Vildi vekja athygli á því að ég hef keypti mér síma fyrir þremur árum síðan, nokia xpressmusic 5800. Ég lenti í því óláni að brjóta skjáinn í símanum tvisvar sinnum og kostaði viðgerðin 15000 kr hjá hátækni í gegnum vodafone. Skjárinn brotnaði nú í þriðja skiptið og er ég staðsettur í Bandaríkjunum. Ég keypti skjáinn á heilar 2000 kr og viðgerðin tók 30 min og ég borgaði þessar myndalegu 2000 kr í viðbót fyrir hana..
Ég reiknaði út hvað kostar að flytja inn skjáinn.
2000kr kostar hann
7,5% tollgjald - 2150kr
20% efnisskattur - 2580kr
25.5% virðisauki - 3238kr
Vodafone + Hátækni taka því 11.762 fyrir viðgerðina..
Okur, það held ég
Heiðar
Hvorki Vodafone né símafyrirtækin græða eina einustu krónu á að þú farir með símann þinn í viðgerð, enda er gert við hann í Hátækni eða Tæknivörum eftir því hvaða tegund af síma þetta er.
SvaraEyðaÞað skiptir engu máli hvort það sé símfyrirtækið eða hátækni.. okur samt sem áður!
SvaraEyðaJú skiptir máli hver er að okra á þér er það ekki? Annars hefðiru alveg eins getað kennt Subaru-umboðinu um þetta.
SvaraEyðaReyndar er viðgerðaraðilinn að taka 9372 fyrir viðgerðina, þú gleymir að reikna með virðisaukaskatti af heildarsummunni (15 þúsund kallinum). Breytir því ekki að munurinn er lygilegur!
SvaraEyðaÞað getur oft kostað gríðarlega mikið að flytja hluti frá Bandaríkjunum til Íslands, þannig að þetta er ekki alveg gilt dæmi. T.d. hef ég oft rekist á að það kosti jafnvel 30 dollara að flytja hingað eitthvað sem kostar 15 dollara, svo að verðið þrefaldast og tollurinn líka þar sem það er tekinn tollur af flutningskostnaði.
SvaraEyðagleymist að taka inn flutningskostnað + tollur af flutningi , tala nú ekki um ef gera þarf tollskýrslu !
SvaraEyðaEn það er eitt sem gleymist ítrekað í umræðunni um verð t.d þarf Hátækni að veita ábyrgð á vörunni og vinnunni, það skilar sér líka í verðið og á við um allar vörur , margar vörur sem miðað er við erlendis er jafnvel með verði án ábyrgðar.
Ég gleymdi engu. tollgjald er inni í þessum reikningi. Kostnaðurinn frá amazon til íslands af þessum skjá er 3000 kr.. Efast um að þeir panti einn skjá í einu. Það er alveg á hreinu að tollgjaldið á flutningnum er lítill sem enginn þar sem hátækni hlýtur að panta afskaplega marga hluti í einni og hinni sömu pöntun.
SvaraEyðaEf kostnaður af skjá til ísland er 3000 þús þá er hann strax kominn í rúmar 6 þús , í dag þá eru mörg fyrirtæki farin að sérpanta varahluti til að liggja ekki með illseljanlega vöru á lager , þannig að þú ert að gera ráð fyrir því að þeir geri magnpöntun í þessa vöru til að ná niður verði eða panti aðrar vöru með,ef svona vara er pöntuð í miklu magni og lítil eftirspurn þá væntalega þarf að afskrifa , hvað ætli séu með margar tegundir af mismunandi týpum og gerðum af símum í dag ? panta mikið magn af varahlutum í hvertskipti sem það vantar varahluti og eiga fyrir allar gerðir væri bara brjálæði.
SvaraEyðasvo bætist tollur einnig á sendingarkostnað
SvaraEyðaEkki gleyma að tímakaup starfsmanns á Íslandi er töluvert hærra en tíðkast í USA, sérstaklega í þessum bransa.. Oftast er líka lágmarkstími sem þú kaupir, þ.e. þú borgar ekki bara fyrir þann tíma sem það tekur, heldur borgaru fyrir hvern byrjaðan hálftíma, eða klst.
SvaraEyða