Vildi vara fólk við að kaupa hálkubana í Húsasmiðjunni, en þar kostar 2.5 kg brúsi 3329 krónur. Mér fannst þetta nokkuð dýrt og kíkti því í Hagkaup (fann þetta ekki í Bónus) og þar kostar nákvæmlega sama varan 998 krónur!
Mbk,
Tjörvi
Okursíða Dr. Gunna (á netinu síðan 21. sept 2007) - Endilega reyndu að hemja þig þegar þú kommentar. Fólk hefur misþykkan skráp.
mánudagur, 28. nóvember 2011
Hrós - Tölvutækni
Ég hef aldrei fyrr sent póst á síðuna, en í þetta skipti finn ég mig knúinn til þess.
Á síðasta einu og hálfa árinu hef ég þrisvar sinnum þurft að fara með tölvu í viðgerð (mismunandi vélar nota bene). Í fyrsta skipti fór ég með vélina í Tölvutækni og þar fékk ég gríðarlega góða þjónustu og unnu þeir það verk sem vinna þurfti hratt og vel. Ekki var verra að þeir voru í ódýrari kantinum. Ég brá því á það ráð að leita aftur til þeirra þegar að önnur tölvu á heimilinu fór að vera með leiðindi. Aftur var þjónustan til fyrirmyndar og stóðst Tölvutækni væntingar mínar. Ég fór þaðan mjög sáttur.
Í dag þurfti ég svo að leita til þeirra í þriðja skipti. Ég er í prófatörn og þarf því á fartölvunni minni að halda. Eftir að hafa útskýrt mál mitt fyrir starfsmönnunum þar sögðu þeir mér að þeir myndu gera hvað þeir gætu. Vélin var tilbúin samdægurs og var verðlagningin mjög sanngjörn.
Ég mæli því eindregið með því að fólk leiti til þeirra. Reynsla mín af viðskiptum við Tölvutækni er frábær.
Virðingarfyllst,
Arnór Gunnarsson
ps. ég vil taka fram að ég tengist þessari verslun ekki á nokkurn hátt. Ég leitaði upphaflega til þeirra þar sem ég bjó í sama bæjarfélagi á þeim tíma.
Á síðasta einu og hálfa árinu hef ég þrisvar sinnum þurft að fara með tölvu í viðgerð (mismunandi vélar nota bene). Í fyrsta skipti fór ég með vélina í Tölvutækni og þar fékk ég gríðarlega góða þjónustu og unnu þeir það verk sem vinna þurfti hratt og vel. Ekki var verra að þeir voru í ódýrari kantinum. Ég brá því á það ráð að leita aftur til þeirra þegar að önnur tölvu á heimilinu fór að vera með leiðindi. Aftur var þjónustan til fyrirmyndar og stóðst Tölvutækni væntingar mínar. Ég fór þaðan mjög sáttur.
Í dag þurfti ég svo að leita til þeirra í þriðja skipti. Ég er í prófatörn og þarf því á fartölvunni minni að halda. Eftir að hafa útskýrt mál mitt fyrir starfsmönnunum þar sögðu þeir mér að þeir myndu gera hvað þeir gætu. Vélin var tilbúin samdægurs og var verðlagningin mjög sanngjörn.
Ég mæli því eindregið með því að fólk leiti til þeirra. Reynsla mín af viðskiptum við Tölvutækni er frábær.
Virðingarfyllst,
Arnór Gunnarsson
ps. ég vil taka fram að ég tengist þessari verslun ekki á nokkurn hátt. Ég leitaði upphaflega til þeirra þar sem ég bjó í sama bæjarfélagi á þeim tíma.
laugardagur, 26. nóvember 2011
Umbúðapókerinn
Enn heldur umbúðapóker framleiðenda áfram. Frægt er orðið minnkaður Ópalpakki, nýtt útlit á smjörosti ásamt því að magnið fór úr 300g niður í 250g á öskju, minna í lakkríspokanum hjá Helga í Góu o.s.frv.
