mánudagur, 8. ágúst 2011

Stríð við Vestmannaeyjar í uppsiglingu?

Sundlaug Vestmannaeyja rukkar börn sem ekki eru frá Vestmannaeyjum um 150 krónur
fyrir staka sundferð. Börn sem eiga lögheimili í Vestmannaeyjum borga ekkert.
Er ekki möguleiki á því að Sundlaugar í Reykjavík rukki Vestmanneyinga aukalega fyrir það eitt að vera Vestmannaeyingar ?
Karl

19 ummæli:

  1. Minnir soldið á aðkomumanninn á útihátíðinni í Herjólfsdal sem mátti greiða þúsundir fyrir verkjapillu sem kostar um 50kr.

    SvaraEyða
  2. Hvers vegna er einhver að heimsækja Vestmannaeyjar ?

    Munið þið þegar Herjólfur var tekin úr höndum Vestmanneyinga og settur í útboð ?

    Þar var um hunduð milljóna að ræða, sem við hin vorum búin að borga í einhver ár fyrir þessa íbúa Vestmannaeyja !!!

    SvaraEyða
  3. Gott mál! Foreldrar barna í Eyjum hafa þegar greitt með gjöldum sínum og þarna er komið í veg fyrir væl um að útlendingar greiði fyrir slíkt. Frábært framtak!

    SvaraEyða
  4. Kynþáttafordómar?

    SvaraEyða
  5. Vestmannaeyingar eru búnir að borga fyrir sín börn með útsvarinu segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Ekki í fyrsta sinn sem þvæla vellur út honum hahahaha. Vestmannaeyjabær er eina sveitarfélagið sem gerir greinarmun á því hvort börn séu búsett í sveitarfélaginu eða ekki.

    SvaraEyða
  6. Golfklúbburinn hjá þeim er líka kominn á blað yfir aðila sem mismuna eftir búsetu.
    Opið mót hjá þeim um helgina auglýst á Golf.is sem er á vegum GSÍ, í það kostar 4000kr fyrir aðkomufólk en 3000kr fyrir heimamenn.
    Hvers vegna Ölgerðin kennir sig við slík vinnubrögð er ofar mínum skilningi.
    Spurning með að óska eftir formlegri yfirlýsingu frá ÍSÍ?
    Fyrir hvað stendur merki GSÍ og þar með ÍSÍ?
    Áfengi og mismunun?

    SvaraEyða
  7. Ef rétt er hættum að versla við Ölgerðina

    SvaraEyða
  8. Þeir sem borga skattana sína í Eyjum, þeir fá aukin fríðindi. Það er bara eðlilegt. Þannig er þetta allsstaðar, til dæmis með bókasafnskort á Akureyri. Ef þú ert með lögheimili á Akureyri færðu það frítt, þú ert búinn að borga það með sköttunum þínum til bæjarins, og svona mætti lengi telja um allt land. Ekkert að þessu, bara væl í Nafnlausum.

    SvaraEyða
  9. Það er bara alls ekki rétt að Vestmannaeyjar séu eina sveitarfélagið sem býður íbúum sínum upp á betri kjör í sundlauginni sinni þó svo lausleg könnun Pressunnar sýni svo.
    Einnig má benda á það að börn undir 10 ára aldri fá frítt í sundlaugina í Vestmannaeyjum óháð búsetu. Á flestum öðrum stöðum er miðað við forskólaaldur.

    SvaraEyða
  10. Pressan,þriðjudagur, 9. ágúst 2011:
    "Lausleg athugun Pressunnar bendir hins vegar til þess að Vestmannaeyjabær sé eina sveitarfélagið sem geri greinarmun á því hvort börn séu búsett í sveitarfélaginu eða ekki."

    Það er greinilega ekki nóg að svala fégræðginni með óhóflegu verði á hina árlegu rigningarhátíð heldur þarf líka að kroppa krónurnar af utanbæjarbörnum í sund. Sannir Vestmannaeyingar í anda Árna Johnsen haha.

