miðvikudagur, 10. ágúst 2011

Hárlenging frá helvíti

Ég ákvað um daginn að fá mér hárlengingu hjá Hárlengingar.is á Grensásveginum, og fékk mér eina slíka á laugardaginn seinasta sem kostaði 25 þúsund krónur. Sem er gott verð.
Daginn eftir byrjar mér að klægja og svíða óstjórnlega í hársvörðinn. Svo var ég orðin svo illa haldin að ég eyddi deginum með hausinn undir köldu vatni og komst ekki í vinnuna. Þennan sama dag hringi ég í hárgreiðslukonuna sem gerði þetta sem er einnig eigandinn, og lét hana vita hvað hefði gerst. Hún bauð mér að koma kl átta um kvöldið til þess að taka lengingarnar úr. Ég sagði henni að ég væri föst undir köldu bununni í baðinu og gæti ekkert gert, og hvort ég gæti ekki fengið tíma fyrr en það. Hún sagðist ætla athuga það og hringja fimm mínútum seinna í mig. Fimm mínútur liðu, svo klukkutímarnir, aldrei hringdi hún. Það endaði með því að ég keyrði þangað sjálf kl þrjú og á staðnum var kona sem gat tekið þetta úr fyrir mig. En þá byrjar ballið, ekki nóg með að ég hafi borgað 25 þúsund krónur til þess að setja þetta í, heldur þurfti ég líka að greiða 5000 kr. til þess að láta taka þetta úr.

Á meðan ég sat þarna í stólnum, með tárin í augunum, var ég einnig sökuð um lygar, því það væri sko allt í lagi með hausinn á mér. Hann væri ekkert rauður og hárið væri fullkomlega brennt í.

Frú Fúl

16 ummæli:

  1. já.. bjútí is pein...

    SvaraEyða
  2. mér finnst fáránlegt að þú þurftir að borga fyrir að taka þetta úr þarsem þetta var að valda þér óþægindum daginn eftir að þú fékkst þér hárlengingarnar, og annað, afhverju í andsk. ættiru að ljúga um þetta daginn eftir að þú borgaðir 25 kall fyrir þær!!
    GLÖTUÐ þjónusta!!

    SvaraEyða
  3. Hverjum er ekki sama !

    SvaraEyða
  4. Ef þú hefðir látið fagmann um verkið þá hefði þetta ekki gerst því þessi kona er ekki menntuð í hárgreiðslu heldur hefur hún einungis farið á námskeið í hárlengingu.

    Einnig hef ég heyrt að þetta "hár" sem hún notar sé ull en ekki alvöru hár. Þess vegna er þetta á svona "góðu" verði.

    Mæli með að þú borgir aðeins meira og fáir þar af leiðandi alvöru hár sem er oftast með 6 mánaða ábyrgð og góða þjónustu í leiðinni.

    Sigurrós.

    SvaraEyða
  5. Sigurrós

    ekki það að ég sé að mæla með þessari þjonustu
    en það erfitt að sjá hvort þetta sé ekki fagmenn þegar annað er tekið af síðunni þeirra !

    Hárlengingar.is er eina fyrirtækið sem sérhæfir sig eingöngu í hárlengingum og bjóðum uppá 100% ánægjuábyrgð & þú getur treyst á að fá bestu þjónustuna hjá okkur – ekki stundum heldur alltaf!

    einnig stendur að þar sé ekki gerfi eins og þú villt meina ?

    "við ábyrgjumst að hárið frá okkur er 100% ekta hágæða mannshár, ekkert gerfi plast eða ódýrt hár er notað & engu plasti, nælon eða öðrum gerfiefnum er blandað í hárið frá okkur."

    en klárlega er þarna ekki 100 % ánægja :)

    SvaraEyða
  6. já, góð þjónusta ? Samkvæmt Frú fúl eru þessar konur örugglega ekki búnar að taka þjónustusiðfræði sem er einn áfangi í hársnyrtiiðn.
    En ég ætla ekki að fara dæma það. Ég heyrði að þær eru að banna þeim sem koma og láta setja í sig lengingar frá þeim að vera í lopapeysu því hárið flækist við það... hvað segir það okkur, ef þú mátt ekki vera í lopapeysu með hárlengingarnar? Venjulegt hár flækist ekki í lopa.

    En ég legg til að Frú fúl fari með þetta í Neytendasamtökin og heyra hvað þau segja. Það er alveg ömulegt að vera búin að borga 30 þús fyrir ekki neitt.