Núna var ég áðan í Nóatúni og sé að m.a. Havartí, Óðalsostur, Sterkur Gouda og Ísbúi eru komnir í nýjar umbúðir og með rosaflottum texta utaná um ostinn. Allir þessir ostar eru komnir núna í staðlaða 330g stærð og kostuðu allir 615kr. Ég greip með mér síðasta Ísbúan í gamla pakkanum og skannaði hann og nýja pakkan. Kemur þá ekki í ljós að gamla pakkningin er á 1710kr/kg en nýja er á 1864kr/kg.
Hvað ætla neytendur eiginlega að láta bjóða sér þessa vitleysu lengi?
Stefán Þór Sigfinnsson
Núna var ég áðan í Nóatúni og sé að m.a. Havartí, Óðalsostur, Sterkur Gouda og Ísbúi eru komnir í nýjar umbúðir og með rosaflottum texta utaná um ostinn. Allir þessir ostar eru komnir núna í staðlaða 330g stærð og kostuðu allir 615kr. Ég greip með mér síðasta Ísbúan í gamla pakkanum og skannaði hann og nýja pakkan. Kemur þá ekki í ljós að gamla pakkningin er á 1710kr/kg en nýja er á 1864kr/kg.
Hvað ætla neytendur eiginlega að láta bjóða sér þessa vitleysu lengi?
Stefán Þór Sigfinnsson
fimmtudagur, 24. nóvember 2011
Iphone.is hrósað
Fyrir viku sendi ég Iphone símann minn í viðgerð til Iphone.is frá Akureyri og þeir eyddu klukkustundum saman í að reyna að bjarga honum frá vatnsskemmdum. Utan við það að þeir létu mig vita jafnóðum hver staðan var á þjónustunni, þ.e. hvar í viðgerðarferlinu hann var þá ætluðu þeir bara að rukka mig 2000 kall fyri að komast að því að síminn væri ónýtur. Á sama tíma borgar maður oft 6000 kall fyrirfram bara í skoðunargjald.
Nema svo kemur aðalatriðið. Ég hafði samband við þá og sagði þeim að ég ætlaði að kaupa ódýrasta Iphone símann þeirra sem er á 94.990 og þá sögðu þeir: Auðvitað rukkum við þig þá ekkert fyrir viðgerðina því við vorkennum fólki sem lendir í þessari aðstöðu (ég keypi upprunalega ekki hjá þeim).
Og hvernig endaði þetta.... Jú þeir seldu mér símann, rukkuðu mig ekkert fyrir gamla símann (viðgerð) og keyrðu þá báða samdægus á flugvöllunn en aðallega borguðu þeir sendigarkostnað norður.....(3000 kall)
Við á Akureyri fáum aldrei svona þjónustu frá borginni en Iphone.is á skilið hrós árssins fyrir þjónustu, viðleitni og landsbyggðar-ó-mismunun.
Ég er svo hrikalega þakklát fyrir þá.
Kveðja Anna
Nema svo kemur aðalatriðið. Ég hafði samband við þá og sagði þeim að ég ætlaði að kaupa ódýrasta Iphone símann þeirra sem er á 94.990 og þá sögðu þeir: Auðvitað rukkum við þig þá ekkert fyrir viðgerðina því við vorkennum fólki sem lendir í þessari aðstöðu (ég keypi upprunalega ekki hjá þeim).
Og hvernig endaði þetta.... Jú þeir seldu mér símann, rukkuðu mig ekkert fyrir gamla símann (viðgerð) og keyrðu þá báða samdægus á flugvöllunn en aðallega borguðu þeir sendigarkostnað norður.....(3000 kall)
Við á Akureyri fáum aldrei svona þjónustu frá borginni en Iphone.is á skilið hrós árssins fyrir þjónustu, viðleitni og landsbyggðar-ó-mismunun.
Ég er svo hrikalega þakklát fyrir þá.
