þriðjudagur, 2. ágúst 2011

Verðtryggingin - Mesta okur Íslandssögunnar?

Verðtryggin er alveg frábært fyrirbæri - fyrir þann sem lánar. Maður tekur lán og borgar af því mánaðarlega í svo og svo langan tíma. Í siðuðum samfélögum (með nothæfan gjaldeyri) ætti lánið að lækka, rétt? Á Íslandi hækkar það hins vegar bara og það ekkert smá.

Einu sinni voru víst bæði laun og lán verðtryggð, og meikar þetta þá kannski aðeins meiri sens. "Verkalýðsforystin" mun hafa samið rassinn úr buxunum í þessu dæmi og eftir sitjum við með sífellt hækkandi íslensku lánin okkar.

Stundum kemur upp umræða um að "afnema verðtrygginguna" en svo koðnar hún bara niður jafnóðum og lánin halda áfram að hækka. "Norræn velferðarstjórn" eða ekki, splittar ekki diff.

Hagsmunasamtök heimilina er ekki að fíla þetta og hér er ágætis grein eftir Andreu J. Ólafsdóttur, formann Hagsmunasamtakanna - Margföld svikamylla verðtryggingarinnar.

Í tilefni af mánaðarmótunum,
Dr. Gunni

7 ummæli:

  1. Doktorinn hlýtur þá samkvæmt þessu að vera hlynntur ESB aðild.

    SvaraEyða
  2. Eru ekkert nema börn og aðrir vanvitar á þessari annars ágætu síðu hjá þér Herra Dr. Gunni?

    Er það að vera á móti okri yfirlýsing um aðild og ekki aðild einhverra klúbba úti í bæ?

    Andsk... þarf nú ekki að láta moðhausana hérna koma fram undir nafni?

    SvaraEyða
  3. Órökstutt skítkast er frábært.

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus #2 Það sér það hvert einasta mannsbarn sem það vill að við þurfum nýjan gjaldmiðil bökkuðum upp af sterku efnahagslegu kerfi til þess að getað farið í það að afnema verðtrygginguna.

    Annars eru allar líkur á því að krónan verði í frjálsu falli.

    SvaraEyða
  5. Nei við þurfum ekkert endilega annan gjaldmiðill.
    Við getum notað hvaða gjaldmiðil sem er en á meðan efnahagstjórninn er léleg þá erum við í vondum málum.

    Gott dæmi um lélega efnahagstjórn og sterkan gjaldmiðil er Grikkland.

    Meðan við eiðum meira en við öflum gengur dæmið ekki upp algerlega óháð því hvaða tegund af mælieinigu við notum til að mæla verðmætin.

    það voru menn sem settu verðtrygginguna á og það þarf menn til að afnema hana, flóknara er það ekki.

    Vandamálið er að verðtryggingin hefur gert það að verkum að menn hafa komist upp með að halda uppi mjög lélegri hagstjórn, við venjulegar kringustæður (lesist án verðtryggingar) væru peningaöflinn búinn að grípa í taumanna og farinn að krefjast ábyrgar hagstjórnar.

    SvaraEyða
  6. Mig langar að hvetja alla þá sem vilja afnema okrið og styðja breytingar í átt að nýju og réttlátara lánakerfi til að skrifa undir kröfuna á www.undirskrift.heimilin.is

    SvaraEyða
  7. Andrea hver er kostnaðurinn við kröfu ykkar í krónum talið og hvað þarf að skera mikið niður til þess að ná að fjármagna þetta og felst eitthvað í þessu að hrófla verið við innistæðum í lífeyrissjóðunum ?

    SvaraEyða