Ef það er eitt sem við eigum ekki að láta yfir okkur ganga er það ódýr þjónusta! Ég er í hönnunarnámi í Iðnskólanum í Hafnarfirði og þurfti að versla ljósabúnað í lampa sem ég er að gera.
Ég byrjaði í Glóey og segi farir mínar ekki sléttar af þeirri reynslu. Ég gekk inn í verslunina að búðarborðinu og beið í dágóða stund áður en maðurinn bak við borðið veitti mér athygli. Hann bauð mér þurrlega góðan daginn og ég bar upp erindi mitt. Hann sagði að þetta væri ljósabúð, þeir seldu tilbúin ljós. Ég spurði hann á móti hvort þeir væru ekki að selja ljósabúnað til rafvirkja og jú það gerðu þeir viðurkenndi hann. Ég spurði hann því hvort það myndi ekki gagnast mér og þá yppti hann öxlum hægt og rólega og horfði á mig með óræðnum svip. Ég sagðist þá bara leita eitthvað annað og gekk rakleiðis yfir til samkeppnisaðilans, Rafkaup, hinum megin við götuna og fékk frábæra þjónustu!
Ég hef sjálf unnið í þjónustustarfi sl 15 ár og hef aldrei upplifað annað eins áhuga- og sinnuleysi í þjónustu. Mér finnst líklegt að þetta hafi verið eigandinn sjálfur og mér dettur ekki í hug að benda honum sjálfum á þetta. Með þessari færslu minni vil ég minna fólk á að sætta sig ekki við "ódýra þjónustu" og sniðganga þau fyrirtæki sem þykir ekki vænt um viðskiptavini sína!
Kveðja,
Ása Lára
Mér finnst þetta óttalegt smásálarvæl. Annað hvort selur fyrrtækið íhluti eða ekki. Glóey gerir það greinilega ekki og ég skil ekki hvað greinarhöfundur er að tuða. Hún átti bara að segja takk fyrir og spyrja strax hvert hún geti ég farið til að finna það sem vantaði.
SvaraEyðaAð selja búnað til fagmanna er eitt, að þjónusta einhverja grúskara er val fyrir alla kaupmenn. Ég á t.d. heildsölu og vil ekki sjá fólk utan af götu í henni svo ég skil Glóey mætavel.
Og miðað við þetta röfl í Ástu þá er það kannski ástæðan fyrir því að gæinn nennti ekki að afgreiða hana. Sumt fólk er bara hundleiðinlegt og ef maður kemst undan því að hafa það yfir sér vegna rekstarskipulags, þá gerir maður svo
Nú er ég nokkuð viss um að ég átti mig á því hver afgreiðslumaðurinn er og miðað við hann var hann einfaldlega að bíða eftir nánari útskýringum. Allar líkur eru á því að um leið og það hefði verið skýrt hverju var óskað eftir þá hefði hann veitt henni fyrirtaksþjónustu og að öllum líkindum á lægra verði. Sjálfur kýs ég frekar slíka sölumenn heldur en þessa erkitýpusölumenn sem eru ágengir og láta skína á tennurnar á meðan þeir reyna að finna leiðir til þess að komast yfir peningana manns.
SvaraEyðaNákvæmlega ekkert að þessari athugasemd hjá Ásu Láru. Fullkomlega eðlilegt að fólk leitist við að bjarga sér sjálft þessi dægrin, það er ekki 2007 þótt nokkrir heildsalar hafi ekki tekið eftir því.
SvaraEyðaAuðvitað leitar almenningur þangað sem hann er velkominn, Glóey er greinilega ekki þar á blaði.
Um að gera að smíða sem mest sjálfur og að auki lengja líftíma eldri búnaðar. Þetta gildir um allt í dag. Hvet alla til að stunda þetta. Forðist bara Glóey á meðan og umfram allt hundsið úrtölu-heildsala-froðusnakkið í ummælunum hér fyrir ofan.
Verslunarmenn ráða því sjálfir hvað þeir selja og hverjum. Ég gæti t.d. bankað uppá hjá Ástu, heimtað af henni laufabrauð til kaups því hún á væntanlega eldhús og rakkað hana niður á netinu ef hún nennir ekki að leggjast yfir pottana fyrir mig. Hvað er eiginlega að ykkur
SvaraEyðaLíðan og framkoma afgreiðslumanns hefur mikið að segja um það hvernig viðskiptavini líður.