    SvaraEyða
  11. Sveinn Ágúst Kristinsson10. ágúst 2011 kl. 04:55

    Þetta er sorgleg umræða, eins og Elliði bendir réttilega á eru við þegar búin að borga gjöld fyrir okkar börn með útsvarinu. Og annað hér að ofan segjir eitthver að þið hin hafið borgað hundruðir miljóna í Herjólf. Virkilega?? Er hægt að vera svona vitlaus skoðið tölurnar. Vestmannaeyjingar hafa ALLTAF sett miiiikið meira í ríkiskassann heldur en við höfum fengið úr honum. Og þar munar ekki eitthverjum nokkrum þúsundköllum. Það erum við sem erum að halda ykkur á floti og þá sérstaklega eftir hrun, en eins og höfuðborgarbúar hafa fengið að kynnast eru peningar ekki búnir til í bankanum!

    SvaraEyða
  12. Sveinn ertu að segja að Vestmannaeyingar með menn eins og td og Árna Johnsen og Magnús Kristinsson haldi öðrum á floti?
    Meitillinn í Þorlákshöfn, það góða fyrirtæki, hvað varð um það eftir samruna við Vinnslustöðina?
    Ég held Sveinn Ágúst að þú ættir ekki að opna á þessa umræðu. Það er yrði Vestmannaeyjum ekki til framdráttar heldur einungis til minnkunar.

    SvaraEyða
  13. Sveinn Ágúst Kristinsson10. ágúst 2011 kl. 09:24

    Nafnlaus, það ætla ég mér svo sannarlega að gera. Og þykir mér alveg með ólíkindum að þú skulir draga fram útrásarvíking í þessa umræðu þar sem að flestir þeirra og með stærstu skuldabaggana koma einmitt frá stór Reykjarvíkursvæðinu.
    Vinnslustöðin er mjög vel rekið fyrirtæki sem að hefur unnið MEÐ kerfinu alla tíð og menn uppskera bara nákvæmlega eins og þeir sá. Meitilinn hefur ekki verið betur rekið en svo að þeir sáu sér ekki annað fært en að sameinast öðru fyrirtæki.

    Ég held að þú ættir að skella þér útí búð og versla þér manndóm til þess að kommenta undir nafni og vera ekki að draga Árna Johnsen inní umræðu um hversu mikið Vestmannaeyjingar skila til þjóðarbúsins.

    SvaraEyða
  14. Vestmanneyjar eru ekki eini staðurinn á landinu sem hafa þennan háttinn á. Sama regla gildir í sundlauginni á Egilsstöðum. Þannig að það er rangt hjá þeim sem halda því fram að Vestmanneyjar séu eina sveitarfélagið sem gera greinarmun á börnum búsettum í sveitarfélaginu eða utan þess. Lágmark að vera með staðreyndirnar á hreinu en ekki bulla út í loftið á netinu.

    SvaraEyða
  15. Stenst einfaldlega ekki jafnræðisreglu skv. lögum!

    SvaraEyða
  16. Fólki er velkomið að borga útsvarið sitt í Vestmannaeyjum og fá þannig frítt í sund. Stenst jafnræðisreglu víst.

    SvaraEyða
  17. 100% klár mismunun.
    Auðvitað ræður fólk hvort það tekur upp budduna í Eyjum.
    Eða bara hvort það heimsækir staði sem stunda það að framleiða óréttlæti af fullum ásetningi.
    Gott að fá þessi pláss á hreint, ég veit hvar ég eyði mínum peningum ekki.

    SvaraEyða
  18. Legg til að öll sveitarfélög eins og Reykjavík, Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður taki þessa ágætu stefnu upp þar sem fordæmin eru þegar til staðar.

    Fólki utan höfuborgarsvæðisins finnst þetta alveg sjálfsagt og allir græða.

    Öll almannaþjónusta fái tvær verðskrár. Aðeins verði undanskilin þjónusta á vegum ríkisins sem fái að hafa eina verðskrá.

    SvaraEyða
  19. Vestmannaeyingar sem ráða ekki sjálfir við rekstur Herjólfs og eru háðir vatni sem kemur í leiðslu frá suðurlandi þurfa að beita öllum brögðum. Það er skiljanlegt, sýnum samúð.

    SvaraEyða