    Sigurrós

    SvaraEyða
  7. Ég fékk mér hárlengingar hjá þeim í september í fyrra og var með þær í 10 mánuði, þar til ég tók þær úr sjálf í júlí (vissi nkl. hvernig þær gerðu þetta). Þegar ég fékk mér lengingarnar vöruðu þær við því að mér gæti klæjað í hársvörðinn fyrstu tvo, þrjá dagana, sérstaklega eftir fyrsta þvottinn. Það gerðist, en kláðinn fór líka alveg eins og þær höfðu sagt mér. Þú færð sendar upplýsingar um meðhöndlun hársins.

    Þetta hár er ekta mannshár, annars hefði það aldrei dugað eins vel og það gerði. Ég blés það og slétti og meira að segja prufaði að lita það og allt gekk svaka vel.

    25 þúsund kr. er alls ekki mikið fyrir hárlengingar af þessum gæðum. Kannið bara verðið á öðrum stofum. Stelpurnar hjá Hárlengingar.is geta ekki notað hárið aftur í e-n annan og þar af leiðandi ekki hægt að skila því og fá endurgreitt. Hinsvegar hefðu þær nú getað sleppt því að rukka þig fyrir að láta taka þær úr, en ef það er einhver huggun þá fékkstu 2 þúsund kr. afslátt.

    Kv. Maren

    SvaraEyða
  8. Tjah ekki er allt eins og sýnist í fyrstu. Ég þekki ekkert til þeirra nema að ég var stödd þarna á þessum tíma sem frk Fúl var. Ég gat nú ekki annað séð en að konan þarna var mjög almennileg við frk Fúla en hún nánast grenjandi af frekju bæði við hana og aðra sem var að vinna þarna. Hún útskýrði fyrir henni í rólegheitunum hvað ánægjuábyrgð þýddi og hún gæti ekki tekið ábyrð á hvort hún myndi gefast upp eftir einn dag og að hún hefði farið yfir þetta með henni þegar hún kom í lenginguna. En hún tók líka skýrt fram að 100% ánægjuábyrgð væri á hárinu frá þeim enda var ekkert að hárlengingunni hjá stúlkunni þannig að þetta er ekki alveg rétt hjá henni. Önnur kvennanna þarna útskýrði einnig fyrir henni kurteisislega að auðvitað kostar tímavinnu og að efnið kostar til að taka þetta úr. Ég hreinlega gapti yfir hversu þolinmóðar þær voru við frk Fúla miðað við hennar viðmót þarna kannski að frekar hún hafi ekki verið ánægð með klippinguna sem búið var að klippa í hana annarsstaðar samkvæmt frk Fúl sjálfri. Afhverju í ósköpunum ætti að standa ánægjuábyrgð á hárinu ef svo væri ekki? Ég er alveg í skýjunum með mitt hár og alveg eins og hún sagði þá hvarf kláðinn eftir fyrsta dag. Í leiðbeiningunum sem ég fékk stóð heldur ekkert með lopapeysur en hins vegar stóð að ef eitthvað væri væri ég alltaf velkomin eða hringja og hún ítrekaði það áður en ég fór að hafa samband ef eitthvað væri sem ég vildi spurja um. Ég upplifði allavega mjög þægilega þjónustu þarna en ég var allavega ekki heldur í frekjukasti þarna

    SvaraEyða
  9. þessi nafnlausa sem skrifaði 7 sept. 2011 21:04 þetta er nú meira bullið i þér, í dag fór ég til hárgreiðslukonu til að láta taka mínar hárlengingar úr. þær voru illa gerðar, þunnar, og það þykkar að mér var sagt af sérfræðingi að ef ég hefði ekki tekið þetta úr hefði hárið mitt dottið og eg fengi skalla bletti í hárið! mér finnst Frk. Fúl allveg eiga rétt á þvi að vera reið og pirruð við þær þar sem eg skil þetta sjalf og var að lenda i nákvæmlega því sama! þetta var illa gert, dökkhærða konan nennti þessu ekki, mér er sama um þessa ábyrgð sem þær seigjast vera með það fylgir i reglum fyrirtækja að EF kúnni er ósáttur á viðkomandi að gera kúnna kleypt að útskyra og vinna ur málum saman , stundum að þeirra eigin kostnaði! ekki vildi eg enda með skallabletti og það er búið að hækka verðið.. það er ekki lengur 5000 kr til að taka þetta úr heldur 7000 kr sem er bara bull, fyrst ertu buin að missa 25þ síðan áttu að missa allt i allt 32 fyrir vondar lengingar?! ég er lika rauð á hausnum, fékk kláða og verkjaði. eg er ekki sú fyrsta og GREINILEGA ekki sú síðasta sem mun lenda í þessu! þetta eru þeirra mistök og á eigandi fyrirtækis að taka þetta úr með kostnaði þeirra .. þetta er bull og fólk ætti að kanna rétt sinn gegn þessu. það gerði ég svo sannarlega. enda er ég í dag með engar lengingar vegna þess! takk fyrir. þetta er algjörlega óþarfa vesen hja þeim og mun ég aldrey! stunda viðskipti þar aftur

    SvaraEyða
  10. róum okkur aðeins, ég hef verið með lengingar frá þeim 2x og er bara ánægð. Já ég var rauð í hársverðinum og aum í kannski 2 daga, eftir það var ekkert mál með neitt, ég var í ullarpeysum og fór í sund. Ég fór í litun og þeim fannst ekkert athugavert við lengingarnar.

