laugardagur, 3. desember 2011

180.000 í Epli, 500$ á Ebay

Ég var að skoða þessa verklegu iPod dokku hjá Epli í dag en fannst verðið
frekar hátt.
http://www.epli.is/aukahlutir/hljod-og-mynd/bowers-wilkins/zeppelin-air.html

Ég kíkti á Ebay en þar kostar sama tæki ríflega 500 dollara.

Mér skilst að það kosti 10-15% að selja á Ebay og svo vill söluaðilinn fá
einhverja álagningu líka svo það er ekki óvarlegt að áætla að heildsölugangverð
tækisins sé innan við 400 USD EÐA 50. Þús án flutn. og gjalda.

En að tækið sé komið í 180.000 hér heima er brandari. Kannski á að reyna að
selja þetta sem ofurgræju en umsagnir á netinu segja klárlega að tækið henti
ekki sem "primary" tónlistartæki fyrir heimilið. Þetta er öflug dokka en alls
ekki neitt meistarastykki sem kemur í stað hljómflutningstækja.

Ebay er kjörinn vettvangur fyrir alla neytendur til að sjá hvort það sé verið
að snuða á sér. Út frá Ebay verðum má alltaf áætla erlent heildsöluverð og
þaðan má svo svo reikna innlenda álagningu gróflega.

Það borgar sig oft að hugsa sig 2svar um sko....

Kveðja,
UD

8 ummæli:

 1. og styð að færa íslenskt fjármagn úr landi! lokum bara íslensku verslunar og þjónustu fyrirtækjunum hérna á landini hvað með þessa tugþúsundir einstaklings sem vinns í svons fyrirtækjum sem missa vinnuns síns, þeir gets bsts líks krypt fyrir restinni af peningunum sínum einhverjar vörur á netinu og svo fara þeir bara á atvinnuleisisbætur,,,
  ENDILEGA Allir á ísladi ættuð að kaupa allt ykkar útií heimi færa peningana ykkar inní einhver önnur hagkerfi hagkerfi sem gerir ekkert fyrir ykkur,,,,...,.,.,.,.,.,

  SvaraEyða
 2. Nafnlaus 1: Er þessi ipod græja framleidd á Íslandi?
  Það eina sem hann gerir er að sleppa þessum okur millilið. Peningurinn fer úr landi hvort eðer. Það er ekki hægt að vera með verslun, okra endalaust og ætlast til þess að fólki finnist það bara fínt.

  SvaraEyða
 3. Ekki er allt sem sýnist..
  Það gleymist líka oft að seljendur á íslandi þurfa að veita 2 ár í ábyrgð , það færu ekki alltaf erlendis , og hvað svo þegar það bilar í ábyrgð þá þarft "Þú" að senda vöru á þinn kostnað til að fá nýja í ábyrgð , ef þú færð það svo í ábyrgð , vörur gætu orðið ódýrari ef ekki þarf að veita ábyrgð á þeim ! eins og oft gerist þegar fólk er að fara erlendis að versla og fattar svo að díllinn var ekki góður þegar tækið bilar ..

  SvaraEyða
 4. Sendandinn UD er nú bara að benda fólki á þetta, algjör óþarfi að fara á límingunum út af því eins og Nafnlaus nr. 1 gerir. Mætti halda að hann hefði hagsmuna að gæta.

  SvaraEyða
 5. veit einhver hvað varan kostar eftir tolla vsk og flutning svona cirka ?
  Rúna

  SvaraEyða
 6. 128þús segir shopusa.is

  SvaraEyða
 7. Þetta finnst mér gott dæmi um að bera saman Epli (bókstaflega í þessu tilfelli) og appelsínur.
  Hefur einhver hérna komið inn í Ebay verslun?
  Það er hægt að versla hluti ódýrara á netinu, vegna þess að þá þarf seljandinn ekki að leigja húsnæði, borga starfsfólki laun osfv.
  Dettur í hug sagan af manninum sem birtist á pressunni um daginn, hann gleymdi Ipad í flugvél, og samsvaraði sendingarkostnaðurinn með tollum andvirði græjunnar. Það getur vel verið að Epli.is smyrji síðan vel á þessa dokku til að græða e-ð í lok dagsins, enda auglýsa þeir sig grimmt, og e-ð hlýtur það að kosta?

  SvaraEyða
 8. Ætli Stef hafi ekki náð að tolla þetta líka.

  SvaraEyða