miðvikudagur, 7. desember 2011

Laukur í Krónunni

Mig langar bara að benda á eitt lítið verðdæmi á matvöru sem margir nota mikið af. Þannig er að í Krónunni er yfirleitt bara hægt að kaupa þrjá innpakkaða lauka í einu og er sagt að þetta séu ,,sérvaldir laukar“. Við athugun mína kom í ljós að kílóverðið á þessum lauk er 568 kr. Venjulegt verð á lauk annars staðar er um 100 kr. á kíló. Varðandi merkinguna ,,sérvaldir laukar“ þá hef ég aldrei fundið mun á þessum lauk í Krónunni og lauk keyptum annars staðar, nema kannski að þeir séu aðeins oftar eitthvað skemmdir. Því reyni ég að forðast að kaupa lauk á fimmföldu verði í lágvöruversluninni Krónunni.

Sigurður Einarsson

2 ummæli:

  1. Við erum berskjöld og það eina er að vera vakandi,og nota heilann.Neitendasamtökinn hér á Islandi eru brandari.Þar sem ég hef búið í 30í útlöndum eru sjónvarvsþættir einu sinni í viku sem tala um svindl og rettindi neytenda,þar eru lögfræðingar og fyritækinn þurfa að svara fyrir sig.Það er bara draumur hér.En tökum hattinn fyrir Dott Gunna sem vinnur fyrir þessari síðu.

    SvaraEyða
  2. ég er alltof oft að lenda í því, að verð í hillu sé lægra en á kassa í krónunni út á granda. Það er síðan ekkert beðist afsökunnar, frekar litið á mann illu auga fyrir að trufla starfsemina. Ég er alveg hættur að fara þangað þó að þetta sé að mörgu leyti fín búð, en mér finnst ljótt að stela af viðskiptavinum.

    SvaraEyða