SvaraEyðaAfgreiðslumaðurinn á að sjálfsögðu að hafa frumkvæði að því að reyna að þjónusta viðskiptavininn eins vel og hægt er og hafa frumkvæði að því að leiðbeina viðkomandi á réttan stað fáist hluturinn ekki á viðkomandi stað.
Áhugaverðar athugasemdir. Þetta snýst allt um viðhorf að mínu mati, ekki þær vörur sem Glóey selur eða selur ekki. Hvort sem viðskiptavinir eru "grúskarar" eða ekki, þá er lágmark að vera kurteis. Ég hef sjálf starfað við þjónustu sl 15 ár og myndi ekki vilja hafa starfsmann á launum hjá mér með svona viðhorf. Það að dæma þann sem kemur inn í verslun til þín út frá því sem hann þarf að versla og draga einhverjar ályktanir um að viðkomandi sé grúskari eða þaðan af verra er heimskulegt. Ef Glóey væri heildsala sem vildi eingöngu hafa fagmenn hangandi yfir sér þá væri
SvaraEyðaverslunin sennilega ekki á verslunargötu eins og Ármúlanum, seljandi aðventuljós og aðra slíka vöru fyrir okkur grúskarana. Ég gæti sagt meira um sum kommentin hér að ofan en ætla ekki að "tuða" of mikið um þetta.....enda sum kommentin einfaldlega fyndin ! Takk þið hin fyrir málefnalega umræðu:)
Jólakveðja
Ása Lára
Eru þetta ættingjar og vinir Glóeyjar sem þarna skrifa athugasemdir eða hvað? Hef lent í svipaðri áhugalausri afgreiðslu þarna. Það eru varla kúnnar sem skrifa að það sé allt í lagi fyrir þjónustufyritæki að sýna viðskiptavini viðmót sem sýnir honum að hann sé eiginlega bara að bögga það og eyða tíma afgreiðslufólksins að óþörfu.
SvaraEyðaFlott, ég rek fyirtæki ohg fynnsd æðislegt þegar kúnnar koms til mín vegna þess þær voru hjá öðru fyrirtæki og staffið þar veitt bara lélega og vonda þjóhnustu þá bara vona ég að þessi viðskiptvinur komui til okkar og við sendum kúnnsn út sattan og glaðan :) svo næst þegsar þessi kúnni þarf þjónustu þá klárlega kemur hún barsa Beint til okkar þar sem við veitum framúrskarandi góða þjónustu en hún mun aldrei koma inní hitt fyrirtækið aftur :O)
SvaraEyðaEr algjörlega sammála með þjónustuna þarna! Ætlaði að kaupa peru á baðherbergið hjá mér, þurfti að bíða heila eilífð meðan starfsmaðurinn starði eitthvað út í loftið og hunsaði mig bara, svo loksins afgreiddi hann mig með mesta áhugaleysi sem ég hef kynnst bara og best af öllu, hann lét mig fá vitlausa peru sem sprakk yfir mig þegar ég kveikti á henni, og brotin fóru næstum í augun á mér (samt kom ég með gömlu peruna þannig að hægt var að sjá nákvæmlega hvernig pera þetta var), og þegar ég kvartaði fékk ég bara skæting og leiðindi í staðinn, enga endurgreiðslu eða rétta peru, hvað þá afsökunarbeiðni fyrir að afgreiða mig vitlaust og þar með sett mig í hættu á að blindast eða slasast. Mun aldrei versla þarna aftur, né nokkur úr minni fjölskyldu.
SvaraEyðaÉg er nú mest undrandi á hvernig þessi viðskiptavinur hagaði sér , en það er góð regla að bjóða góðan daginn þegar maður ávarpar starfsmanninn og í meira lagi furðulegt að ganga að afgreiðsluborðinu og horfa út í loftið og steinþegja .Frá því Glóey kom í þetta hús í ármúlanum hefur alltaf svo ég viti verið hægt að fá þær raflagnavörur sem óskað hefur verið eftir hafi þær verið til .Ég efast því stórlega um sanleiksgildi þessar kvörtunar og tel að þessi viðskiptavinur hafi viljað að kaupa eitthvað sem er ekki selt í raftækjaverslunum .
SvaraEyðaÁsa,þú náttúrulega hunsar það sem er sagt að mestu hérna að ofan. Verslunarmenn geta álitið mann aumingja og heimskingja en þeir eiga að vera kurteisir við mann. Þú veist það og við vitum það öll. Taktu eftir því að þetta eru mjög líklega allt karlmenn sem plamma þig niður hérna að ofan ;) Ekki gengur nú að kvenmaður reyni að bjarga sér sjálfur í viðgerðarmálum!
SvaraEyða