þriðjudagur, 13. september 2011

Brjálæðisleg verðlagning á legum

Um er að ræða hliðarlegur í Patrol afturdrif. Það þarf tvær legur og hver lega samanstendur af tveimur hlutum: Kón númer 17831 og legu númer 17887.

Eitt sett (kónn + lega) af Timken legum hjá Fálkanum kostar c.a. 29.000,- eða c.a. 58.000,- bæði settin. (hjá Poulsen NSK legur 27.000,- eitt sett) Með því að slá inn númerin á legunum og kónunum í E-bay fengust upp sömu Timken legurnar nýjar. Þar kostuðu báðar legurnar og báðir kónarnir 96,28 USD eða 11.331,- Þarna vantar auðvitað inn í öll aðflutningsgjöld, vsk og tolla en þetta eru litlir og léttir hlutir. Munurinn er allt of mikill til að skýrast af einhverjum mismunandi markaðssvæðum. Þetta er einfaldlega brjálæðisleg verðlagning.

Kv.
Óskar

1 ummæli:

  1. Bættu við þetta $30 í sendingarkostnað. Bættu svo ofan á þetta ofurtollum+vsk "Icelandic style" og þá endarðu í ca. 25þ.

    Vandamálið við svona innflutning er að verðið sem þú ert að borga á ebay er mjög sennilega svipað ef ekki lægra en verðið sem Fálkinn borgar sjálfur. Ég rek netverslun og hef mikið lent í því að verðin sem ég fæ beint frá framleiðendum eru svipuð og verðin sem ég get fengið á ebay.

    Svo bætir auðvitað Fálkinn sinni 100%+ álagningu við og þá eru kominn með 58.000 kr. :)

    SvaraEyða