Kveðja Anna
miðvikudagur, 23. nóvember 2011
Ein upphífingarslá, tvö verð
Hreysti og Choke bjóða báðar uppá Iron gym upphífingarslá:
http://www.choke.is/is/vara/-iron-gym-total-upper-body-workout-bar
http://www.hreysti.is/?item=605&v=item
Choke selja sína á 6 og fimm
á meðan Hreysti bjóða þér hana á 9
Kv, SS
http://www.choke.is/is/vara/-iron-gym-total-upper-body-workout-bar
http://www.hreysti.is/?item=605&v=item
Choke selja sína á 6 og fimm
á meðan Hreysti bjóða þér hana á 9
Kv, SS
mánudagur, 21. nóvember 2011
Verðmunur
Var að skipta um bensíndælu í Subaru, í umboðinu var uppgefið verð á dælunni 120.000 kr. Keypti hana nýja á föstu verði á eBay og endaði hún á tæpar 12.000 kr. eftir innflutningsgjöld komin í okkar hendur!
Þá var ég einnig að skipta um kol í Siemens Siwamat þvottavél nýlega og keypti þau hjá umboðinu hér heima fyrir tæpar 7.000 kr. Sá síðan að sama vara var boðin (í flestar gerðir þvottavéla) fyrir 3-5 pund, umrædd kol hefðu kostað 5 pund komin til landsins, þ.e. fyrir VSK og tollafgreiðslugjald.
Úti í Bretlandi er enginn kostnaður lagður á innfluttar vörur (keyptar t.d. í gegnum eBay) fari verðmætið ekki yfir 18 pund, hér mætti gjarnan taka upp svipaða reglu.
Kv, Egill H
Þá var ég einnig að skipta um kol í Siemens Siwamat þvottavél nýlega og keypti þau hjá umboðinu hér heima fyrir tæpar 7.000 kr. Sá síðan að sama vara var boðin (í flestar gerðir þvottavéla) fyrir 3-5 pund, umrædd kol hefðu kostað 5 pund komin til landsins, þ.e. fyrir VSK og tollafgreiðslugjald.
Úti í Bretlandi er enginn kostnaður lagður á innfluttar vörur (keyptar t.d. í gegnum eBay) fari verðmætið ekki yfir 18 pund, hér mætti gjarnan taka upp svipaða reglu.
Kv, Egill H
föstudagur, 18. nóvember 2011
"Góð" þjónusta Icelandair
Langaði bara til að benda á "góða" þjónustu Icelandair. Þann 10. Nóvember sendu þér mér og öllum öðrum póst um afslátt á vildarpuntum, auka 20% við allar milifærslur. Ég er námsmaður og bý á Englandi og hugsaði frábært því flugið með express er yfir 65.000 kr og hátt í 90.000 kr til íslands frá London um jólin. Ég millifærði 19.000 punkta frá stjúppabba mínum og borgaði 3000 kr fyrir millifærsluna svo 9000 punkta frá mömmu minni og aftur greiddi ég 3000 kr fyrir þá vantaði mig bara 2000 punkta sem ég keypti og borgaði 5000 kr fyrir.
Sendi síðan inn bókunina en fékk þau svör að engin vildarflug væri laus frá 14.des - 10.jan.
Nú er ég 11.000 kr fátækari, búin að taka alla flugpunktana frá foreldrum mínum og hef ekkert flug. FRÁBÆRT!
Það er ekki eins og þetta séu ódýrt að kaupa vildarferð með Icelandair.
11.000 fyrir punkta og millifærslur
26.000 skattar og önnur gjöld plús 38.000 punktar.
En móðir mín hefur þegar boðist til að koma að sækja mig á árabát þannig vonandi kemst ég heim um jólin :)
Kær Kveðja,
Edda Margrét Halldórsdóttir
Sendi síðan inn bókunina en fékk þau svör að engin vildarflug væri laus frá 14.des - 10.jan.
Nú er ég 11.000 kr fátækari, búin að taka alla flugpunktana frá foreldrum mínum og hef ekkert flug. FRÁBÆRT!
Það er ekki eins og þetta séu ódýrt að kaupa vildarferð með Icelandair.
11.000 fyrir punkta og millifærslur
26.000 skattar og önnur gjöld plús 38.000 punktar.
