laugardagur, 28. febrúar 2009

Gleraugnablekking

Pró optic gleraugnaversluninn auglýsir frí gleraugu bæði glerið og umgjörðin á heimasíðu sinni

Ég fór með 10.ára gamlan fósturson minn og ætlaði fá ný gleraugu fyrir hann, en nei þá segja þeir við mig að það væri bara umgjörðin sem væri frítt.

Hér er slóð á heimasíðu þeirra http://prooptic.is/Barna.html

Þetta finnst mér vera bæði okur og blekking!

Magnfreð

Ókeypis Office pakki - Opin Office

Mig langar að minna fólk og sérstaklega fátæka námsmenn á open office
www.openoffice.org þar sem maður getur ókeypis hlaðið niður forritum sem eru nánast eins
og alveg jafn góð og microsoft office sem kostar 15.000 kall!
Jesús Kristur

Krónan Akranesi sökkar

Mig langar að koma á framfæri kvörtun vegna þjónustu í verslun Krónunnar á
Akranesi. Ástæðan fyrir því að ég skrifa þér er sú að kvartanir mínar við
starfsfólk verslunarinnar hafa ekki borið árangur og ég er orðin
langþreytt á að horfa á vanrækslu þeirra bitna á neytendum. Ég er nýlega
flutt hingað á Akranes en hafði áður lagt það í vana minn að versla í
Krónunni út á Granda í Reykjavík. Þar þótti mér þjónustan góð og
vöruúrvalið til fyrirmyndar. Eftir að ég flutti hingað þá hef ég hins
vegar rekið mig á það ítrekað að varningur í hillum verslunarinnar er
annað hvort ekki verðmerktur eða rangt verð gefið upp (þ.e.a.s. ég er
rukkuð um hærra verð þegar ég kem til að borga á kassanum). Auk þess hef
ég tvisvar sinnum verið búin að kaupa vöru og áttað mig svo á því þegar ég
var komin heim að varan var útrunnin, í bæði skiptin um tæpan mánuð!
Vissulega hef ég margoft sagt við sjálfa mig að nú hætti ég að versla í
Krónunni en staðsetning verslunarinnar og opnunartími hafa þó orðið til
þess að ég fer þangað oftar en mig langar. Mig langar að koma á framfæri
við fólk að vera muna alltaf að líta yfir kassastrimilinn þegar það
verslar, sérstaklega þegar það verslar í Krónunni á Akranesi. Það getur
margborgað sig!
Bestu kveðjur og þakkir fyrir gott framlag til neytendamála,
Ásdís Einarsdóttir

Loftljós í Ikea

Ég hreinlega mátti til með að hafa samband því að mér ofbauð svo um daginn. Þannig er að reglulega geri ég mér ferð í Ikea sem ekki er frá sögu færandi. Í lok janúar fór ég þangað til að athuga með loftljós handa syni mínum. Ég hafði séð þetta fína ljós sem er eins og ský í laginu á heimasíðu Ikea sem var á kr. 2.490 á útsölu. Ljósið virtist uppselt þannig að ég fór tómhent heim. Fyrir um hálfum mánuði fór ég síðan aftur í Ikea. Þegar ég rölti í gegnum ljósadeildina sé ég barnaljósið sem ég hafði verið að leita að og viti menn þá var það ekki lengur á útsölu og var fullt verð kr. 2990. Ekki keypti ég ljósið í þessari ferð því að þau voru uppseld og aðeins sýniseintakið í loftinu. Í síðustu viku þurfti ég svo að skjótast enn eina ferðina í Ikea. Á leið minni að kössunum ákvað ég að kíkja í afsláttarhornið. Haldið þið ekki að ég sjái blessaða sýnishornið en þá hafði verðið heldur betur breyst því að nú var það merkt á fullu verði kr. 4490 og með afslætti á kr. 4000. Ég gat ekki séð að ljósin væru komin aftur ljósadeildinni eða barnadeildinni þannig að spurningin er hvort þetta sé ekki sama sýnishornið og ég hafði séð viku áður en hafði bara hækkað svona....hmmm.... ég labbaði amk ljóslaus út eina ferðina enn.

