fimmtudagur, 1. september 2011

Húsasmiðjan okrar á berjatínum

Aðal uppskerutími ársins er þessa dagana og þ.á.m. berjum. Ég er með sumarbústaðakot í Borgarfirðinum og þar er talvert af berjum sem ég hef verið að tína á hverju ári. Nú er svo komið að barnabörnin eru farin að tína líka og þá vantaði mig berjatínu.

Ég fór í Húsasmiðjuna og þar kostar sú gamla góða með taupoka 3700.- og ný gerð úr plasti 2400.-.

Mér fannst það full dýrt þannig að ég gekk út.

Fór í morgun í Fjarðarkaup og þar kostaði samskonar tínur 1900.- með taupokanum og 1200.- þessi úr plastinu.

Nú spyr ég: Er þetta hægt? Er þetta það sem Húsasmiðjan er að auglýsa?

Með Kveðju,
Jónas Marteinsson

4 ummæli:

  1. Kannski "Mestu gæðin" ?

    SvaraEyða
  2. Þetta hljóta að vera lífrænt ræktaðar berjatínur hjá Húsasmiðjunni. kv Guðrún

    SvaraEyða
  3. Passið ykkur á verðlagningunni, bæði í húsasmiðjunni og Byko.

    Í fyrsta lagi eru þeir ekkert að panta inn af vörum, og í öðru lagi er verið að selja vörurnar eins og þetta sé hvert annað þrotabú, á hæsta mögulega verði.

    --einn sem býður spenntur
    eftir samkeppni frá Bauhaus

    SvaraEyða
  4. Bauhaus mun aldrei koma

    SvaraEyða