þriðjudagur, 13. mars 2012

Einkaklúbbstilboð

Nýti mér stundum Einkaklúbbinn þegar ég fer út að borða og finnst það góð auglýsing fyrir veitingastaði að auglýsa 2f1 (2 fyrir 1), þar sem gaman er að prófa nýja staði og ekki skemmir fyrir að fá 2f1.
Þetta átti hins vegar ekki við þegar ég ætlaði að nýta mér 2f1 tilboðið af matseðli hjá Hressingarskálanum um daginn. Mér var neitað um tilboðið þó að það standi skýrum stöfum í handbókinni að það sé í gildi allan daginn alla daga á þessum árstíma. Í EK auglýsingunni stendur milli 2-6 til 1. október en alltaf alla daga eftir 1. október.
Afgreiðslustelpan neitaði strax að gefa afláttinn þó að við sýndum henni auglýsinguna í bókinni og sagði að fólk hefði kvartað yfir þessu í vikunni. Yfirmaðurinn sagði að það væri aðeins afláttur á milli kl. 2-6. Hún hringdi aftur í yfirmanninn þegar við kvörtuðum yfir þessu og kom tilbaka og sagði þetta væri bara í gildi milli kl. 2-6 og við gætum sent póst ef við vildum ræða þetta eitthvað frekar. Ég sendi póst og hef ítrekað hann en ekki fengið nein svör...
Finnst bara prinsipp að fólk sem auglýsir hjá EK og tilboð yfir höfuð að það standi við það sem það segir og neiti ekki bara að gefa afsláttinn þegar kemur að því að borga. Við vinnufélagarnir munum allavega ekki fara aftur á Hressó í bjór og burger (sem voru báðir frekar þunnir) svo mikið er víst.
Mbkv. Una

3 ummæli:

  1. Ég man eftir svipuðu á Shanghæ á Laugavegi í denn. Við pabbi fóru þangað á World for 2 tilboði en svo þegar kom að því að borga þá var okkur bara sagt að eigandinn hefði hætt með þetta. Mjög pirrandi.

    SvaraEyða
  2. Þess vegna er alltaf mjög góð regla að taka fram áður en maður pantar að maður ætli að nota sér tilboð sem er í boði - ef það er ekki lengur gilt að þá ætti viðskiptavinurinn því að fá upplýsingar um það áður en hann pantar.

    SvaraEyða