Með bestu kveðju,
Elín

Lélegt hjá IH

Er ekki vanur að kvarta, bölva yfirleitt smá og er svo búinn að gleyma.
En viðskipti mín við Ingvar Helgason uppá síðkastið bjóða ekki uppá
annað.

Ég hef fjölmörg dæmi um okur, lélega þjónstu og gruna þá um
óheiðarleika. Ég get nefnd eitt dæmi.

Bílinn minn var í viðgerð hjá þeim í síðustu viku.
Ég fer með hann því það kviknaði ljós í mælaborði, Check engine.

Þeir greindu hann fyrir mig ( kostar 13.000 að greina, eitt
tölvuplögg ) og sögðu ástæðuna vera að glóðarkerti og einhver olíu-relay væru ónýt. Þetta gæti kostað mig um 350.000 kr. Svo kom í ljós að þessi relay var í ábyrgð og allt í einu var hægt að
gera þetta á 45.000 kr. Það var fínt og ég tók því.

Degi seinna hringja þeir og segja að bílinn sé ready en nú eru kertin svo öflug að það vantar
nýja rafgeyma i bílinn. Þessi bíll þarf 2 stk. Þeir segjast geta selt mér þá á 66.000 kr. ( hringdi
nokkur símtöl og fékk að lokum 2 stk rafgeyma á 30.000 kr. Smá munur.

Svo ætla ég að keyra bílinn burt af bílastæði Ingvars Helga, þá kemur upp ljós Check Engine,
Viftureyminn vælir og mikil vélarhljóð í bílnum. Ég fer og segi þeim hvað sé í gangi.

Þá fer hann aftur í greiningu og kemur í ljós að TPS rofi sé ástæðan fyrir ljósinu. Degi fyrr var það
Glóðakerti og oliu re-lay. Þeir segja mér að það kosti 60.000 að setja þennan rofa í.
Ég segi þeim þá að gleyma þessu og laga bara viftureym og þessa skruðninga sem voru komnir í
bílinn, þeir gera það, gleymdist víst að ganga almennilega frá.

ég kem svo á Ingvar Helgason til að ná í bílinn, þá ætla þeir að rukka mig aftur fyrir greiningu, og fyrir að laga þessa skruðninga. Ég tek þá ekki í mál og vill bara fara með
þetta lengra, þá segja þeir að ég fái ekki bílinn fyrr en ég borgi. Eftir miklar þreyfingar og leiðindi
þykjast þeir vera miklir höfðingjar og semja um 6000 kr. greiðslu. Ég borga hana þó mér finnist að það sé verið að svíkja mig. Það er alveg greinilegt að þeirra fyrri greining var annað hvort röng eða ekki nógu góð. Þeir segja að þetta sé bölvað ólán, og að bílinn hafi bara bilað aftur út á plani hjá þeim. Trúlegt.

En svo hringdi ég nokkur símtöl og fékk þennan rofa á 15.000 kr. og var sagt að það tæki um 20 min að setja hann í. Ingvar góði ætlaði að rukka 60.000 kr.

Ég hef í nokkur skipti þurft að fara með bílinn á verkstæðið hjá Ingvari Helgasyni, undartekingalaust hef ég þurft að mæta með hann 1-2 aftur til að losna við skruðninga og
óhljóð sem komu með viðgerðinni. Ég fer með bílinn þanngað með smávægilegt kvef en fæ hann til baka með lungnabólgu, berjandi fyrir lífi sínu. En Ingvar virðist þá alltaf eiga rétta
meðalið, það bara kostar slatta.

Ég þekki marga sem hafa þurft að eiga í viðskiptum við Ingvar Helgason. Allir með tölu bera þeim söguna ekki vel.
Egill

Skyrhækkun í Bónus

Mér langaði að benda á verðhækkun á skyri í Bónus... ég versla alltaf þar og kaupi í næstum hvert skipti 500 ml vanilluskyr frá KEA... Núna var ég að fara yfir kvittanirnar mínar yfir mánuðinn og sé að ég keypti eina slíka þann 14.02.2009 á 161 kr. ég kaupi svo aftur í gær 25.02.2009 sama skyrið og borga fyrir það 245 kr. Er þetta ekki óvenju mikil HÆKKUN á 11 dögum?? á sömu (og nota bene) ÍSLENSKU vörunni....??

