mánudagur, 12. mars 2012

Okur-Epli

Eins og svo margir sem keypt hafa iPhone í USA þá þarf ég að fjárfesta í nýjum USB spennibreyti með íslenskri kló.
Á www.epli.is sem er heimasíða umboðsaðila Apple á íslandi er þessi spennibreytir til á 6.990 kr http://www.epli.is/apple-ipod-usb-power-adapter-1120.html
En á heimasíðunni www.isiminn.is sem er að selja Apple vörur er þessi sami spennibreytir til á 2490 kr. http://isiminn.is/product.php?id_product=363
Þetta er náttúrulega ekkert annað en græðgi og okur hjá þeim Eplismönnum á Laugarveginum.

Kv,
Auðunn Valsson

6 ummæli:

  1. Margt sem isíminn.is selur er ekki orginal apple vörur, oft er þetta bara lélegar eftirlíkingar...

    SvaraEyða
  2. Séðir gaurar. 6.990. Af hverju ekki bara 7.000?

    SvaraEyða
  3. Hér er annars hægt að fá eftirlíkingu á $3 með sendingarkostnaði til Íslands.
    http://dx.com/ultra-mini-usb-power-adapter-charger-with-usb-data-charging-cable-for-all-ipod-iphone-2g-3g-29839
    Ef tollurinn flokkar þetta ekki sem upptökutæki ætti þetta að enda undir 1000 kalli :)

    (hef sjálfur verslað þarna, tekur c.a. 3 vikur að fá vöruna)

    SvaraEyða
  4. Svona dót hefur líka verið selt í Tiger búðunum hér heima, virkar ágætlega.

    Mynd: http://www.tiger.dk/uploads/c_product/1900449_picture_1158_2.jpg

    SvaraEyða
  5. Málið er samt að ef þú hefur keypt iphone eða ipad í USA þá þarftu ekki að fjárfesta í nýjum usb spennubreyti. Spennubreytirinn sem fylgir með dugar. Þú getur tekið hluta af honum af og keypt hjá t.d. www.isiminn.is, www.eldhaf.is og öllum þessum aðilum íslenska kló til að setja framan á og þá geturðu notað tólið. Fékk svoleiðis á 490 kr. um daginn.

    SvaraEyða
  6. breytkló á 300kr leysir málið

    SvaraEyða