sunnudagur, 25. apríl 2010

Góð þjónusta hjá Heimilistækjum, Akureyri

Tekið af www.er.is

Ég fór í Heimilistæki á Akureyri í dag og keypti mér þvottavél á tilboði
hjá þeim. Svo þegar við erum búin að setja vélina upp og tengja og allt
klárt ætla ég að fara að þvo, þá blikka bara einhver villuboð á skjánum á
vélinni og skv. leiðarvísinum var þetta það alvarlegt að hún yrði að fara
á verkstæði. Þegar þarna kom við sögu var klukkutími frá því að búið var
að loka búðinni. Ég ákvað þó að hringja í sölumanninn bara til að láta
hann vita af þessu og að það væri þá von á mér á mánudaginn með vélina til
baka. Ég baðst innilega afsökunar á því að vera að hringja í hann eftir
vinnutíma og hann sagði það vera allt í góðu. Hann segir mér svo að hafa
samband við verslunarstjórann og gaf mér upp símanúmerið hans. Ég hringdi
í verslunarstjórann og sagði honum frá vélinni, hann spyr mig þá hvar ég
eigi heima, því hann ætli bara að fara og ná í nýja vél, koma með hana
heim, tengja hana fyrir mig og taka fyrri vélina til baka. 30 mín síðar er
hann kominn með vélina, búinn að tengja hana og hún komin af stað. Hann
bað mig afsökunar á því að ég hefði fengið bilaða vél og sagði mér svo að
þetta væri ekki eins vél heldur týpan fyrir ofan.

Ég tengist ekki höfundi. Mér fannst bara rétt að þetta rataði til þín til
að fagna þeim fyrirtækjum sem leggja sig fram við að veita góða þjónustu.
Tryggvi

5 ummæli:

  1. Frábært að heyra af svona góðri þjónustu!

    SvaraEyða
  2. Þetta er frábært og mættu fleiri taka svona þjónustu sér til fyrirmyndar

    SvaraEyða
  3. Ég hef verslað við þá í 13 ár, næstum öll stór heimilistæki keypt af þeim. Verðið hjá þeim er oftast nær í lægra kantinum og þjónustan alltaf til fyrirmyndar.
    Ég keypti hjá þeim uppþvottavél, hún lak lítilega vegna þess að lítill tappi hafði dottið úr.
    En þessi litli en langvinni leki hafði eyðinlagt parketið í eldhúsinu. Og viti menn, þeir sendu mann á staðinn til að líta á vélina, hann langaði það eins og skot, 2 dögum seinna var kominn maður til að meta tjónið.
    Við enduðum á því að fá inneign hjá þeim sem tjóninu nam ( við vildum hafa það þannig) og fegum okkur nýjann frystiskáp.
    Nú er verið að pæla í nýrri þvottavél, og ég fer bara beint inn á ht.is

    SvaraEyða
  4. Ég hef líka verslað við HT Akureyri og þjónustan hjá þeim er 100%. Vandamálum er reddað strax vörur keyrðar heim og svo framvegis. Heimilistæki Reykjavík mætti taka þá sér til fyrirmyndar.

    SvaraEyða