miðvikudagur, 7. apríl 2010

Annar kostnaður & greiðslugjald

Þegar ég sótti póstinn í morgun beið mín greiðsluseðill frá Íslandsbanka.
Rukkun vegna sjúkraþjálfunar. Rukkunin sundurliðast svona:
Höfuðstóll 817 krónur Annar kostnaður 250 krónur Greiðslugjald 220 krónur = 1.287 krónur.
Innheimtuþóknun Íslandsbanka fyrir að senda út eina rukkun og póstleggja
hana 470 krónur eða 57,5 % álag á höfuðstólinn.
Ekki veit ég hvað Íslandsbanki kallar þetta en ég kalla þetta okur.
Tryggvi

1 ummæli:

  1. Þetta er ekki okur þetta er rán :)

    Löngu búið að banna fyrirtækjum að rukka kúnna fyrir að rukka hann í fyrstu atrenu allavega.

    Það sem þú gerir er að þú hringir í fyrirtækið sem er að rukka þig. Biður um reikningsnúmer og kennitölu svo þú getir millifært á þau það sem þú skuldar þeim. Sleppir svo auðvitað öllum þessum nýju gjöldum fyrir að rukkunarþjónustu.

    Það er ekkert sem fyrirtækið getur gert við þessu. Þú skuldar bankanum þeirra ekki krónu fyrir þjónustu sem þau ákváðu að kaupa.

    SvaraEyða