Ég varð ekki beint hrifin þegar Neytendastofa ákvað allt í einu að það væri stórhættulegt að við neytendur sæjum á pökkuðum kjötvörum hvað þær kostuðu, sem sé sæjum verðið. Nú virðist þessi verðleynd vera að breiða sig út um búðirnar allar. Ég er alltaf að reka mig á það í Krónunni að verðleynd virðist hvíla yfir sumum ávöxtum! Einhver kann að segja, þá er bara að fara í skannann - OK, en hann er bara fyrir kjötvörur, sumar alla vega. Ég lenti í því um daginn að grípa upp kjúkling sem yfir var stórt skilti: TILBOð, en það vantaði bara verðið. Ég í helvítis skannann: "vara óþekkt, ekki á skrá". Ég á kassann: "Sorrí, þetta er ekki á skrá." Það var sem sé ekki hægt að kaupa tilboðskjúklinginn!!!! Ég býst við að Krónan hafi þurft að farga nokkrum kjúklingalíkum þá helgina. Legg til að okursíðan kanni verðmerkingar í Krónunni á Fiskislóð.
Kveðja,
Helga Jónsdóttir
afhverju skildirðu munaðarlausa kjúllagreyið eftir?
SvaraEyða"Ég varð ekki beint hrifin þegar Neytendastofa ákvað allt í einu að það væri stórhættulegt að við neytendur sæjum á pökkuðum kjötvörum hvað þær kostuðu, sem sé sæjum verðið."
SvaraEyðaHvernig dettur fólki í hug að halda fram svona þvælu.
Ef varan er ekki á skrá þá ættu þeir að gera bara sala 7% vsk allavega geri ég það í minni vinnu ef vörur eru ekki á skrá og set c.a verðið á þessu :)
SvaraEyðaeða 25.5 eftir hvað er
SvaraEyðaEða fara í tölvuna og tengja strikamerkið við vörunafnið (ALT-F í concorde) Það á ekki að segja við kúnnann "sorry, get ekki selt þér..."
SvaraEyðaÉg hef lent í þessu í krónunni uppi á höfða, að það var ekki hægt að selja mér kjúkling af því hann var ekki tengdur.
SvaraEyða