laugardagur, 17. mars 2012

120 gr hamborgarar í Krónunni (5 fyrir verð 3) eru bara 80 gr

Ég var að versla í Krónunni (í Lindum) og þar var tilboð 5 x 120 gr
hamborgarar á verði 3. Hljómar ágætlega en eitthvað fannst mér þessir
hamborgarar litlir miðað við að eiga að vera 120gr. svo ég bað
starfsmann í búðinni að vikta fyrir mig pakkninguna (plastbakki með 5
hamborgurum) og þetta reyndust vera 390 gr. Svo hver hamborgari hefur
ekki einu sinni náð því að vera 80 gr. Ég benti starfsfólkinu á þetta
að þetta væri röng merking og einn starfsmaðurinn tók tilboðs merkið
sem var hjá kælinum í burtu en ég hafði svosem á tilfinningunni að það
yrði sett upp um leið og ég labbaði út úr búðinni. Þetta var fyrir
rúmri viku síðan en í dag er ennþá verið að selja þessar pakkningar,
sem á stendur að hamborgararnir séu 120gr.
Kveðja, Bryndís

7 ummæli:

  1. Frábært og þjóðlegt framtak hjá bankanum sem á Krónuna. Þetta eru auðvitað svik og ekkert annað en verðið er okur.

    SvaraEyða
  2. Svik og prettir eru ær og kýr verzlunar og þjónustu á íslandi í dag
    Meðan heiðarlegt fólk leggur lítið á sig til að
    forðast viðskifti við þjófa og lygara,
    breytist ekkert.

    SvaraEyða
  3. Haha, þeir hafa deilt 3 hamborgurum í 5 stykki! (3x120gr = 360gr + bakki). Svona eru þeir sniðugir.

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus númer eitt virðist ekki vita neitt um eignarhald á þessari ágætu verslun - þó hann telji sig vita það.

    SvaraEyða
  5. Það á enginn banki krónuna kaupás á krónuna og ég þekki eigendur kaupás sem eru byko yfirmenn...

    SvaraEyða
  6. En hvað stóð á pakkningunni? Stóð "Fimm 120gramma borgarar" ?

    SvaraEyða
  7. Á pakkningunni stóð að þetta væru 120 gr hamborgarar.

    SvaraEyða