sunnudagur, 11. mars 2012

Cintamani - Listaverð og outletverð

Ég fór á konukvöld Létt Bylgjunnar um daginn og sá Cintamani úlpur á 50% afslætti. Ein af þeim, Eir, átti að kosta rétt tæpar 30 þúsund, og 50% af því þá rétt tæpar 15 þúsund. Mér fannst þetta svo góður díll að ég gat ekki sleppt honum, þó þetta væri ekki óska Cintamani úlpan mín. En nóg um það. Ég fór svo á kassann og úlpan kom þar inn á rétt tæpar 20 þúsund, starfsmaðurinn fór þá í að breyta verðinu í kassanum upp í tæpar 30 þúsund (listaverðið) og tók svo 50% afsláttinn af því verði. Ég gerði athugasemd við þetta og starfsmaðurinn sagði mér að afslátturinn væri af listaverðinu en ekki outlet verðinu. Mér fannst þetta afar skrýtið en keypt samt úlpuna því mér fannst 15 þúsund krónur vera fínn díll. En mér finnst þetta afar vafasöm auglýsing hjá þeim. Að auglýsa úlpu á 50% afslætti, miða það við listaverðið en ekki outlet verðið og úlpan hvergi til sölu á listaverðinu.
Óskar nafnleyndar

5 ummæli:

 1. Dæmigerð blekking þarna á ferðinni. Var ekki einmitt verið að sekta nokkra bóksala fyrir svipað á dögunum, þ.e. að selja á "afslætti" frá verði sem varan var í raun aldrei seld á?

  Þetta ætti að tilkynna til Neytendastofu, eða hverra sem fara meðð svona mál. Verslunareigendur virðast ekki geta lært neitt nema í þá sé tekið.

  SvaraEyða
 2. Ég fór í outlettið hjá Cintamani nýlega og ætlaði að kaupa peysu sem var auglýst á netinu á kr. 7.990. Þegar ég kom með hana á kassann kostaði hún 14.990 og var mér sagt að það væri annar litur á þessu verði og þegar ég maldaði í móinn var mér bara svarað með bulli og lygum.

  Kveðja
  Smári

  SvaraEyða
 3. Djöfulsins snobb lið, verður flíkin að hafa svona fínt nafn til að hægt sé að ganga í henni.....

  SvaraEyða
 4. Outlet er vettfangur fyrir eldri vörur að vera seldar á ódýrara verði en upphaflegt verð. Svo að það er fullkomlega eðlilegt að ef vara var á 30000 kr í verslunum þegar hún var ný að auglístur sé afsláttur af því verði.
  reyndar með öll þessi blessuðu outlet þá fynnst mér rosalega skrítið þegar það er auglíst útsala á outleti.... að auka útsala af útsölunni sem var á outletinu... ótrúlega bjánalegtþ
  Smári, gott innlegg hjá þér...... þú maldaðir í móinn og var svarað með bulli og lygum??? Hvað þíðir það??
  Peysan sem þú sást auglísta var hún í öðrum lit heldur en þessi sem þú ætlaðir að kaupa??
  Ef svo þá er það fullkomlega eðlilegt þó að þetta sé sama týpa þá skiptir liturinn soldið miklu máli, það getur vel verið að þeir hafi verið overstockaðir af þeim lit en ekki af litnum sem þú vildir....
  kv Óli

  SvaraEyða
 5. Nafnlaus 3... Nei flíkin verður ekki að hafa svona fínt nafn til að hægt sé að ganga í henni, en ef maður vill góða úlpu er bara ekki mikið að velja um undir 30-50 þús kr.

  Það er dúnn í þessum úlpum og hann helst vel í þeim, og ég sem er algjör úlpuböðull hef átt margar "ekki fínt nafn"-úlpur en engin þeirra hefur enst jafn lengi og Cintamani úlpan.
  Fyrir utan að margar einnota drusluúlpur kosta morðfjár í dag, jafnvel 15-30 þús.

  Frekar kaupi ég aðeins dýrari vandaða úlpu frá virtu útivistarfatnaðarmerki heldur en að kaupa 20 plastpólýesterfyllingarúlpur sem detta strax í sundur.

  Það er bara asnalegt að koma með svona snobbskot á fólk. Við búum á Íslandi og það dugar ekki hvaða drasl sem er.

  SvaraEyða