Ég bý nálægt Ingólfstorgi og hef stundum keypt einhverja matvöru í Kvosinni, Aðalstræti. Það gerist þó æ sjaldnar því að þar hefur verð farið sí-hækkandi á flestu sem selt er. Í dag tók steininn endanlega úr þegar ég ætlaði að kaupa einn klassískan snúð með súkkulaði. Verðið var 329 krónur og ég afþakkaði pent.
Til samanburðar hringdi ég í nokkur ágæt bakarí og spurði um verð á snúðum:
Björnsbakarí - 210 kr.
Bernhöftsbakarí - 220 kr.
Mosfellsbakarí - 230 kr.
Bakarameistarinn - 235 kr.
Bakarí Sandholt - 240 kr.
Eins og sjá má eru öll þessi bakarí með tiltölulega hófleg verð á snúðum meðan Kvosin okrar á sínum viðskiptavinum. Það er vissulega umhugsunarvert að líklega eru margir viðskiptavinir þeirra erlendir ferðamenn af hótelunum allt í kring sem átta sig ekki vel á þessu "rip-offi". Þetta er sérlega leitt því að þessi verslun lofaði góðu þegar hún opnaði.
Með kveðju,
Sigurður Hr. Sigurðsson.
Snúður í Nóatúni kostar 199 kr
SvaraEyða