föstudagur, 19. ágúst 2011

Okur á kaffihúsum / Keyrir hægar

Við hjónin förum stundum á kaffihús þegar við kíkjum í bæinn. Áður fyrr fengum við okkur gjarnan kökusneið eða crossaint en núna blöskrar okkur verðlagið. Í Eymundsson á Skólavörðustíg kostar crossaint með súkkulaði 530 kr. og kökusneið í Kaffi Flóru 850 kr. Við keyptum hins vegar hjónabandssælu í Græna Hlekknum á 800 kr. sem er lífræn og til stuðnings Sólheimum. Frábær kaka ca. 8 tommu stór og passar ágætlega fyrir okkur þrjú.
Flest allir bílaeigendur eru ósáttir við eldsneytisverðið í dag en það er eins og sumir fái það frítt miðað við aksturslag. Mér kæmi ekki á óvart að þeir, sem kvarta mest, eru þeir sem eyða mestu. Ég persónulega tók á mínum akstursmáta og dró úr eyðslu um 10%. Ég græddi líka minna stress en finn ekki fyrir að vera lengur á leiðinni. Ég komst líka að því að fleiri eru samferða mér.
Kveðja, Hafsteinn

3 ummæli:

  1. Bíddu nú við, er fjölkvæni ekki ólöglegt á Íslandi?

    SvaraEyða
  2. Ég er sammála. Það er orðið of dýrt að fara á kaffihús. Við kaupum ekki tertusneiðar á 8-900 kr. Erum farin að hafa kaffihús heima og krökkunum finnst það bara fínt. Takk fyrir.

    SvaraEyða