mánudagur, 8. ágúst 2011

Útsölumarkaður stendur ekki undir nafni

Ég fór á markaðinn í Laugardalshöllinni um daginn og langaði að athuga hvort ég gæti gert góð kaup. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar ég labbaði um og sá að margt þarna inni var á sama verði og út í búð. DVD-myndir voru á sama verði og myndirnar í Elko. Ég sá spil sem ég er búin að vera að skoða í Hagkaup og þegar ég sá að það var 100 kr dýrari á markaðinum þá var mér nóg boðið og spurði afgreiðslumanninn hvort þetta væri ekki afsláttarmarkaður og sagði honum frá þessu þá yppti hann bara öxlum og gat engu svarað. Rosalega væri ég fegin ef svona markaðir væru ALVÖRU markaðir. Ég hélt að það væri meiningin með svona mörkuðum að verslanir eða heildsalar væru að reyna að losna við lagerdótið og leyfa fólki að versla mjög ódýrt.

kv Nafnlaus

8 ummæli:

  1. Ég varð líka fyrir miklum vonbrigðum með þennan markað

    -Hildur M.

    SvaraEyða
  2. Merkilegt hvað margir af þessum mörkuðum slá í raun og veru lítið sem ekkert af verðinu. En sálfræðin er þessi: Auglýsið útsala eða lækkað verð og fólk hleypur til og kaupir ... jafnvel þótt ekkert hafi verið slegið af!
    Þarf ekki að setja skýrar reglur um svona útsölumarkaði???

    SvaraEyða
  3. Sama tilboðs/afsláttarsvindlið og ræður ríkjum nánast allsstaðar. Beinum frekar viðskiptum okkar til þeirra sem stunda ekki þessa viðskiptahætti (sbr. þráð rétt fyrir neðan): Bónus, IKEA, Rúmfatalagerinn, Elko, Múrbúðin. Dæmin hið gagnstæða eru því miður sárafá :(

    SvaraEyða
  4. kolaportið er álíka - var að skoða notaðar bækur og sá eina sem mér leist ágætlega á - verðið var 1000 kr. ég gekk í burtu - læt ekki bjóða mér okur á notuðum bókum!

    SvaraEyða
  5. Diskurinn Stuð Stuð Stuð sem er glænýr diskur kostar 2499 í Hagkaup en kostaði 2999 á markaðnum. Einnig voru þarna nákvæmlega eins bangsar í sama vörumerki og Hagkaup selur nema þeir eru ódýrari í Hagkaup.

    Ömurlegt fyrir fólk sem kemur á markaðinn í góðri trú og heldur að það sé að gera góð kaup en svo kemur í ljós að Hagkaup sem er ekki ódýrasta búðin í bænum bjóði betra verð.

    SvaraEyða
  6. sammála einhverjum að ofan að það ættu að vera reglur um svona markaði, einhver ætti að fylgjast með hvernig verðin eru.

    SvaraEyða
  7. Hrikalega slappur markaður. Sá ekki neitt á góðu verði.

    SvaraEyða
  8. Útsölumarkaðir eru bara plat hefur reynslan kennt mér.

    SvaraEyða