mánudagur, 28. nóvember 2011

Rándýr hálkubani í Húsasmiðjunni

Vildi vara fólk við að kaupa hálkubana í Húsasmiðjunni, en þar kostar 2.5 kg brúsi 3329 krónur. Mér fannst þetta nokkuð dýrt og kíkti því í Hagkaup (fann þetta ekki í Bónus) og þar kostar nákvæmlega sama varan 998 krónur!
Mbk,
Tjörvi

7 ummæli:

  1. Hvað kostar kílóið af salti?

    SvaraEyða
  2. Las þetta aðeins of seint. Fór einmitt í Húsasmiðjuna og keyptu svona hálkubana en fannst verðið mjög hátt. Hinsvegar hafði ég ekki fengið þetta á neinum af þeim stöðum sem ég hafði farið á og lét því til leiðast.

    Þegar ég hafði orð á þessu háa verði þá benti afgreiðslustelpan mér á þetta væri nú á "lægsta lága verðinu" hjá þeim.

    Læt mér þetta að kenningu verða og mun ekki láta þetta henda mér aftur.

    SvaraEyða
  3. Ef þið eigið kvittunina ennþá, kaupið alveg eins brúsa í Hagkaup og skilið honum í Húsasmiðjunni og fáið bara inneign hjá Húsasmiðjunni og notið í eitthvað annað sem er á eðlilegu verði þar.

    SvaraEyða
  4. Bíð spenntur eftir að Bauhaus opni.

    SvaraEyða
  5. þvílík okurbúlla !!!

    SvaraEyða
  6. í hvaða hagkaup verslunum sáuð þið þetta?

    SvaraEyða