna sem mér finnst algerlega ólíðandi fyrir nýjan bíl.

    Ég mun sennilega ekki kaupa nýjan bíl frá þeim aftur.

    Hef einmitt ekki heyrt neinar góðar sögur um þetta fyrirtæki. Aftur á móti hef ég nánast bara heyrt gott af Toyota.

    SvaraEyða