Nafnlaust...

Rýrnandi ýsa

Vil gjarnan koma með ábendingu varðandi fisk (Ýsu) sem keypt var í Hagkaupum framleitt af GLK matvæli. Því miður henti ég pakkningunni , en þegar búið var að þíða upp innihaldið hafði það rýrnað um ca helming. Sá umrædda vöru einnig til sölu í Bónus við Ögurhvarf.

Gunnar Egilsson

Beint svínakjöt

Langaði til að benda á heimasíðuna okkar. Við erum svínabændur og seljum
beint frá býli. Pizzavagninn.is undir linknum svínakjöt.

Kveðja Peta og Björgvin Laxárdal

Dægrastytting

Ég fór í leikhús um daginn á 100 mínútna sýningu Péturs Jóhanns og í kjölfarið fór ég að velta fyrir mér margskonar dægurstyttingum eins og leiksýningum og tónleikum.

Því eftir sýninguna, þó svo hún hafi verið mjög skemmtileg, þá áttaði ég mig á að ég hafði bara borgað mig um 3500 krónur inn á illa dulbúið standup.

Mér fannst tilvalið að vekja athygli á hvað verð á tónleikum eða annarskonar atburðum getur verið mismunandi. Ég og nokkrir félagar mínir tókum okkur saman og ákv. að bjóða konunum upp á smá happening í góðum félagsskap og fórum inn á midi.is til að finna eitthvað við hæfi.

Mér þótti athyglistvert hvað verð getur verið misjafnt t.d. gátum við keypt miða á standup með Pétri jóhanni á 3500 kr, tónleika með Jóni Ólafs á 2900 kr. En það sem vakti athygli mína var Queen show Magna. Mér reiknast til að þar séu um 57 listamenn á sviði og gerir það 68 kr. fyrir hvern listamann. Ef ég miða þetta við þá áðurnefnda atburði þá er þetta algjör brandari og lang hagstæðasta tilboðið sem ég fann! Mátti til með benda á þetta.

Ottó

Útskriftargjald

Langar að benda á hreint og klárt okur og svívirðu hjá Kreditkorti hf. (Eurocard á Íslandi)
Þau rukka eitthvað sem þau kalla "útskriftargjald". Á nýjasta yfirliti hjá þeim sé ég að þetta gjald hefur hækkað úr krónum 290 í 551 !!! Það er hækkun upp á 90%
Ég hringdi og spurði hvað væri á bakvið þetta gjald og alla þessa hækkun. Fyrst var sagt að þetta væri vegna þjónustu. Ég spurði þá hvaða þjónustu og hvaða liður hennar væri að réttlæta þessa 90% hækkun. Svarið var á þá leið að þetta væri t.d. gerð gíróseðils og þessháttar. Ég sagði þá sem er að þetta væri nú plúskort (fyrirfram greidd kort) þannig ekki væri nú um neina gíróseðla að ræða. Ómögulegt reyndist að fá upp úr manneskjunni hvaða þjónusta það væri sem rukkað er fyrir og hvað þá hvaða liður hennar hefði hækkað svona rosalega að kostnaðarverði hjá þeim að það réttlætti 90% hækkun. Lokasvarið sem ég fékk hjá dömunni í símanum var: Við höfum alveg leyfi til að gera þetta.
Dæmi hver sem vill.
Óskar nafnleyndar

Aðalskoðun

Fór að forvitnast hjá Aðalskoðun um verð á skoðun á fjölskyldubíl, Opel í þessu tilfelli og viti menn, tæpar 9000 kr.
Hvernig er hægt að réttlæta með nokkru móti að maður borgi þetta fyrir skoðun þegar hún tekur c.a. 5 til 10 mínútur ?
Steini.