    Hins vegar lenti vinkona mín í því að hennar hár losnaði frá og hún fékk pínulitinn skallablett á einum stað sem sést ekkert. Hennar hársvörður réði einfaldlega ekki við aukna þyngt í hárinu, enda með þunnt hár. Það er bara mismunandi hvernig fólk höndlar þetta eins og allt annað... ekkert hægt að kenna einum né neinum um!

    SvaraEyða
  11. Ég hef verið með lenginu hjá þeim 2x og var að fá í mitt þriðja og allt gengur vel. Það er mjög eðlilegt að vera aum og rauð í hársvörðinum frá fyrsta deginum til fjórða og þér á eftir að klæja sésrtaklega mikið ef þú svitnar. Eini gallin við þessa stofu er að þær geta verið pínu dónalegar, seinast þegar ég fór í lenginu þá kom kærasti stelpunar sem var að setja í mig og sat með okkur og kjaftaði við skvísuna í 2 tíma. Ekki beint fagmannlegt.

    SvaraEyða
  12. Mig langar mikið til að taka þátt í þessari umræðu því ég er svo reið eftir viðskipti mín við þær.
    Ég hef síðustu 10 ára verið með hárlengingar, með hléum þó.
    Ákvað svo að skella mér aftur og ákvað að prófa hárlenginar á Grensásveginum.
    Í fyrsta lagi fannst mér ótrúlegt að settir eru í 2 lokkar í einu. Lýsti ég furðu minni á því og nefndi að þetta myndi sjást verulega. Þær sögðu að svo mundi ekki vera en auðvitað héngu lokkarnir í hópum og sama hvað ég greiddi og greiddi, ekki blönduðust þeir saman.
    Ég setti í mig lengingarnar með þeim formerkjum að ég mundi vilja lita hárið og þess háttar, enda hafði ég alltaf gert það með hárlengingar áður. Þær sögðu að það væri nú ekki vandamálið. En vandamálið kom strax í ljós.
    Liturinn helst ekki í lokkunum og eyðilögðu þeir skyrtur og annað sem ég var í að ofan. Þ.e.a.s. ef ringdi og lokkarnir blotnuðu, rann liturinn í fötin mín.
    Þetta finnst þeim eðlilegt.
    Ég fór líka til þeirra og bað um að límið yrði flatt betur út því það var svo stórt og þykkt, það vildu þær ekki gera.
    Ég var orðin viðþolslaus af óþægindum og endaði með að láta fjarlægja lokkana. Ég neitaði að borga fyrir það.

    Þær héldu því fram að ég hefði farið illa með hárið fyrst það hélt ekki lit, sett í það efni sem ekki mætti t.d. froður.
    Það var nú samt svo merkilegt að ég eyddi stórfé í að kaupa sjampó og næringu frá þeim sem ég notaði einungis í hárið.

    Allir þeir fagaðilar sem ég leitaði upplýsinga hjá sögðu að nota mætti hvaða hárfroðu sem er í hárið ef það væri ekta.

    Allt þetta átti sér stað á 2 vikum, lengur hélt ég ekki út með lokkana, bæði af sársauka og óánægju með þetta hryllilega hár sem þær eru að selja.

    Ég vil endurtaka þá staðreynd að ég hef mjög oft verið með hárlengingar og ALDREI lent í þessu. Vissulega eru óþægindi í hársverðinum í ca. 2 sólarhringa en svo er það búið.
    Með hárlengingunum frá þeim versnaði hársvörðurinn á mér dag frá degi þar til ég var orðin viðþolslaus.

    Ég eyddi 40 þúsund krónum hjá þeim því ég vildi hafa fleiri lokka en minni því ég vildi að þetta líti vel út.

    Ég krafðist endurgreiðslu og benti þeim á ánægjuábyrgðina sem þær auglýsa á facebook síðu sinni.

    Þær neituðu mér um endurgreiðslu og sögðu við mig að það sem þær meina með þessari "ánægjuábyrgð" væri sú að þær myndu með ánægju flytja lokka til á höfðinu. Halda þær að maður sé algjör asni??