En móðir mín hefur þegar boðist til að koma að sækja mig á árabát þannig vonandi kemst ég heim um jólin :)
Kær Kveðja,
Edda Margrét Halldórsdóttir
fimmtudagur, 17. nóvember 2011
Tópas/Ópal minnkar skammtinn
Var út í búð í dag og sá þá að Ópal og Tópas umbúðir hafa farið í megrun, áður voru þetta alltaf hefðbundnar Trölla-Tópas stærðir (litlir pakkar hafa ekki fengist um árabil) en nú hafa Trölla-stærðinar minnkað, orðnar mun mjórri og þynnri þó að hæðin haldi sér.
Innihaldið hefur líka rýrnað, nú eru 40 grömm í hverjum pakka en voru áður 60 grömm. Ekki er að sjá að verðið hafi líka lækkað um 33% við þessa breytingu sem hefur farið mjög hljótt. Reyndar er það svo að í stórmörkuðum þar sem ætti enn að vera til lager af eldri gerðinni þá eru þær hillur sem áður höfðu Ópal og Tópas nú tómar, þeim virðist hafa verið kippt úr umferð en ekki náðst að setja 40g pakkningarnar á sinn stað enn.
Það er búið að uppfæra magnið og myndirnar á heimasíðu Nóa-Síríus fyrir Opal, http://www.noi.is/Vorur/?b=3,616,products.tpl en ekki fyrir Tópas http://www.noi.is/Vorur/?b=3,624,products.tpl. Ég er með fyrir framan mig fjólubláan Tópas pakka sem er 40g en á heimasíðunni stendur enn 60g.
Ekki er að sjá neina tilkynningu frá Nóa-Síríusi um þetta og því virðist sem að þarna hafi orðið 33% laumuhækkun á þessari einu vöru yfir nótt.
--Tópaskall
Innihaldið hefur líka rýrnað, nú eru 40 grömm í hverjum pakka en voru áður 60 grömm. Ekki er að sjá að verðið hafi líka lækkað um 33% við þessa breytingu sem hefur farið mjög hljótt. Reyndar er það svo að í stórmörkuðum þar sem ætti enn að vera til lager af eldri gerðinni þá eru þær hillur sem áður höfðu Ópal og Tópas nú tómar, þeim virðist hafa verið kippt úr umferð en ekki náðst að setja 40g pakkningarnar á sinn stað enn.
Það er búið að uppfæra magnið og myndirnar á heimasíðu Nóa-Síríus fyrir Opal, http://www.noi.is/Vorur/?b=3,616,products.tpl en ekki fyrir Tópas http://www.noi.is/Vorur/?b=3,624,products.tpl. Ég er með fyrir framan mig fjólubláan Tópas pakka sem er 40g en á heimasíðunni stendur enn 60g.
Ekki er að sjá neina tilkynningu frá Nóa-Síríusi um þetta og því virðist sem að þarna hafi orðið 33% laumuhækkun á þessari einu vöru yfir nótt.
--Tópaskall
sunnudagur, 13. nóvember 2011
Ódýrt í sund á Íslandi?
Eitt af því fáa sem gerir það að búa á Íslandi eitthvað spes eru allar þessar frábæru sundlaugar. Hvergi annars staðar er eins mikið af góðum laugum og í Reykjavík og það er tiltölulega ódýrt ofan í: 450 kall eitt skipti, 3.000 fyrir 10 skipti og 28.000 kr fyrir árið.
Hvernig er þetta annars staðar? Þá er ég ekki endilega að taka með inn í dæmið að laugarnar séu ískaldar, stútfullar af klór og engir heitir pottar.
Eftir smá gúggl komst ég að eftirfarandi. Þetta eru verð á einu skipti:
230 kr (2 cad) í Toronto, Kanada (sjá hér)
2.687 kr (130 nok) í Trondheim, Noregi (sjá hér)
753 kr (4.70 evrur) í Helsinki, Finnlandi (sjá hér)
465 kr (4 $) í Farmington, Minnesota, USA (sjá hér)
452 kr (300 yen) í Tokyo, Japan (sjá hér)
690 kr (32 dkr) í Köben, Danmörku (sjá hér)
Fyrir utan Kanada (sem er eins og fólk veit, besta land í heimi), þá virðist sundferðin á Íslandi vera nokkuð samkeppnisfær, þrátt fyrir að verðin hafi hækkað nokkuð sl misseri.
