laugardagur, 28. febrúar 2009

Dægrastytting

Ég fór í leikhús um daginn á 100 mínútna sýningu Péturs Jóhanns og í kjölfarið fór ég að velta fyrir mér margskonar dægurstyttingum eins og leiksýningum og tónleikum.

Því eftir sýninguna, þó svo hún hafi verið mjög skemmtileg, þá áttaði ég mig á að ég hafði bara borgað mig um 3500 krónur inn á illa dulbúið standup.

Mér fannst tilvalið að vekja athygli á hvað verð á tónleikum eða annarskonar atburðum getur verið mismunandi. Ég og nokkrir félagar mínir tókum okkur saman og ákv. að bjóða konunum upp á smá happening í góðum félagsskap og fórum inn á midi.is til að finna eitthvað við hæfi.

Mér þótti athyglistvert hvað verð getur verið misjafnt t.d. gátum við keypt miða á standup með Pétri jóhanni á 3500 kr, tónleika með Jóni Ólafs á 2900 kr. En það sem vakti athygli mína var Queen show Magna. Mér reiknast til að þar séu um 57 listamenn á sviði og gerir það 68 kr. fyrir hvern listamann. Ef ég miða þetta við þá áðurnefnda atburði þá er þetta algjör brandari og lang hagstæðasta tilboðið sem ég fann! Mátti til með benda á þetta.

Ottó

1 ummæli:

 1. Heimir Hermannsson3. mars 2009 kl. 11:41

  Ég er búinn að sjá sýningu Péturs Jóhanns og hún er gargandi snilld.

  Mér finnst ótrúlegt að einhverjum detti í hug að telja listamennina á sviðinu og finna út að það sé verð að greiða 68 kr. fyrir hvern listamann og segja svo að það er hagstæðasta tilboðið.

  Ég keypti cd með Sigurrós og Johnny Cash um daginn, kostuðu svipað. En það eru 4 í Sigurrós en Johnny karlinn er bara einn. Ég fékk því miklu hagstæðra tilboð á Sigurrós????

  Heimir Þór Hermannsson (er með 3 nöfn, miklu hagstæðara en þeir sem hafa bara 2 og bæði eru skráð í þjóðskrá)

  SvaraEyða