    Ég fór með lokk til fagaðila sem sagði að þetta væri ekki mannshár heldur gervi. Og ef þær staðhæfðu að þetta væri ekta hár væru þær með svo lélegt hár að ekki ætti að nota það. Þurrt og stíft. Þegar ég setti hárið í tagl stóð það út beint frá höfðinu eins og ég væri í roki.

    Ég er einnig búin að skoða helling á netinu hjá fyrirtækjum sem selja hárlengingar, ekta og óekta.
    Það sem þessi fyrirtæki eiga öll sameiginlegt er að þeir selja gervihár sem er hitaþolið, þ.e.a.s. hægt er að nota sléttu- og krullujárn.

    Það er þetta sem þær eru að selja.

    Ég er ekki ennþá búin að fá endurgreitt hjá þeim, en ég ætla ekki að hætta. Þetta er ekki endilega spurning um peningana, þótt vissulega mundi ég vilja nota þá til að fara á almennilegan stað og fá sett í mig alvöru hár.
    Þetta er meira spurning um að láta ekki hafa sig að fífli.

    Ég mæli með að allar þær sem hafa svona slæma reynslu af hárlenginum.is á Grensásveginum gerum eitthvað í þessu, þó ekki væri nema að vara aðrar konur við þessari svikamillu sem þetta fyrirtæki er.

    SvaraEyða
  13. Ef þið viljið þetta gert vel getið þið kíkt á isiking á Bland.is eða hringt í 865 0078 og 572 3424

    SvaraEyða
  14. fór þanað 2 seinna skiptið í 250 lokka sem voru það illa setir í að þeir límdust saman og í kross fór annað að fjarlæja

    SvaraEyða
  15. sælar eigið þið myndir af ykkur með hárlengingarnar ? ég var nefnilega að koma frá þeim í gær fekk mer liðaðar lengingar í gærkvöldi byrjaði mig að klæja þokkalega...herna er það sem ég sendi til þeirra í morgun með smá samtali

    sæl ég kom til ykkar í gær og fekk liðaðar lengingar sem ég var nokkuð ánægð með en í gŕkvöldi byrjaði mig að klæja alveg svakalega mikið og komin með bólur á hálsinn. en ég hugsaði með mer ég fer í sturtu í fyrramálið og þvæ hárið með fína bláu redkien sjampóinu og næringunni þá kanski fer kláðinn og nú er kominn nýr dagur og ég búin að fara í sturtu með fínu liðina mína og þvæ mer þurka og greiði en þá eru liðirnir bara farnir úr ég sit uppi með hár sem lítur út fyrir að hafa verið litað í drasl þurrt..kanski koma liðirnir við næsta þvott en málið er að mig klæjar alveg svakalega ennþá..ég held að ég sé hreinlega með ónæmi fyrir hárinu sjálfu.. fyrir hárið og hárvörurnar borgaði ég rúmar 27000...ég verð eiginlega að lostna við þær sem fyrst..ég á leið í bæin 21. sept er eitthvað sem hægt er að gera fyrir mig í staðinn fyrir þennann pening ? mer þikir þetta rosalega leiðinlegt en þetta er í 2. skiptið sem ég fæ mer lengingar sko stelpan sem setti í mig er æði vandvirk, mjúkhennt og allt það mjög ánægð með þjónustuna

    hæhæ smile emoticon liðirnir koma þegar þú blæst það og það þarf að blása það þurrt fyrstu 3 skiptin smile emoticon ofnæmið er frá einhverju öðru,það hefur engin fengið ofnæmi vegna hársins :)sjampóinu kannski,klæjar þig í rótina líka?
    já og aftanverðan hálsin...ég notaði ekki sjamóið fyrr en í morgun og skolaði vel ég hef áður notað þessar vörur og líkar mjög vel
    Guðbjörg hringir í þig á eftir smile emoticon hvað er símanumerið þitt ?
    ég sendi numerið mitt 6153230
    æði smile emoticon
    fólk er svo misjafnt og ég er kanski ein af þeim sem fæ ónæmisviðbrögð vegna hásins mer líður nákvæmlega eins núna og þegar eg var með 100 extrasíða lokka nú er eg með 59 stk venjulega sídd
    hún hringir a eftir
    ? ekkert heyrt ennþá

    Hun hringir þegar hun er laus
    smile emoticon
    ok nú hef eg ekki meiri tíma í dag börnin að koma heim úr skólanum...eg hef samand eftir helgi ef ég verð ekki betri af kláðanum...eg er ekki að lasta þjónustuna sjálfa alls ekki alks ekki misskilja mig þar

    Allt i goðu það er bara allt fullt hja okkur og hun losnar ekki fyrr enn um 5



    SvaraEyða
  16. Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.

    SvaraEyða