Dr. Gunni
Hvernig er þetta annars staðar? Þá er ég ekki endilega að taka með inn í dæmið að laugarnar séu ískaldar, stútfullar af klór og engir heitir pottar.
Eftir smá gúggl komst ég að eftirfarandi. Þetta eru verð á einu skipti:
230 kr (2 cad) í Toronto, Kanada (sjá hér)
2.687 kr (130 nok) í Trondheim, Noregi (sjá hér)
753 kr (4.70 evrur) í Helsinki, Finnlandi (sjá hér)
465 kr (4 $) í Farmington, Minnesota, USA (sjá hér)
452 kr (300 yen) í Tokyo, Japan (sjá hér)
690 kr (32 dkr) í Köben, Danmörku (sjá hér)
Fyrir utan Kanada (sem er eins og fólk veit, besta land í heimi), þá virðist sundferðin á Íslandi vera nokkuð samkeppnisfær, þrátt fyrir að verðin hafi hækkað nokkuð sl misseri.
Dr. Gunni
föstudagur, 11. nóvember 2011
Vafasöm tilboð á Tilboðsvefjum?
Þessir nýju tilboðsvefir hafa verið vinsælir uppá síðkastið. Þá á ég við þá sem birta tilboð á einhverri vöru eða þjónustu á snarlækkuðu verði í vissan tíma og ákveðinn fjölda þarf til að taka tilboðinu svo þar verði virkt. Ég hef fylgst með þessu undanfarið og sé ekki betur en flest allt sem í boði er sé upphaflega á hærra verði en eðlilegt geti talist - þ.e. hækkað áður en rosaafslátturinn er reiknaður.
Tek bara eitt dæmi sem er í gangi akkúrat núna á aha.is, þar er prentari/skanni til sölu sem sagður er kosta 12.900 á fullu verði, en með 54% afslætti kostar hann 5.900. Sami prentari kostar í Elko 9.895.
Er eðlilegt og löglegt að leika þennan leik, ég bara spyr?
Kveðja - Ingibjörg
Tek bara eitt dæmi sem er í gangi akkúrat núna á aha.is, þar er prentari/skanni til sölu sem sagður er kosta 12.900 á fullu verði, en með 54% afslætti kostar hann 5.900. Sami prentari kostar í Elko 9.895.
Er eðlilegt og löglegt að leika þennan leik, ég bara spyr?
Kveðja - Ingibjörg
þriðjudagur, 1. nóvember 2011
Síminn okrar á rafhlöðu
Ég þarf að kaupa nýja rafhlöðu í farsímann minn. Hún heitir Sony Ericsson BST-37. Síminn selur hana á 6.490 krónur! Sömu rafhlöðu má fá hjá Símabæ á 2.990 kr. Síminn okrar þarna, greinilega í því skyni að fá fólk til þess að kaupa nýjan síma í stað nýrrar rafhlöðu. En það er eins með gamlan síma og nýjan, hann getur týnst í dag eða orðið ónýtur af einhverjum ástæðum en hann getur líka enst í nokkur ár. Það er ekki endilega betra að kaupa nýjan.
Bestu kveðjur,
Pétur Halldórsson
Bestu kveðjur,
Pétur Halldórsson
Okur í Ikea
Mig langar svo að benda á verðið á díóðu (DIODER) ljósum í Ikea (það heitasta í ljósum í dag). Á meðan ljósin kosta 226 kr danskar (4838 ísl.) á ikea.dk, þá kosta þau 8990 hér á Íslandi - á Ebay kostar þetta svo í kringum 34 dollara. Þau eru sem sagt rétt tvöfalt dýrari á Íslandi en í DK.
Vörunúmerið er til dæmis 00191735.
Kveðja, Ingibjörg.
Vörunúmerið er til dæmis 00191735.
Kveðja, Ingibjörg.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)