þriðjudagur, 26. júlí 2011

Dýrt kaffi á hálendinu

Hálendismiðstöðin í Hrauneyjum selur kaffibolla úr pumpu á 400 kr. Bolli úr samskonar pumpu nokkrum km neðar í Árnesi kostar 200 kr. Þar sem poki af ágætis kaffi kostar um 800 kr finnst okkur þetta nokkuð vel í lagt hjá Hálendismiðstöðinni.
Jeppamaður

fimmtudagur, 21. júlí 2011

Okur, tilboð og afslættir

Eitt af því sem er gjörsamlega óþolandi við að búa á Íslandi er tilhneiging verslana til að selja hluti á fáránlega háu "listaverði" en útdeila svo afsláttum hingað og þangað (m.a. í formi "punkta") og bjóða upp á stöðug "tilboð" þar sem hlutirnir eru seldir á eðlilegu verði.

Erlendis eru hlutirnir einfaldlega seldir á eðlilegu verði, og svo eru gamlar eða of miklar birgðir seldar á tilboðum vikunnar eða á útsölum sem eru 2-3 sinnum á ári. Hér heima lætur fólk okra á sér dagsdaglega, og flykkist svo í tilboðsdagana til að gera "góð" kaup sem reynast vera bara sambærilegt eða örlítið hærra verð en hluturinn er seldur á erlendis.

Nokkur dæmi:

- N1: Selur Britax-barnabílstóla á okurverði. Ef þú ert tryggður hjá Sjóvá eða þekkir einhvern sem er þar þá færðu hins vegar 40% "afslátt" eða réttara sagt bílstól á svipuðu verði og þeir eru seldir á í nágrannalöndunum án afsláttar.
- Olíufélögin almennt: Útdeila 4-8 kr. afsláttum til starfsmanna hjá hinum og þessum fyrirtækjum en aðrir þurfa að sætta sig við háa alagningu.
- Krónan: Listaverð á kjöti er það sama og í kjötborðinu í Nóatúni sem er með sömu eigendur. Allt kjöt í Krónunni er því á "afslætti". T.d. áttu að halda að þú sért að gera frábær kaup þegar þú færð svínahnakka á 20% "afslætti", enda er það auglýst sem "grísakjötsútsala" í hverri einustu viku. Kjötið er formerkt á Nóatúnsverði þannig að það er í rauninni engin leið að átta sig á hvað bakkinn kostar af neinu nema vera með reiknivél á sér (eða vera snillingur í hugarreikningi)
- Byko og Húsasmiðjan: Don't get me started!

Eini möguleikinn sem ég sé í stöðunni er að versla bara meira við aðila sem bjóða bestu kaupin árið um kring og þurfa hvorki tilboð né afslætti til þess. Auglýsa góðu verðin sín ÁN afsláttar í blöðunum. Þeir sem mér dettur í hug eru Bónus, IKEA og Tiger. Einhver fleiri dæmi um okur/afsláttarbúllur eða heiðarlega kaupmenn?

Óskar nafnleyndar

miðvikudagur, 20. júlí 2011

Ætli Poulsen hafi ruglast í kommusetningunni í álagningarprósentunni?

Ég er með rafmagns (heitan) pott, sem eftir margra ára notkun fór að leka. Smá lúxusvandmál. Sprunga var komin í plasttengistykki, sem tengir saman barkann úr nudddælunni við rörin í nuddstútana. Mér var tjáð að í stað þess að gera við stykkið þá gæti ég fengið efni í sambærilegt unit í Poulsen f ca 8000 kr.

Ég þangað.

Þegar loks var búið var að finna til stykkin, sem þurfti til að mynda tengi-unitið (tvö rör með 4 götum, tvö rör með 6 götum, tvö endalok, eitt millistykki og barka sem ég átti að saga í tvennt og lím til að líma dótið saman) og reikningurinn kominn í ca 6000, kom að því að finna til 20 stúta, sem ég þurfti víst líka að kaupa. Þ.e. plast hólka á stærð við naglalakksglas úr pvc, til að stinga í götin á rörunum til að tengja við plaströrin í nuddstútana. Í ljós kom að stykkið af þeim átti að kosta 512 krónur. Tuttugu sinnum 512 eru yfir 10 þúsund krónur!. Ég held að Poulsen hafi ruglast í kommusetningunni í álagningarprósentunni.

Ég sagði nei takk og læt laga stykkið hjá Plastviðgerðum Grétars, sem oft hefur hjálpað í sambærilegum málum.

Kjartan Potter

miðvikudagur, 13. júlí 2011

Vælt yfir tollmeðferðargjaldi

Mig langaði að væla yfir gjaldtöku hjá Póstinum vegna lítilla tollsendinga, en fyrir hverja sendingu rukka þeir fast 550 kr. tollmeðferðargjald.

Ég hef verið að panta bækur frá bookdepository.co.uk, meiriháttar búð sem selur bæði UK og US útgáfur af bókum, sendir frítt um allan heim og tekur við PayPal greiðslum.

En gallinn er sá að þeir senda bækurnar oftast eina og eina í umslagi. Svo ef þú pantar tólf bækur færðu tólf umslög og borgar 550 kr. tollmeðferðargjald fyrir hverja einustu bók, bækur sem kosta kannski 1000-1500 kall hver.

