mánudagur, 22. ágúst 2011

Hópkaup svarar ásökunum Gylfa

Ég er að vinna fyrir Hópkaup og sá að Gylfi Gylfason setti inn athugasemd um grófa neytendablekkingu, skipulega glæpastarfsemi.
Þar bendir hann á að samskonar tölva sem var á tilboði hjá Boðeind í gegnum Hópkaup fáist há Tölvulistanum á aðeins 99 þúsund og eitthvað enn lægra í Svíþjóð. Sérkennilegt er þó að hann bætir inn link á verðið í Svíþjóð en ekki til Tölvulistans. Tölvan var upprunalega á verðinu 145.000 hjá Boðeind og lækkuðu þeir verðið verulega niður miðað við að Hópkaup myndi selja a.m.k. 30 tölvur. Starfsfólk Hópkaupa gekk úr skugga um að upprunalegt verð væri raunverulegt og var tilboðið sett á vefinn, þar sem 97 einstaklingar festu kaup á slíkri tölvu fyrir aðeins kr. 87.000,-.
Athugasemdum sem þessum tekur Hópkaup mjög alvarlega og hefur starfsfólk Hópkaupa nú leitað að því hvort hægt sé að fá slíka vél í Tölvulistanum á kr. 99.000,- en ekki fundið hana. Hugsanlega var hún á slíku tilboði um helgina en finnst allavega ekki núna á þeirra vef. Einnig er að sjálfsögðu ekki sanngjarnt að bera saman verð erlendis og miða við að hlutum sé smiglað inn til Íslands eða getgátum um heildsöluverð til endurseljenda m.v. útsöluverð úr stórmörkuðum erlendis. Við vonum að Gylfi hafi gengið úr skugga um að Tölvulistinn væri raunverulega með þessa tölvu á þessu verði en ekki bara heyrt það frá einhverjum öðrum.
Eftir stendur þó að hvort sem Tölvulistinn var með tilboð á þessari vél um helgina eða ekki, þá var verðið lang lægst hjá Hópkaup á Íslandi.
Hér fyrir neðan er athugasemd sem Hópkaup settu á FB hjá sér eftir að þessi umræða fór í gang:
Takk kærlega fyrir allar þessar ábendingar um hvar sé hægt að nálgast sambærilega tölvu á góðu verði. Við vorum að selja tölvur frá Boðeind og þeir lækkuðu verðið frá útsöluverði sínu og gengum við úr skugga um að það væri rétt. Ef hægt er að nálgast sambærilega tölvu í öðrum verslunum á Íslandi þá er það mjög gott fyrir neytendur að vita af því en þannig er nú samkeppnin. Tölvan var nú samt ódýrust hjá Hópkaup. Til hamingju allir sem eignuðust nýja tölvu um helgina.

Valgeir Magnússon

6 ummæli:

  1. http://tl.is/vara/21161

    SvaraEyða
  2. Held að drullusokkurinn í þessu dæmi sé Boðeind. Á heimasíðu þeirra má sjá yfirlit yfir verð á tölvum hjá þeim. Í fyrsta lagi eitthvað sem þeir kalla "fullt verð" sem er úr öllum takti við raunveruleikann. Síðan það sem þeir kalla "tilboðsverð" sem er 50-60 þúsund krónum ódýrara. Allir sem þekkja eitthvað til viðskipta með fartölvur vita að það er ekki hægt að veita slíkan afslátt án þess að hækka upprunalega verðið út fyrir öll skynsamleg mörk.
    Ef Boðeind væri að lækka verðið svona mikið hvernig myndi þeim sem keypti vöruna af þeim á upprunalega verðinu líða? Mín tilfinning er sú að Boðeind hafi aldrei selt þessar tölvur sem þeir auglýsa á heimasíðu sinni á fullu verði. Ég skora á þá að sýna fram á annað?

    SvaraEyða
  3. Hér er Tölvulistavélin. Ekkert mál að finna hana á 99.990,- http://tolvulistinn.is/vara/21161

    SvaraEyða
  4. Eins og bent hefur verið á þá kostar viðkomandi tölva 99.990. hjá Tölvulistanum og það fann ég út með aðstoð Google á 5 sek. Ég setti ekki inn tengil heldur ég taldi ykkur sjálfa hafa þann metnað gagnvart eigin rekstri að þið mynduð gera sama chekk og ég gerði á 5 sek með google og typunúmer vélarinnar.