Kannski rétt að taka það fram að nú sendir Amazon.co.uk frítt til Íslands, svo að Book Depository er ekki eini kosturinn nema fyrir bækur sem fást ekki á Amazon eða ef þú vilt nota PayPal inneign í bókakaup.

En ef þú velur ókeypis möguleikann á Amazon geturðu samt átt von á að fá bækurnar í fleiri en einum pakka, jafnvel eina skitna ljóðabók í stökum pakka eins ég á í vændum núna (pff!).

Lausn: tollmeðferðargjald verði ákveðin prósenta af virði sendingarinnar en þó að hámarki 550 kr.

kv. Helgi

laugardagur, 2. júlí 2011

Xbox verðsamanburður

Hérna er verðsamanburður á xbox 360 með kinect á milli tveggja netverslana og svo tveggja verslana

Buy is - 69.990
Búðin - 79.999

semsagt 10.009 kr dýrara hjá budin.is

Elko og Hátækni

Hátækni - 86.995
Elko - 89.995

Án kinect:

Buy.is - 44.990
fæst ekki hjá budin.is

Elko - 59.995
Hátækni - 59.995

Óskar nafnleyndar

Af Kópal Glitru

Fór í Byko í Breiddinni á sunnudaginn fyrir viku og keypti tvær 10 lítra
fötur af Kópal Glitru málningu. Stykkjaverðið var 13.500. Þegar ég kom
aftur í gær (sunnudag), til að bæta við einni fötu, kom mér það ánægjulega
á óvart að þessi tiltekna málning var komin á tilboð. Verðið var merkt sem
“sérverð” og til undirstrikunar blikkaði rautt S A L E merki til hliðar
við upphæðina sem var búin að hækka um 2000 kall og stóð nú í 15.500
krónum. Eftir stutt karp við þjónustustúlku sem þótti ekkert tiltökumál
að varan hefði hækkað um tvöhundruðkall (?) fékk ég að tala við
verslunarstjórann. Sá leiddi mig í sannleikann um málið: Málningin hafði
verið á tilboði vikuna áður en var nú komin á sitt eðlilega verð,
sérverðið. Blikkandi S A L E merkið sýndi að varan var til sölu.
Verslunarstjórinn fær eitt prik fyrir að láta loks þriðju dolluna á sama
verði og hinar tvær. Læt öðrum um að meta hve mörg mínusast fyrir svona
leikfimi.
p.s Hringdi mér til gamans í Málningu sem framleiðir þessa tilteknu
málningu en þeir selja þessa dós á 21.500 kr. í dag mánudag (27.6.2011).
Það er best ég drífi mig að klára verkið...
Andrés

Engin uppfærsla á Sony-vél fyrir W7

Sony er orðið það stórt kompaní að að það þarf ekki að hugsa um
notendur. Við eigum Sony TRV245E digital videóvél en þegar tölvan var
uppfærð í Windows 7 kom í ljós að það var engan stuðning að fá frá Sony.
Væntanlega gert ráð fyrir því að við myndum henda "gömlu" vélinni í
rusið og hlaupa út í búð og kaupa nýja vél (frá Sony?). Þegar leitað er
á þjónustusíðum Sony er maður leiddur í endalausa hringi sem enda með
því að maður gefst upp. Sem er markmiðið!
Sony fær falleinkunn!!!
Gunnar

Kaffibaunir - OKUR í Nóatúni

Má til með að "kvarta" undan okri hér, kaupi mér stundum svona súkkulaðihúðaðar
kaffibaunir frá kaffitár svona sælgæti fullorðna fólksins! Allavega þá kosta einn lítill pakki 430 kr í sjálfu Kaffitár. Í okurbúllunni Nóatúni er sami pakkinn kominn
uppi 989 KR og finnst mér það full mikið af því góða, fyrir ca 3 vikum kostaði
pakkinn um 749 kr og fannst mér nú alveg nóg þá hvað þá núna 989 kr – hvað er í gangi?

Ekki veit veit ég hvernig stendur á þessari gríðarlega verðmuni en mér blöskraði í gær,
efast stórlega um að verðið lækki þrátt fyrir að starfsmaður á kassa ætlaði að
koma því til skila eins og honum sé ekki sama en EKKI MÉR!!!

Gerður

Of mikil hækkun hjá Te og kaffi

Ég er sólginn í kaffið og kaffidrykkina frá Te og Kaffi en mér blöskraði um daginn þegar ég sá að þeir höfðu hækkað verðið á frappó úr 450 í 590 krónur. Minn drykkur einfaldur lítill latte kostar 470 krónur eftir hækkun og í honum er eitt „skot“ af espresso kaffi og tveir desilítrar af mjólk. Það tekur um það bil 2 mínútur að útbúa þennan drykk. Ég fékk þær útskýringar að það væru hækkanir á heimsmarkaðsverði á kaffi og hækkunin á mjólk væri þar líka inni. Samt sem áður finnst mér 120 krónur á einföldum latte skuggaleg hækkun og ég mun þessvegna beina viðskiptum eitthvað annað.
Kveðja,
K. Helgi