    Þess í stað kjosið þið að verja forkastanleg vinnubrögð af hálfu Boðeindar.

    Ég hef starfað við raftækjainnflutning í 20 ár og veit fullvel hvaða leik er er verið að spila hér eða before/after leikinn sem mér finnst æði þreytandi og vera í raun ákveðin niðurlæging og óvirðing við neytendur. Til að standa undir 40% afslætti á vöru þarf æði háa álagningu og álagning á fartölvum er yfirhöfuð mun lægri. Bara fullyrðing um 40% afslátt segir mér að það sé neytendablekking og skrum í gangi og þessvegna fór ég af stað.

    Neytendablekkingin er falin í því að fólk er látið halda að það sé að fá betri vél en hina almennu fartölvutilboð sambærilegra véla sem eru á 69-99 þús gegnumsneitt á markaðnum. En það er ekki raunin. Þetta er bara ódýr tölva sem er látin lúkka vel með yfirspenntu og hugsanlega fölsuðu before verði.

    Þetta er eldgömul brella en sem betur fer á útleið og það lúkkar virkilega illa fyrir Hópkaup að taka þátt í og verja vinnubrögð sem eru til þess fallin að blekkja neytendur, hafa að fíflum og fæla frá því að gera raunverulega góð kaup. Jú, Boðeind er aðalsökudógurinn en þið pikkið upp óskundann án þess að gera nokkra könnun á tilurð tilboðsins og ykkar viðskiptavild er líka í húfi. Það er ósiðlegt að gera blekkjandi skrumtilboð, það er líka ósiðlegt að endurvarpa lyginni og það er líka ósiðlegt að viðurkenna ekki mistök sín og verja siðleysið. Það er hægt að gera miklu betri kaup en þið bjóðið með þessu tilboði og engum var greiði gerður með því. Kúnnarnir ykkar eru að fá miklu minna fyrir peninginn en þeir héldu og þið svarið eins og þeir hafi gert kjarakaup. Ykkur er semsagt sama um þá eins og ég les úr svarinu ykkar þótt þeir hafi verið hafðir að fíflum

    Ef við skoðum sænska verðið sem er að liggja í 70 þús með sænskum vsk. þá er ekki ólíklegt að heildsöluverð tölvunnar sé um 40-45 þús án vsk til
    landsins. Jafnvel lægra. Skrumið í tilboðinu er svo yfirgengilegt að það má undrun sæta að fólk léti plata sig. Þetta er vél sem hæglega má selja á svipuðu verði á Fróni sé miðað við stórmarkaðsálagningu á tölvum.

    Ég er líka söluleiðbeinandi og hef þjálfað á þriðja hundrað sölumanna síðustu ár og að lokum ætla ég að gagnrýna á þeim forsendum. Sala tvö er það sem blífar. Ég myndi í ykkar sporum biðja viðskiptavini afsökunar því vinnubrögð af þessu tagi eru óverjandi þótt þið kjósið að klóra í bakkann.

    Ég myndi jafnframt vanda til vinnubragða við val á samstarfsaðilum og tryggja að skrum af þessu tagi endurtaki sig ekki. Þá getur þetta dæmi ykkar gengið upp gagnvart þjónustuvörum og öðrum vörum sem þola afslætti af þíð tagi sem þið bjóðið, en slíkar vörur eru vandfundnar undir eðlilegri álagningu !

    SvaraEyða
  5. Bara benda fólki á þessi vél er ekki eins dýr og þeir sögðu.

    http://www.bodeind.is/k53e.html sama vél frá þeim og sú sem var á þessu ofurtilboði

    SvaraEyða
  6. Mjög áhugaverð umræða. Skoðaði hlekkinn frá Durgi í dag og sé þá að fullt verð vélarinnar í dag er 152 þús en tilboðsverðið er 79.990 eða næstum 50% afsláttur.

    Allar líkur á að þessi umræða hafi algjörlega farið framhjá stjórnendum Boðeindar.

    SvaraEyða